Mannauðsdagurinn, sem fyrst var haldinn árið 2011, hefur vaxið og dafnað með hverju ári og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi.  Árið 2019 sóttu ráðstefnuna um fimm hundruð gestir.

Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um framsækna mannauðsstjórnun og hvernig hún er lykilinn að breyttri framtíð.  Með nýrri kynslóð inn á vinnumarkaðinn, miklum og hröðum tæknibreytingum og COVID stendur mannauðsfólk núna frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri.
Fáðu þá fersku innsýn og stóru hugmyndir sem þú þarft til að halda vinnustaðnum þínum samkeppnishæfum.  Bættu nýrri þekkingu og aðferðum í verkfærakistuna til að geta enn betur tekist á við helstu áskoranir og tækifæri sem mannauðsfólk, mannauðsstjórar og aðrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum standa frammi fyrir.
Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál og stjórnun.

ATHUGIÐ – ný dagsetning.
8. október 2021

Miðaverð

Almennt verð: 39.000 krónur

Félagsmenn Mannauðs*: 32.000 krónur

*Afslátturinn gildir um þá sem hafa greitt félagsgjöldin 2021

08:30 - 09:00 Morgunverður

Ávarp formanns og setning Mannauðsdagsins

Mannauður, félags mannauðsfólks á Íslandi hefur vaxið ört undanfarin ár og eru félagar nú rúmlega 400 talsins.  Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs, fer stuttlega yfir starfsemina, hvað sé framundan og hvað hefur áunnist á síðustu misserum ásamt því að setja ráðstefnuna.

Ásdís Eir Símonardóttir

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi og mannauðssérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Ásdís Eir Símonardóttir var kosin formaður Mannauðs á aðalfundi félagsins í febrúar 2020, en þá hafði hún setið í stjórn félagsins í eitt ár.
Ásdís Eir starfar í dag sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er með MS-gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í sálfræði frá sama skóla.
Ásdís Eir hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 og hefur frá þeim tíma sinnt mannauðsráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda OR og dótturfélaganna Orku náttúrunnar og Carbfix. Áður starfaði Ásdís sem sérfræðingur á mannauðssviði Tollstjóra.

Fundarstjóri

Margrét er okkur flestum kunnug fyrir störf sín í félagsmálum atvinnulífsins.  Hún er núverandi varaformaður Viðskiptaráðs og situr í framkvæmdastjórn samtakanna.  Hún hefur starfað sem varaformaður Samtaka atvinnulífsins,  formaður Samtaka verslunar og þjónustu, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu og varaformaður Félags íslenskra stórkaupmanna.
Samhliða þessum störfum hefur hún setið í stjórnum þessara félaga sem og í öðrum stjórnum eins og stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, en situr í dag í stjórn Kringlunnar, BL og Bankasýslu ríkisins.

 

Samhliða þessum störfum hefur hún setið í stjórnum þessara félaga sem og í öðrum stjórnum eins og stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, stjórn Flugstoða og fleiri fyrirtækja.  Hún hefur einnig starfað í JC hreyfingunni á Íslandi.  Margrét stýrir Mannauðsdeginum í ár.

Margrét Kristmannsdóttir

Framkvæmdastjóri Pfaff

Margrét er í dag starfandi framkvæmdastjóri Pfaff og hefur verið það frá árinu 1994. Hún er í dag varaformaður Viðskiptaráð og situr einnig í framkvæmdatjórn samtakanna. Hún var varaformaður Samtaka Atvinnulífsins árin 2013-2015 og situr í framkvæmdastjórn samtakanna. Margrét var formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu árin 2009-2014, formaður FKA - Félag kvenna í atvinnurekstri 2005-2009 og varaformaður FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna og í stjórn félagsins 1999-2008.

Lykilatriði árangursríkrar teymisvinnu

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra

Víðir er öllum landsmönnum kunnur og hefur staðið sig einstaklega vel í baráttunni við COVID ásamt þeim Ölmu og Þórólfi eða Þríeykinu svokallaða.  Hann hefur sýnt það og sannað hveru hæfur og reynslumikill hann er í teymisvinnu  og einnig sem yfirlögregluþjónn í öðrum löggæsluverkefnum.  Einnig hefur Víðir starfað sem öryggisstjóri KSÍ í ferðum landsliðanna. Víðir mun fjalla um lykilatriði árangursríkrar teymisvinnu og gefa okkur góð ráð byggð á reynslu sinni.

Víðir Reynisson

Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er einn af "þríeykinu" sem hefur leitt starf almannavarna gegn COVID síðustu mánuði. Hann starfar hjá Ríkislögreglustjóra og hefur einnig starfað sem öryggistjóri KSÍ á ferðum þeirra út um allan heim.

Heilbrigður mannauður á umbrotatímum

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Vorið 2018 sögðu margir stjórnendur upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, starfsandinn var vondur, starfsemin hálflömuð og ráðherra sagði stöðuna krefjandi. Þegar fjölmiðlar sögðu að skálmöld væri á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, var ekki verið að tala um að hljómsveitina.

