Hlutverk félagsins er að efla fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs, standa vörð um hagsmuni félagsmanna og auka samvinnu þeirra á milli. Til að uppfylla það hlutverk stendur félagið reglulega fyrir viðburðum fyrir félagsmenn um ýmis málefni mannauðsstjórnunar.

Næstu viðburðir

 2. október
MANNAUÐSDAGURINN 2020
Haldinn í Hörpu, ráðstefnuhúsi

Kl. 8:15-18:30

FRAMSÆKIN MANNAUÐSSTJÓRNUN
– LYKILINN AÐ BREYTTRI STJÓRNUN-

Föstudagur: 2/10 2020
Dagskrá hefst kl. 9:00
Morgunverður frá kl. 8:15

DAGSKRÁ:

ERLENDIR FYRIRLESARAR:
Ann Picering, O2 – The Courage of Speaking Up: Increasing your Impact Profile and Influence.
Simon Linares, Group HRD of Direct Line – Beyond Diversity, what does a truly culture look like.
Will Gosling, Deloitte – Wellbeing / Mental Health.
Peter Cheese, CIPD – Responding to the crisis and changing world of work – challenges and opportunities for the HR profession

INNLENDIR FYRIRLESARAR:
Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofunar Vestfjarða
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu
Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi hjá Leiðtogaþjálfun
Valdís Arnórsdóttir, Marel
Sóley Tómarsdóttir, Friðrik Agni Árnason, Achie Afrikana,  ofl. fjalla um “Fjölbreytileika á vinnumarkaði og hindranir vegna hans”.

Tímasetningar dagskrárliða verðar auglýstar síðar.

Í lokin verður boðið í Hanastél á Eyri þar sem góður tími gefst til spjalls og tengslamyndunar.

Skráning á Mannauuðsdaginnn 2020. Reikningar verða sendir í kjölfar skráningar.

 27. ágúst
Fyrirlestur – rafrænn
Debra Corey

Kl. 9:30-10:15

Riding the rollercoaster
of employee engagement
during and after
the pandemic

Fimmtudagur 27. ágúst 2020
Fundurinn hefst kl. 9:30 og lýkur 10:15
Hlekkur verður sendur þeim sem skrá sig

Debra Corey er mannauðs- og stjórnunarráðgjafi sem hefur stafað með mjög mikið af stórum alþjóðlegum fyrirtækjum í gegnum tíðina.  Debra er okkur Íslendingum vel kunnug.  Hún var einn af lykilfyrirlesurum Mannauðsdagsins 2018 og hélt 2 vel heppnaðar vinnustofur 2019.  Í vor þurftum við að fresta vinnustofum og masterclass tímum sem Debra ætlaði að halda hér á Íslandi vegna Covid.

Fyrirlestur Debru heitir “Riding the rollercoaster of employee engagement during and after the pandemic” og eins og heiti fyrirlestursins ber með sér mun Debra fjalla um þessa þætti sem skipta miklu máli í mannauðsstjórnun bæði  á meðan og ekki síður á eftir svona “stóráfall” eins og COVID er.

Skráning. Hlekkur verður sendur þegar nær dregur.

 26. maí  2020
KULNUN
Hvað höfum við lært sem nýtist okkur?

Kl. 15:00

Christina Maslach, prófessor, einn helsti sérfræðingur heims í vinnutengdri kulnun.

Hlekkur settur inn þegar nær dregur.
Þriðjudagur 26/5 2020.
Hefst kl. 15:00.

Áhugaverður fundur í boði VIRK með einum helsta sérfræðingi heims í vinnutengdri kulnun Christinu Maslach prófessor við Berkle háskóla í Kaliforníu og Lindu Báru Lýðsdóttur, sálfræðingi Virk.

28. maí 2020
Grunnatriði “góðrar heilsu”
Sölvi Tryggvason

Kl. 11:30

Andleg og líkamleg heilsa.
Lykilatriði heilsu.

Í beinni útsendingu “live” á opnu FB. https://www.facebook.com/mannaudsfolk.is/
Fimmtudagurinn 28/5  2020.
Hefst kl. 11:30. 

Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að tengingu milli andlegrar og líkamlegrar heilsu, farið yfir lykilatriðin í heilsu og þau sett í samhengi á einfaldan og praktískan hátt. Sérstök áhersla verður lögð á hluti sem eru nytsamlegir á þeim sérstöku tímum sem nú eru uppi, eins og leiðir til þess að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og lykilaðferðir í að halda ónæmiskerfinu öflugu. 

