Heiti félagsins
Félagið heitir Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi. Félagið er fagfélag þeirra sem starfa við mannauðsmál í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Heimili og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæði tekur til alls landsins.
Hlutverk félagsins
Að efla fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs, standa vörð um hagsmuni félagsmanna og auka samvinnu þeirra á milli.
Skilyrði fyrir inngöngu
Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þau fengið sem:
-starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi
-sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu
-eru með menntun og/eða reynslu í mannauðsstjórnun eða tengdum greinum
-eru háskólanemar í mannauðsstjórnun eða tengdum greinum
-starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi
-sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu
-eru með menntun og/eða reynslu í mannauðsstjórnun eða tengdum greinum
-eru háskólanemar í mannauðsstjórnun eða tengdum greinum
Sérstaka heiðursaðild fær félagsfólk sem lokið hefur störfum á vinnumarki sökum aldurs.
Heiðursfélagar og háskólanemar í fullu námi greiða ekki félagsgjald.
Aðalfundur
Aðalfund skal halda fyrir lok febrúar ár hvert. Skal hann auglýstur á heimasíðu félagsins og boðaður með tölvupósti á netfang félagsfólks. Fundarboð skulu send með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta miðað við dagsetningu tölvupósts. Tillögur um lagabreytingar skulu fylgja aðalfundarboði. Aðalfundur er lögmætur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað. Kosningar til trúnaðarstarfa og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar skulu vera leynilegar komi fram um það tillaga með tveimur meðmælendum. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá: 1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um störf á liðnu ári. 2. Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar. 3. Árgjald ákveðið til eins árs. 4. Lagabreytingar. 5. Stjórnarkjör. 6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga. 7. Umræður um verkefni og áherslur næsta árs. 8. Önnur mál.
Félagsstjórn
Heildarfjöldi stjórnarmanna skal vera 6 að formanni meðtöldum. Annað árið skal kjósa um 2 stjórnarmeðlimi og formann.
Hitt árið skal kjósa um 3 stjórnarmeðlimi.
Kjósa skal formann og stjórnarmeðlimi til tveggja ára í senn. Formaður skal sitja að hámarki í 2 kjörtímabil (4 ár).
Hámarkstími í stjórn er þrjú kjörtímabil (6 ár) hjá öllum meðlimum stjórnar.
Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórn skal kjósa sér varaformann.
Hitt árið skal kjósa um 3 stjórnarmeðlimi.
Kjósa skal formann og stjórnarmeðlimi til tveggja ára í senn. Formaður skal sitja að hámarki í 2 kjörtímabil (4 ár).
Hámarkstími í stjórn er þrjú kjörtímabil (6 ár) hjá öllum meðlimum stjórnar.
Einfaldur meirihluti ræður kjöri.
Stjórn skal kjósa sér varaformann.
Skyldur félagsmanna
- Félagar skulu fara að lögum félagsins, reglum og siðareglum, svo og ákvörðunum félagsfunda.
- Hafi félagi ekki greitt árgjald til félagsins í eitt ár án gildra ástæðna, sem hann gerir félaginu grein fyrir, telst hann ekki lengur félagi, enda hafi hann áður verið krafinn um greiðslu.
- Þeir einir eiga rétt til setu á fundum félagsins sem skuldlausir eru við það. Aðrir hafa ekki rétt til setu á fundum eða áhrifa á ákvarðanatöku. Á félagsfundi geta 2/3 atkvæðisbærra fundargesta vikið manni úr félaginu, hafi hann brotið lög þess eða siðareglur. Taka má brottrekinn félaga í félagið á ný að tveim árum liðnum, ef 2/3 atkvæðisbærra fundargesta á félagsfundi eru því meðmæltir.
Félagsslit
Slíta má félaginu á fundi, sem hefur verið til þess boðaður sérstaklega að ósk 2/3 hluta félagsfólks, enda sæki 2/3 hlutar atkvæðisbærra félaga fundinn. Eignir félagsins skulu þá renna til góðgerðamála sem stjórn ákveður
Lagabreytingar
Lögum félagsins má því aðeins breyta að 2/3 atkvæðisbærra fundargesta greiði því atkvæði á lögmætum aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu kynntar sérstaklega í aðalfundarboði.
Árgjald
Árgjald skal ákveðið af aðalfundi félagsins ár hvert. Því skal varið til reksturs félagsins í þágu félagsfólks. Árgjald hvers félaga er 18.500 krónur.