Síðan þá hefur starfsandi, starfsánægja og ímynd tekið stór framfaraskref. Samskipti hafa aukist og batnað. Skipuriti hefur verið breytt. Stofnunin stóð af sér harkalegt áhlaup kórónaveirunnar. Í erindinu fjallar Gylfi Ólafsson, sem verið hefur forstjóri frá júlí 2018 um það hvað gerst hefur síðustu tvö árin, hvað hefur gengið vel, hvað hefur gengið síður og hvað skýrir stórt stökkið í könnuninni um stofnun ársins.

Gylfi Ólafsson

Forstjóri Heilbrigðisstofunar Vestfjarða

Gylfi er með doktorsgráðu í heilsuhagfræði frá Karolinska-stofnuninni í Stokkhólmi. Hann var skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í júlí 2018, en var þar áður meðal annars aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, háskólakennari og sjálfstæður ráðgjafi í heilsuhagfræði í Reykjavík og Stokkhólmi.

Designing work for wellbeing

William Gosling, Human Capital Practice Leader and Partner at Deloitte, UK

Wellbeing has emerged as a focus for HR in recent years and yet much of what has been implemented by organisations has been focused on physical rather than mental wellbeing and is offered as a benefit or perk – for example provision of an on site gym. As we face into a post-C19 world, the increasing pressures of work and the acceleration of technology, mental and physical wellbeing are a becoming a strategic business priority. William will present what the future might look like and what organisations are doing now to design wellbeing into work itself.

William Gosling

Human Capital Practive Leader and Partner at Deloitte UK.

Will is a Human Capital Partner with 25 years of experience in helping clients transform their business impact through their people. He leads Deloitte’s Human Capital Consulting practice in the UK and specialises in the Technology, Media and Telecoms sector. He is a regular commentator on Human Capital issues in the press.

10:30-11:00 Kaffihlé

The Courage of Speaking Up: Increasing your Impact, Profile and Influence

Ann Pickering, Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and former CHRO and Chief of Staff of O2 UK Ltd. (Telefonica UK)

In our context of sustained political and economic uncertainty, the people profession must become the custodian of good work and ethical decisions – it has never been more important to raise our voices, influence our businesses and uphold positive people practices.

Doing so requires building trust, strong relationships and influencing skills – while finding the courage to stand for what’s right.

Join this inspirational talk by one of the UK’s most influential in HR to get inspired to:

  • enhance your profile to build trust, create strong relationships and influence decisions
  • increase your impact to uphold positive people practice while driving business success
  • stand up for what’s right and get buy-in by articulating the business benefits

Ann Pickering

Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and Former CHRO and Chief of Staff, O2 (Telefonica UK)

Ann Pickering is a Chartered Fellow of the Institute of Personnel Development and is the CHRO & Chief of Staff of O2 UK Ltd. She manages a team of 130 who provide HR services to the 6500 O2 employees in the UK.
After gaining a degree in English, Ann began her career with Marks & Spencer, joining their Graduate Programme specialising in HR. She went on to hold variety of HR roles in different lines of business at an American investment company, and an international business technology services group operating in the UK, Europe, India and USA. Here, she was responsible for creating and implementing key strategic developments from an HR perspective in both the UK and abroad.
Ann’s expertise in human resources, together with a strong background in technology, brought her to O2 in March 2004. Since joining O2 she has been voted top 5 ‘Most Influential HR Director’ for the last 3 consecutive years (voted number 1 in 2018).
In 2019 Ann was recognised in the HERoes global top 50 Women Role Model list which recognized women who are leading by example and driving change to increase gender diversity in the workplace.
Outside O2, Ann is a Trustee of Breast Cancer Now and Trustee of ‘Step up to Serve’ a charity established by HRH Prince Charles in 2013 to make social action part of life for 10-20 year olds by the year 2020.
She now lives in Worcester and is married with two adult sons.

Beyond Diversity - Inclusion that drives higher business performance

Simon Linares, former Group HR Director at Direct Line, UK. 

How do you move form a traditional approach to diversity, to one that can include all colleagues and drive increased business performance. In this session Simon will share some of the learnings from the 5-year journey that Direct Line undertook to transform from a division of a Bank into a high performing FTSE 100 company, that was recognised as one of Top 3 Best Companies to Work for in the UK.

Simon Linares

Former Group HRD at Direct Line Group and before that Group HR Director for O2, and then Telefonica Digital Global.

Simon joined the Board of The Nottingham Building Society in 2019 as a Non-executive Director and member of the Risk and Remuneration committees. Nottingham Building Society is the eighth largest Building Society in the UK, with assets of over £4bn, and regulated by the PRA.
He has extensive international experience in senior commercial and HR roles across multiple sectors including Consumer Goods, Telecommunications, Financial Services and a range of Digital businesses.
His most recent Executive position was Group HR Director at Direct Line, A FTSE 100 Company where he led the HR, Communications, Public affairs and CSR strategies during almost six years until April 2020.
In the 20 years prior to Direct Line, Simon headed up Human Resources for O2 across Europe, Telefonica's global digital businesses and held a number of international HR roles at Diageo, covering different geographies and cultures across the globe. He directly led HR operations in Africa and Europe.
Simon is Trustee and Chair of the Nominations Committee of Kids Out, a national charity that supports children in refuge homes. I
Simon is a Fellow of the Chartered Institute of Personnel Development and in 2018 he was ranked amongst the top five most influential HR practitioners in the UK.