UM FYRIRLESARANN:
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

 19. maí  2020
Betri svefn
– grunnstoð heilsu –

 

Kl. 10:00

Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.
Betri svefn / Sálfræðiráðgjöfin

Steymt í gegnum Teams fjarfundabúnaðinn.
Þriðjudagur 19/5
Hefst kl. 10:00.
Smellið hér til að komast inn á fundinn:  SVEFN 

Svefn er einn af grunnstoðum góðrar heilsu mannfólksins og því gríðarlega mikilvægur.  Mjög margir, miklu fleiri en okkur grunar, eru er að glíma við svefnleysi og önnur svefnvandamál.  Því höfum við fengið til liðs við okkur Dr. Erla Björnsdóttur sem muna fara yfir mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar.

13. maí 2020
Heilahvíld
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
.

Kl. 10:00

Fyrirlestur Ólafs Þórs Ævarssonar frá Forvörnum og Streituskólanum, sem ber heitið Heilahvíld.

Í beinni útsendingu í gegnum ZOOM.
Miðvikudagur 13/5 kl. 10:00. Hér er hlekkurinn:
https://us02web.zoom.us/j/82356538804?pwd=UUFwM1lqV0R4VGhtb3ptNnV2SDU2dz09

Aldrei sem fyrr þurfum við mannauðsfólk að hugsa vel um starfsfólk fyrirtækisins því þessir erfiðu tímar hafa haft í för með sér ýmis konar líðan, bæði sýnilega og ósýnilega.  Nú þegar allt er að fara af stað tekur við smá óvissutími sem getur einnig valdið einhverjum kvíða og streitu.

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir frá Streituskólanum, sem hefur árum saman unnið með streitu og geðheilsu fólks ætlar að fjalla um áhrif streitu á heilsu og hegðun og fræða okkur um það til hvaða ráða við getum gripið til að verjast streitu og kulnun.

7. maí 2020
Fjölskylduskemmtun
– Dönsum saman-

 

Kl. 17:30

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og gera eitthvað saman með allri fjölskyldunni. Það verður geggjað fjör.

Live á FB okkar.
Fimmtudagur 7. maí 2020.
Hefst kl. 17:30.

Allir sem hafa gaman af því að dansa og hreyfa sig og læra pínulítið nýtt!
Anna Claessen og Friðrik Agni Árnason frá Dans & Kúltúr kenna okkur nokkra auðvelda og skemmtilega dansa sem allir í fjölskyldunni geta dansað með. Þetta verður fjör.

Takið frá tímann með fjölskyldunni.

5. maí 2020
„OPTIMIZED“
á tímum áskorana og óvissu.
.

Kl. 11:30

Áhugaverður fræðslufyrirlestur sem kennir okkur nýja aðferðafræði við að ná meiri árangri og láta okkur líða betur.

Live á FB okkar.
Þriðjudagur 5. maí 2020.
Hefst kl. 11:30 í boði Fræðslunefndar.

Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú fyrir fyrirtæki og stofnanir að efla fólkð sitt. Í dag er það sterk liðsheild sem skiptir mestu máli – liðsheild sem heldur ótrauð áfram í gegnum storminn sem við erum að fara í gegnum.

Það er svo margt í lífinu sem við stjórnum ekki en þurfum samt að takast á, sem getur haft mjög mikil áhrif á líðan okkar, tilfinningar og viðhorf. Það hvernig við tökumst á við þessi óumbeðnu verkefni getur gert gæfumuninn á því hvort vel eða illa tekst til sem og hvort við náum að nýta þetta til lærdóms, þroska og árangurs.

Bjartur Guðmundsson, leikari og eigandi Optimized Performance mun kenna okkur nokkur hagnýt ráð sem tengjast „optimized“ aðferðafræðinni til að ná betri stjórn á líðan okkar og viðhorfum á einfaldan og áhrifaríkan hátt sem geta gagnast okkur til frekari árangurs og ánægju í lífi og starfi.

29. apríl 2020
PUB QUIZ – fyrir alla fjölskylduna.

Kl. 20:00

Skemmtileg spurningakeppni – grín og gaman.
Glæsilegir vinningar í boði.

Live á FB okkar.
Miðvikudagur 29/4
Hefst kl. 20:00.

Strákarnir úr “hæ, hæ” podcastinu, Helgi Jean og Hjálmar stýra spurningakeppninni.
Mjög glæsilegir vinningar í boði. spurningakeppni þar sem mannauðsfólk og fjölskyldur þeirra geta komið saman “ON-LINE” í FB live, átt góða stund saman, keppt við hvort annað og hlegið.

24. apríl 2020
FRÍMÍNÚTUR á föstudegi.

Kl. 12:00

Frímínútur á föstudegi.
Ljúfir tónar Ragnheiðar Gröndal
í boði Iðunnar, fræðsluseturs.

Fjarfundur: kl. 12:00
Hlekkur: https://idan.is/frettir/stok-frett/2020/04/22/Ljufir-tonar-Ragnheidar-Grondal-i-friminutum-a-fostudegi

Til að létta lund félagsmanna Mannauðs á föstudegi, býður IÐAN, fræðslusetur upp á “Ljúfa tóna” – Ragnheiðar Gröndal.

