Skip to main content

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2024 er nú haldinn í fimmta sinn út um allan heim.
Dagurinn sjálfur er alltaf 20. maí ár hvert en þar sem daginn ber upp á „rauðan dag“ í ár höldum við upp á daginn 16. maí.

Í ár tileinkum við Alþjóðlega mannauðsdaginn fjölbreytileikanum og fögnum öllu því góða sem innflytjendur hafa fært okkur. Fyrir samfélag á eyju í norður Atlantshafi þurfum við strauma nýsköpunar til að viðhalda bestu mögulegum lífsgæðum.

Til Íslands hafa flutt þúsundir einstaklinga með hugmyndir og eldmóð til að koma þeim í framkvæmd. Fyrir vikið er Ísland fjölbreyttara og betra. Fögnum fjölbreytileikanum og þeim ávinningi sem hann hefur fært okkur.

Hér fyrir neðar á síðunni eru sögur frá nokkrum þeirra sem hafa gert Ísland enn betra.

EAPM sem við á Íslandi erum hluti af leggur áherslu á framtíðina og  vinnur með „slagorðið“ Shaping the new future / Mótum nýju framtíðina.
Framtíðin er á fleygiferð og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.
Hér erum við að tala um tæknibreytingar, gervigreindina, nýrja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstaðu og skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskipum.

Dagskrá Alþjóðlega Mannauðsdagsins 2024 dagana 14. og 16. maí

Rafræn ráðstefna EAPM / Evrópsku mannauðssamtakanna.

14. maí 2024

Klukkan 9:00-11:00

Skráning á viðburð

Rafræn ráðstefna Mannauðs á TEAMS um „FJÖLBREYTILEIKA á vinnumarkaði“ í tilefni Alþjóðlega Mannauðsdagsins.

16. maí 2024

Klukkan 9:00-10:15

Skráning á viðburð

Tengslamyndunarpartý og Alþjóðlegi Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlegur.

16. maí 2024

Klukkan 17:00-19:00

Borgartún 23, 3ja hæð, Reykjavík.  Í húsnæði Akademias.

Skráning á viðburð

Við fögnum fjölbreytileikanum og fögnum öllu því góða sem innflytjendur hafa fært okkur.
Til að viðhalda bestu mögulegum lífgæðum þurfum við ný sjónarhorn og nýja strauma nýsköpunar.
Hugmyndir þeirra og eldmóður hefur bætt íslenskt samfélag og gert okkur að betri og hæfari einstaklingum.  Hér kom nokkrar sögur frá innflytjendum sem hafa gert Ísland ennþá betra.

Sigrún Kjartansdóttir

Framkvæmdastjóri
Mannauður

Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.
Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.

Sigrún Kjartansdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauður

Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég starfa hjá

Sigrún Kjartansdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauður

Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég starfa hjá

Sigrún Kjartansdóttir

Framkvæmdastjóri Mannauður

Ég kem frá Austurríki og hef starfað á Íslandi í 10 ár.  Ég starfa hjá

Áskorun EAPM til allra aðildarfélaga, fyrirtækja þeirra og starfsmanna til að láta gott af sér leiða, taka þátt í skemmtilegum leik og auka daglega hreyfingu og vellíðan starfsmanna.

EAPM sem Mannauður er hluti af hefur gert samstarfssamning við WALK15# og býðst öllum aðilum félaganna FRÍR aðgangur að WALK15# appinu fram á haust.  EAPM og aðildarfélögin eru að ýta úr vör „gönguátaki“ meðal félagsmanna í tengslum við Alþjóðlega Mannauðsdaginn.  Við munum safna „heildarskrefum“, hvert land getur safnað „heildarskrefum“ og hvert fyrirtæki innan hvers lands getur safnar „heildarskrefum“.
Við á Íslandi förum af stað með KEPPNI milli fyrirtækja sem hefst 16. maí og líkur í enda september.
Úrslit keppninnar verða svo tilkynnt á Mannauðsdaginn 4. október 2024.

Samstarfsaðilar Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi í tengslum við Alþjóðlega mannauðsdaginn 2024 þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og ljósið sett á aðferðir, tæki eða tól sem styrkt geta inngildingu innflytjanda inn í íslenskt samfélag enn frekar.

Mannauður og Alda hafa hafið samstarf um að mæla inngildingu á íslenskum vinnustöðum. Öllum aðildarfélögum Mannauðs er boðið að taka þátt í inngildingarkönnuninni án endurgjalds.  Könnunin mælir upplifun starfsfólks af vinnustaðamenningu og sérstaklega hvernig upplifanir dreifast eftir ólíkum félagshópum t.d. eftir kyni, uppruna, kynþætti, fötlun o.s.frv.  Úr könnuninni munu Alda og Mannauður gefa út inngildingarvísitölu fyrir Íslands sem fyrirtæki og stofnanir geta borið sig saman við til að meta inngildinguna hjá sér.  Inngildingarvísitalan fyrir Ísland verður kynnt á Mannauðsdeginum 4. október 2024 í Hörpu.
Til að skrá ykkar fyrirtæki eða stofnun til þátttöku, sendið póst á inngilding@alda.co

Bara tala er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni.  Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geta notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska er töluð.
Í dag vinna tæplega 52.000 innflytjendur á Íslandi og eru þeir 22,5% starfandi fólks hérlendis.
Með Bara tala appinu má þróa talfærnina frekar en lestur og ritun með ríka áherslu á málfræði sem fyrst og fremst hefur verið notað.  Talfærnin er talin fyrsta skrefið í tungumálanámi, en talfærnin skiptir sköpum til að aðlagast samfélaginu og byggja upp sjálfstraust.