22. apríl 2020
Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust.

Kl. 13:00-14:30

Live-On vinnustofa
fyrir mannauðsfólk í boði Fræðslunefndar
og Dale Carnegie.

Fjarfundur kl. 13:00-14:30
Skráning:  https://www.dale.is/mannaudur

Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust”.
Dale Carnegie vinnustofa „live-online“ þar sem þátttakendur taka virkan þátt, spyrja og svara spurningum og vinna saman í hópum.

Sem leiðtogar í mannauðsmálum reynir á hina ýmsu færniþætti hjá okkur sérstaklega í þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Á vinnustofunni aukum við færni okkar í að byggja upp traust við samstarfsfólk okkar. Við æfum okkur með svokölluðu „innra samtali“ í að styrkja samband okkar við fólkið okkar, sjá styrkleika þeirra og hvernig við getum best stutt starfsfólk okkar til árangurs.
Eftir vinnustofuna hafa þátttakendur aukið hæfni sína í:
 • Að greina á milli þess að stýra vinnunni og leiða fólk
 • Að nota aðferðir til þess að byggja upp traust sambönd
 • Að ná betri árangri með hvatningu og skilvirkri verkefnastýringu
Þú skráir þig á þessum link: https://www.dale.is/mannaudur.
Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið.
Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Hámarksfjöldi þátttakanda er 24.
Samvinnuverkefni Fræðslunefndar Mannauðs og Dale Carnegie.
Verð: 0 kr. fyrir félagsmenn í Mannauði, félagi mannauðsfólks.

17. apríl 2020
FRÍMÍNÚTUR á föstudegi.

Kl. 10:00-11:30

Frímínútur á föstudegi
UPPISTAND
Helga Braga
í boði Iðunnar, fræðsluseturs.

Fjarfundur kl. 12:00
Hlekkur sendur síðar.

Til að létta lund félagsmanna Mannauðs á föstudegi, býður IÐAN, fræðslusetur upp á UPPISTAND með Helgu Braga.

8. apríl 2020 (UPPSELT)
Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust.

Kl. 10:00-11:30

Live-On vinnustofa fyrir mannauðsfólk í boði Fræðslunefndar Mannauðs og Dale Carnegie.

Fjarfundur kl. 10:00-11:30
Skráning:  https://www.dale.is/mannaudur

Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust”.
Dale Carnegie vinnustofa „live-online“ þar sem þátttakendur taka virkan þátt, spyrja og svara spurningum og vinna saman í hópum.

Sem leiðtogar í mannauðsmálum reynir á hina ýmsu færniþætti hjá okkur sérstaklega í þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Á vinnustofunni aukum við færni okkar í að byggja upp traust við samstarfsfólk okkar. Við æfum okkur með svokölluðu „innra samtali“ í að styrkja samband okkar við fólkið okkar, sjá styrkleika þeirra og hvernig við getum best stutt starfsfólk okkar til árangurs.
Eftir vinnustofuna hafa þátttakendur aukið hæfni sína í:
 • Að greina á milli þess að stýra vinnunni og leiða fólk
 • Að nota aðferðir til þess að byggja upp traust sambönd
 • Að ná betri árangri með hvatningu og skilvirkri verkefnastýringu
Þú skráir þig á þessum link: https://www.dale.is/mannaudur.
Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið.
Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Hámarksfjöldi þátttakanda er 24.
Samvinnuverkefni Fræðslunefndar Mannauðs og Dale Carnegie.
Verð: 0 kr. fyrir félagsmenn í Mannauði, félagi mannauðsfólks.

7. apríl 2020 – UPPSELT.
Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust.

Kl. 10:00-11:30

Live-On vinnustofa fyrir mannauðsfólk í boði Fræðslunefndar Mannauðs og Dale Carnegie.

Fjarfundur kl. 10:00-11:30.
Skráning: https://www.dale.is/mannaudur

Að leiða aðra til að ná árangri og skapa traust”.
Dale Carnegie vinnustofa „live-online“ þar sem þátttakendur taka virkan þátt, spyrja og svara spurningum og vinna saman í hópum.
Sem leiðtogar í mannauðsmálum reynir á hina ýmsu færniþætti hjá okkur sérstaklega í þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Á vinnustofunni aukum við færni okkar í að byggja upp traust við samstarfsfólk okkar. Við æfum okkur með svokölluðu „innra samtali“ í að styrkja samband okkar við fólkið okkar, sjá styrkleika þeirra og hvernig við getum best stutt starfsfólk okkar til árangurs.
Eftir vinnustofuna hafa þátttakendur aukið hæfni sína í:
 • Að greina á milli þess að stýra vinnunni og leiða fólk
 • Að nota aðferðir til þess að byggja upp traust sambönd
 • Að ná betri árangri með hvatningu og skilvirkri verkefnastýringu
Þú skráir þig á þessum link: https://www.dale.is/mannaudur.
Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þjálfunarumhverfið.
Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.
Hámarksfjöldi þátttakanda er 24.
Samvinnuverkefni Fræðslunefndar Mannauðs og Dale Carnegie.
Verð: 0 kr. fyrir félagsmenn í Mannauði, félagi mannauðsfólks.

 3. apríl 2020
Frímínútur í hádeginu! Uppistand.

Kl. 12:00

Uppistand – Bergur Ebbi.

Fjarfundur:  Hlekkur tilkynntur síðar.
Tími: 12:00

Til að létta lund starfsmanna og gefa áhyggjum og kvíða smá frí bjóðum við í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur upp á UPPISTAND með Bergi Ebba.

30. mars 2020
Kynning á niðurstöðum könnunar Gallups.

Kl. 10:00

Niðurstöður Gallup könnunar.

Fjarfundur:  Hlekkur tilkynntur síðar.
Tími: 10:00

Í mars sendi Gallup í samvinnu við Mannauð, út könnun sem átti að kanna viðhorf og upplifun starfsfólks mannauðsdeilda á COVID-19 veirunni og því álagi og ógn sem hún hefur valdið.
Tómas Bjarnason og hans fólk hjá Gallup kynnir niðurstöður könnunarinnar.

27. mars 2020
Frímínútur í hádeginu!
Uppistand.

Kl. 12:00

Ari Eldjárn – UPPISTAND

Fjarfundur:  Hlekkur tilkynntur síðar.
Tími: 12:00

Til að létta lund starfsmanna og gefa áhyggjum og kvíða smá frí bjóðum við í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur upp á UPPISTAND með Ara Eldjárn.

26. mars 2020
KPMG kynnir breytingar nýju laganna fyrir félagsmönnum.

Kl. 10:00

KPMG – kynning 

Fjarfundur:  Hlekkur tilkynntur síðar.
Tími: 10:00

Sérfræðingar KPMG fara yfir nýju lögin og hvaða áhrif aðgerðirnar hafa.

24. mars 2020
Kvíðastjórnun á álagstímum.
Sálfræðingar frá Kvíðameðferðastöðinni gefa góð ráð. Fjarfundur

Kl. 13:00-13:30

Í tengslum við COVID-19 eru allir að ganga í gegnum ótrúlega tíma sem fylgja miklar áhyggjur og kvíði.
Góð ráð og umfjöllun reyndra sálræðinga frá Kvíðameðferðastöðinni.

Staðsetning: Fjarfundur
Tími: 13:00-13:30

Sálfræðingarnir Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir frá Kvíðamiðstöðinni  fjalla um kvíðastjórnun á álagstímum eins og við erum að ganga í gegnum núna og gefa góð ráð bæði fyrir okkur sem erum í mannauðsdeildunum sem og starfsfólkið sjálft.

Hér er hlekkurinn. Hann verður virkur  kl. 13:00.

https://www.youtube.com/watch?v=nAqOBTr1nXY

16. mars 2020
Viðbragðsáætlanir nokkurra framleiðslufyrirtækja.
Fjarfundur með Samtökum iðnaðarins.

Kl. 13:00-14:30

Samtök iðnaðarins og samtök atvinnulífsins í samvinnu við Mannauð standa fyrir kynningu á viðbragðsáætlunum nokkurra fyrirtækja í framleiðslugeiranum.  Spurningar og svör í lokin.

Staðsetning: Fjarfundur
Tími: 13:00-14:30

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, efna til fjarfundar þar sem 4 ólík fyrirtæki kynna viðbragðsáætlanir sínar eða ráðstafanir á fjarfundi sem streymt verður frá Facebook-síðu Samtaka iðnaðarins.

Á meðan á kynningum stendur gefst fjarfundargestum tækifæri á að senda fyrirspurnir til fyrirtækjanna á streymisslóð fjarfundarins.

Þau fyrirtæki sem munu kynna viðbragðsáætlanir sínar eru: Rio Tinto á Íslandi, MS, Myllan/ISAM og Þúsund fjalir.

Fundurinn er ætlaður fyrirtækjum til upplýsinga og leiðbeininga um með hvaða hætti hægt er að vernda starfsfólk, framleiðslu og starfsemi almennt fyrir COVID-19.

Á fundinum verður einnig fulltrúi frá vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sem svarar spurningum er tengjast starfsmannamálum.

Áhrifa COVID-19 á samfélagið gætir víða og þar á meðal á fyrirtæki sem eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við að vernda starfsfólk og starfsemi þeirra. Starfsemi margra fyrirtækja er á þann hátt að ekki er hægt að bjóða starfsmönnum að vinna í fjarvinnu, t.d. í framleiðslufyrirtækjum, og hafa því mörg fyrirtæki komið sér upp viðbragðsáætlun til að draga úr líkum á að loka þurfi framleiðslu eða annarri starfsemi.

16. mars 2020
FRESTAР

Kl. 9:00-11:00

Kynning á niðurstöðum samnorrænu könnunarinnar.

Staðsetning:
Tími: 

Hvernig erum við á Íslandi að standa okkur í að aðlagast þeim breytingum sem vinnumarkaðurinn hefur verið að ganga í gegnum á undanförnum árum samanborið við hin Norðurlöndin.
HR ráðgjafarnir Morten Sars og Ingvild Johnson frá Ernst & Young AS koma til Íslands og kynna fyrir okkur niðurstöður samnorrænu könnunarinnar sem við tókum öll þátt i og liggja nú fyrir:
Í könnuninni var “aðlögunarhæfni fyrirtækja” (e. organizational Adaptability) skoðuð og tilgangurinn með rannsókninni var að skoða hversu vel norrænum fyrirtækjum hefur tekist að aðlagast breytingum á vinnumarkaði á undanförnum árum.

 

 

26. mars 2020
FRESTAÐ

Kl. 12:30-16:30

“Stefnumótunar”vinnufundur Mannauðs.

Staðsetning:
Tími:

Ný stefnumótun Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Á fundinum munum við leitast við að skoða hvernig til hefur tekist  frá síðustu stefnumótun 2017, hver stefna félagsins á að vera næstu 3 árin sem og einng það “virði” sem félagsmenn telja mikilvægt að þeir séu að fá út úr því að vera í félaginu.

 

 

Liðnir viðburðir

11. mars 2020

Kl. 8:30-12:30

FELLT NIÐUR!
Being an engagement rebel – Vinnustofa með Debru Corey.

Staðsetning: Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, Reykjavík.
Tími: 8:30-12:30
Verð: 45.000 krónur.

This workshop will give attendees a deep dive into The Engagement Bridge™ and the employee engagement strategies used by the world’s leading organizations.

Debra will explain how you can start a bridge building project at your organization in order to give you the competitive advantage, covering the following:

 • Discover the impact an engaged workforce can have at your company.
 • Learn how to be an engagement ‘rebel’, challenging the status quo, and helping you stand out as a great place to work.
 • Hear real-life stories of what rebels have done around the world in a variety of engagement areas.
 • Get tips to help you go back and immediately make a difference at your company.
 • Get a copy of my best-selling book, ​Build it: The Rebel Playbook for Employee Engagement​.

 

 

 

11. mars 2020

Kl. 13:00-14:30

FELLT NIÐUR!
Building a recognition pyramid.  Masterclass með Debru Corey.

Staðsetning:  Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, Reykjavík.
Tími: 13:00-14:30
Verð: 17.000 krónur.

This masterclass will introduce attendees to the concept of a recognition pyramid, a tool and approach that will help you develop and deliver recognition programmes to effectively motivate and reward your workforce.

Debra will cover the following:

 • The importance of recognition to your business and to your workforce.
 • How you can develop a recognition pyramid.
 • Trends in continuous, multi-directional recognition and its importance for a multi-generational workforce.
 • Hear real-life stories of what leading companies have done to use recognition to increase employee engagement and improve business results.

 

 

10. mars 2020

Kl. 10:00-11:30

FELLT NIÐUR!
How to get value and drive profit with your company values?

Masterclass með Debru Corey.

Staðsetning: Orkuveita Reykjavík, Bæjarahálsi 1, 110 Reykjavík.
Tími: 10:00-11:30
Verð: 9.900 krónur.

This masterclass will provide attendees with strategies, solutions and best practices for discovering and ‘bringing your values out to play’ to ensure your company values drive the behaviours and actions your business requires.

Debra will cover the following:

 • The importance of values to your business and to your workforce.
 • Learn the seven steps for discovering your values – either for the first time or to ensure that what you currently have is ‘right’.
 • Learn how to bring your values out to play at key employee experience touchpoints – hiring, onboarding, recognition, performance management.
 • Learn how to keep your values alive in different ways.
 • Hear real-life stories of what leading companies have done to discover and bring their values out to play.

 

 

10. mars 2020

Kl. 13:00-14:30

FELLT NIÐUR!
Communicating with IMPACT.

Masterclass með Debru Corey.

Staðsetning: Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.
Tími: 13:00-14:30
Verð: 17.000 krónur.

This masterclass will introduce attendees to the IMPACT™ communication model, an approach that will help you communicate effectively with your workforce to create impact and action.

Debra will cover the following:

 • The importance of communication to your business and to your workforce.
 • How you can develop your communications strategy and approach.
 • How to follow the six-step IMPACT communication model to deliver your communication messages effectively.
 • How you can communicate to a diverse workforce.
 • Hear real-life stories of what companies have done to achieve their communication objectives.

6. febrúar 2020

Kl. 16:00 - 19:00

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Staðsetning: Tilkynnt síðar.
Tími: 16:00 – 18:00.

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar.
Ársreikningur 2018.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.

Í lok aðalfundar verður boðið verður upp á veitingar og félagsmenn fá tækifæri til að styrkja tengslin og mynda ný.

 

14. janúar 2020

Kl. 9:00-10:30

Vangaveltur um “Nýjustu TREND” í mannauðsmálum í heiminum!

Staðsetning: Tilkynnt síðar.
Tími: 9:00-10:30.

Sífelldar breytingar á vinnumarkaði virðast vera orðið “NORMAL ÁSTAND” og því mjög mikilvægt að mannauðsfólk fylgist mjög vel með og hafi í verkfærakistunni nýjustu tól og tæki til að stýra mannauðsmálum fyrirtækja og styðja vel við stjórnendur.

Elín Gränz mannauðsstjóri Hörpu og félagsmaður ætlar að taka saman og kynna fyrir okkur það nýjasta sem þekktir fræðimenn eru skrifa um þessi mál þessa dagana.

Eftir kynningu Elínar verður smá hugarflugsvinna á hverju borði með það í huga að fá fleiri sjónarhorn og hugmyndir í tengslum við viðfangsefnið.

 

 

 

4. desember 2019

Kl. 9:00-10:30

Stytting vinnuvikunnar

Staðsetning: Origo, Borgartúni 37, Reykjavík.
Tími: 9:00-10:30.

Undanfarna mánuði hafa íslensk fyrirtæki verið að vinna að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í samræmi við lífskjarasamninginn. Í samningum var fyrirtækjum látið í té að útfæra styttinguna hvert fyrir sig og á þessum fundi ætlum við að heyra hvernig fyrirtæki eins og Festi, Icelandair, Landsbankinn og Origo útfærðu styttinguna hjá sér. Hugmyndin er að framsögurnar séu stuttar og að tíminn nýtist í umræður um mismunandi útfærslur og næstu skref.

Fundurinn verður haldinn hjá Origo í Borgartúni 37 og hefst kl. 9:00 og stendur til 10:30.

 

 

 

21. nóvember 2019

Kl. 15:30-18:00

Ölgerðin býður í heimsókn og JÓLAGLEÐI félagsins.

Staðsetning: Ölgerðin, Grjóthálsi 7-11, Reykjavík
Tími: 15:30 – 18:00.

Hvernig gerum við í Ölgerðinni?

Júlíus Steinn Kristjánsson mannauðsstjóri og Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir fræðslustjóri segja frá því hvernig þau vinna mannauðsmálin hjá sér og munu m.a. fara yfir fræðsluáætlunina sína,  starfaskipti, endurgreiðslur frá Áttunni og fleira áhugavert.

JÓLAGLEÐIN tekur svo við þar sem boðið verður upp á nýbruggaðan jólabjór og glæsilegar veitingar.
Hver veit nema jólasveinninn kíki í heimsókn í lokin!

 

22. október 2019

Kl. 8:30-11:00

Hvernig á að hanna og miðla rafrænu fræðsluefni?

Staðsetning: Grand Hótel – Reykjavík.
Tími: 8:30-11:00.
Námskeiðið er í boði Mannauðs – fyrir félagsmenn.

Hvernig á að hanna og miðla rafrænu fræðsluefni?

Ertu búinn að fjárfesta í námsumsjónarkerfi, eða á leiðinni að gera það? Ertu ekki alveg viss hvað þú eigir að setja inn í kerfið? Langar þig að vita meira um hönnun námskeiða? Ef svörin við þessum spurningum eru já, þá áttu erindi á næsta fræðslufund Mannauðs.

Dagskráin er þrískipt og hefst með fyrirlestri þar sem farið verður yfir meginþætti við gerð rafræns fræðsluefnis. Fjallað verður um hvernig við veljum efni og hæfniviðmið. Hvernig við fáum fólkið með okkur og hvaða áhrif hvatning hefur á árangur. Farið verður yfir leiðir er varða framsetningu og síðast en ekki síst aðferðir við hönnun á innihaldi.

Fyrirlesara eru þær Árný Elíasdóttir og Birna Kristrún Halldórsdóttir frá Attentus.

Að fyrirlestrinum loknum verða hópverkefni þar sem að þátttakendur vinna saman drög að hönnunarplani fyrir rafrænt efni.

Að lokum mun fræðsluteymi Isavia opna bakpokann sinn og miðla af reynslu sinni við gerð rafrænna námskeiða. Markmiðið er að þátttakendur fari heim með þekkingu og verkfæri sem veita þeim meira öryggi til að byrja að hanna rafræn námskeið.

 

 

4. október 2019

9:00-17:00

Mannauðsdagurinn

Staðsetning: Silfurberg, Harpa

Mannauðsdagurinn 2019

Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni hér á landi. Árið 2019 sóttu ráðstefnuna á fimmta hundrað manns.

Nánari upplýsingar og aðgöngumiðakaup eru á www.mannaudsfolk.is

 

 

 

21. maí 2019

09:30

Siðferði og líðan á íslenskum vinnumarkaði í kjölfar #metoo

Staðsetning: Grand hótel Reykjavík

#Metoo og hvað svo? Hvað segja nýjustu kannanir um stöðuna hér á landi?
Hvernig getur Siðferðisgáttin stutt við faglega úrvinnslu erfiðra mála?

Hagvangur og Zenter rannsóknir, í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, boða til morgunverðarfundar þann 21.maí kl. 8:30-10:00 á Grand hótel.

 

 

 

6. maí 2019

10:00-11:00.

Lífskjarasamningar – umræður.

Staðsetning: Origo, Borgartúni 37, Reykjavík.

Umræður um lífskjarasamninga

Félagið boðar til félagsfundar um nýja lífskjarasamninga þar sem rætt verður sérstaklega um útfærslur á ákvæði um styttingu vinnuvikunnar.

Á fundinn mæta fulltrúarnir Halldór Benjamín Þorbergsson og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.

 

 

 

2. maí 2019

11:30 - 13:00

Sáttamiðlun – verkfæri mannauðsstjórans

Staðsetning: Bókasafn Kópavogs

Sáttamiðlun: Verkfæri mannauðsstjóra

Á fundinum verður farið yfir eftirfarandi:

 • Hvernig nýtist sáttamiðlun sem verkfæri fyrir mannauðsstjóra?
 • Kostir þess að innleiða sáttamiðlun í ferla fyrirtækja
 • Notkun sáttamiðlunar á vinnustöðum – fyrst og fremst í höndum mannauðsstjóra?
 • Frekari fræðsla um sáttamiðlun, hvar er hægt að læra meira?
 • Spurningar og umræður

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. kynnir sáttamiðlun sem verkfæri fyrir mannauðsstjóra á hádegisfundi þann 2. maí 2019 frá 11:30-12:45

Hvar: Bókasafn Kópavogs, salur á 1. hæð.

 

 

29. mars 2019

8:30-10:00

Þróun fræðslu innan fyrirtækja

Staðsetning: Grand Hótel

Fræðslunefnd Mannauðs og Íslandshótel bjóða til morgunverðarfundar.
Á fundinum mun Stefán Karl Snorrason hjá Íslandshótelum fjalla um uppbyggingu fræðslu og mannauðsmála hjá hótelkeðjunni.
Að því loknu munum við að efna til markvissra umræðna á borðum um helstu áskoranir sem fræðslu- og mannauðsstjórar standa frammi fyrir varðandi fræðslu í fyrirtækjum.

 

19. mars 2019

11:30-13:00

Bylting í stjórnun!   Hamingja@vinnustað

Staðsetning: Bryggjan Brugghús Veitingahús.  Grandagarði 8, 101 Reykjavík.

Í nútíma samfélagi er umhverfið í kringum okkur að þróast og breytast mjög hratt og í því felst mikil áskorun fyrir fyrirtæki.
Hvernig gengur þínu fyrirtæki að bregðast við breyttu umhverfi?
Er fókus á mannauðinn og menningu fyrirtækisins til ná árangri?
Er hamingja á vinnustaðnum eða mikið álag og streita?

Á fundinum verður kynnt ný stjórnunaraðferð sem hefur það að leiðarljósi að skapa sveigjanlegri og meira skapandi vinnustað.

Fyrirlesarar: Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir, Manino.

28. febrúar 2019

17:00 - 18:30

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi

Staðsetning: SÝN / VODAFONE við Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík.

Aðalfundur Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Dagskrá:
Skýrsla stjórnar.
Ársreikningur 2018.
Lagabreytingar.
Stjórnarkjör.
Önnur mál.

6. febrúar 2019

08:30 - 10:00

Bætt samskipti á vinnustað – Samskiptasáttmáli Landspítalans

Staðsetning: Landspítalinn við Hringbraut (Hringsal Barnaspítala Hringsins).

Á fundinum verður fjallað um samskipti á vinnustað, hvaða máli þau skipta fyrir árangur og líðan í starfi, og þá vegferð sem Landspítali hefur verið á frá upphafi árs 2018, með þróun og innleiðingu samskiptasáttmála innan spítalans. Í lok fundar gefst góður tími fyrir umræður félagsmanna um þróun samskipta á vinnustöðum og hvað mannauðsfólk getur gert til að bæta samskipti, með formlegum og óformlegum leiðum.

18. janúar 2019

08:30 - 10:30

Pælingar um TREND og áherslur í mannauðsmálum árið 2019!

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica Hótel við Suðurlandsbraut.

Miklar breytingar virðast vera framundan á vinnumarkaði og nýjustu fræðin segja að sú hæfni og þekking sem við búum yfir í dag verði orðin úrelt 2030.
Á þessum breytingatímum þarf mannauðsfólk að vera vel vakandi og fylgjast mjög vel með því nýjasta hverju sinni sem og þeim tækjum og tólum sem í boði eru.

Herdís Pála Pálsdóttir mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, ætlar að kynna fyrir okkur það nýjasta sem þekktir fræðimenn eru skrifa um þessi mál þessa dagana.
Eftir kynningu Herdísar verður smá hugarflugsvinna á hverju borði með það í huga að fá fleiri sjónarhorn og hugmyndir í tengslum við viðfangsefnið

14. nóvember 2018

08:30 - 11:00

Stafrænt námsefni fyrir starfsmenn fyrirtækja

Staðsetning: Iðan fræðslusetur

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru um þessar mundir annað hvort að íhuga eða jafnvel langt komin með innleiðingu á fjarnámsumhverfi. Fræðsluhópur Mannauðs og Iðan, fræðslusetur boða til fundar þar sem fjallað verður um þetta.

6. desember 2018

17:00 - 19:00

Jólagleði Mannauðs 2018 – mannauðsmál í fjölmiðlum

Staðsetning: Kaffi Nauthóll, Nauthólsvík

Árlegur jólafögnuður Mannauðs fer fram fimmtudaginn 6. desember. Á fundinum verður fjallað um aðstöðumun á starfsfólki og fyrirtækjum (mannauðsstjórum) þegar málefni eins og uppsagnir starfsmanna eru umfjöllunarefni fjölmiðla.

14. nóvember 2018

08:30 - 11:00

Stafrænt námsefni fyrir starfsmenn fyrirtækja

Staðsetning: Iðan fræðslusetur

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru um þessar mundir annað hvort að íhuga eða jafnvel langt komin með innleiðingu á fjarnámsumhverfi. Fræðsluhópur Mannauðs og Iðan, fræðslusetur boða til fundar þar sem fjallað verður um þetta.

9. október 2018

08:30 - 10:00

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi

Staðsetning: Grand hótel

Kynning á lífeyrissjóðakerfinu á Íslandi sem slíku en einnig fræðsla um það að sjóðirnir eru ólíkir, sumir opnir aðrir lokaðir, og fyrir hvað þeir standa.

25. október

08:30 - 10:00

Kulnun í starfi, hverjar eru orsakir og afleiðingarnar?

Staðsetning: Virk, starfsendurhæfing

Ertu komin(n) í þrot?   Fyrirlestur um KULNUN.

Linda Bára Lýðsdóttir, sálffræðingur og sviðsstjóri hjá VIRK mun fjalla um fyrirbærið kulnun (burn-out), segja frá þróun kulnunar og reyna að svara fjölmörgum spurningum sem vakna þegar rætt er um kulnun eins og:
-Hvað er kulnun?
-Er kulnun til eða er þetta ekki bara birtingarmynd á einhverju öðru?
-Vitum við hver staða mála er hér á Íslandi varðandi algengi kulnunar?
-Afhverju telja sumir sig finna fyrir kulnun og ekki aðrir?
-Eru frekar konur sem finna fyrir kulnun?
-Hvað veldur kulnun?
-Er kulnun í tísku?

6. september 2018

08:30 - 10:00

Vegferð Orkuveitu Reykjavíkur í Jafnréttismálum

Staðsetning: OR, Bæjarhálsi 1

Stjórnendur og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur bjóða félagsmönnum til sín í heimsókn og ætla að miðla af reynslu sinni af vinnu þeirra með  jafnréttismálin.  Einnig ætla þau að segja okkur frá því hvernig vinna með gögn studdi vegferðina, hvað gekk vel, hvað þau ráku sig á og hvað mátti betur fara.

31. maí 2018

15:00 - 17:00

Eru allir að róa í sömu átt?

Staðsetning: Gamla bíó

Sameiginlegur viðburður Mannauðs og Ímarks.

Hvernig vinna mannauðs- og markaðsdeildir saman að því að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi sem skilar árangri?

15. maí 2018

08:30 - 10:00

Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 – ferlið hjá Virk

Staðsetning: Virk, Guðríðartúni

Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðs hjá VIRK og fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunkerfið segir frá reynslu sinni af vottunarferlinu.  VIRK fór í lokaúttekt þann 6. apríl sl. og fékk þá umsögn frá vottunarstofu að mælt væri með að VIRK myndi öðlast vottun og að engin frábrigði hefðu fundist.

17. apríl 2018

15:00 - 17:00

Ekki bíða þar til þeir eru farnir?

Staðsetning: Verkís, Ofanleiti 1

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.