12:20 - 13:20 Matarhlé

Reynslusögur úr jafnréttisparadís

Reynslusögur tengdar fjölbreytileika  á vinnumarkaði undir stjórn Sóleyjar Tómasdóttur

Achie Afrikana
Silja Björk Björnsdóttir
Friðrik Agni Árnason
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir

Sóley Tómasdóttir

Kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi hjá JUST Consulting

Sóley hefur áratuga reynslu af störfum í þágu jafnréttis og fjölbreytileika. Hún hefur unnið með grasrótarsamtökum, stjórnmálaflokkum, stofnunum og fyrirtækjum að fjölbreyttum verkefnum til að stuðla að auknu jafnrétti og mannréttindum. Má þar nefna stofnun Bjarkarhlíðar, styttingu vinnuvikunnar, kynjaða fjárhagsáætlunargerð og Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Sóley lauk meistaraprófi í uppeldis-, kynja- og fjölbreytileikafræðum árið 2018. Síðan þá hefur hún starfað sem ráðgjafi þar sem hún fléttar saman akademískri þekkingu við eigin reynslu af stjórnmálum og samfélagsrýni. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Radboud Háskóla, Háskólann í Reykjavík og Orkuveitu Reykjavíkur, verið með námskeið fyrir stjórnendur, jafnréttisnefndir og einstaklinga og haldið fyrirlestra við margvísleg tækifæri.

Forysta á tímum óvissu og álags

Guðrún Snorradóttir, leiðtogaþjálfi og eigandi Human Leader

Fjórða iðnbyltingin og sjálfvirknivæðingin voru eingöngu forveri þess álags og óvissu sem COVID 19 hefur ýtt úr vör. Við tókum “hástökkið” á nokkrum sólarhringum og settum í framkvæmd á nokkrum dögum það sem áætlað hafði verið að myndi gerast á næstu mánuðum og jafnvel árum. Sýndum með því að við erum fær um miklar breytingar á stuttum tíma.
Kröfurnar um hæfni leiðtoga hafa aukist og breyst í takt við þessar fyrrnefndu áskoranir og aldrei hefur reynt eins mikið á hinn mannlega þátt stjórnunar. Hver er þessi mannlegi þáttur og hvernig getur mannauðsfólk undirbúið sína stjórnendur fyrir komandi tíma? Eru fyrirtæki tilbúin í að fara að breyta því hvernig þau hugsa um og sinna stjórnun?

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að fylgja leiðtogum í gegnum tíma óvissu og breytinga. Í erindi sínu mun hún fjalla um þá hæfnisþætti sem horft er til í fari leiðtoga til framtíðar og þá sérstaklega tilfinningagreindar og þrautseigju.

Guðrún Snorradóttir

Stjórnendaþjálfi.

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að fylgja leiðtogum í gegnum tíma óvissu og breytinga. Í erindi sínu mun hún fjalla um þá hæfnisþætti sem horft er til í fari leiðtoga til framtíðar og þá sérstaklega tilfinningagreindar og þrautseigju.
Guðrún Snorradóttir stofnaði Human Leader árið 2016 og var þá með í fararteskinu 16 ára reynslu við stjórnun og mannauðsráðgjöf. Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á hæfni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust, sálrænt öryggi og tilgang ásamt nýtingu markþjálfunar við stjórnun.

Virði faglegrar mannauðsstjórnunar hjá Marel á tímum COVID-19

Valdís Arnórsdóttir, Director of HR Operations / Global Crisis Management Team Leader during COVID-19 hjá Marel

Aðkoma mannauðsteymis var mjög sterk í COVID-19 viðbragðsáætlun Marel. Hlutverkin voru margvísleg, ábyrgðin mikil og atburðarásin gríðarlega hröð. Á fáum vikum voru rúmlega 3.000 starfsmenn um allan heim komnir í fjarvinnu án fyrirvara. Meginmarkmið viðbragðsáætlunar Marel var að tryggja öryggi starfsmanna félagsins og áframhaldandi rekstur. Þar sem heimsfaraldurinn ógnaði svo sterklega heilsu og öryggi starfsmanna var forgangur settur á að styðja við andlega og líkamlega heilsu, breytt vinnufyrirkomulag, skilvirka upplýsingagjöf, fjarstjórnun og fjarþjálfun. Auk þess er mannauðsteymi Marel ábyrgt fyrir starfskjaramálum, stýringu ferðalaga sem og heilsu-, öryggis- og umhverfismálum en þessir málaflokkar gegna mikilvægu hlutverki í viðbrögðum við þessum heimsfaraldri.

Valdís Arnórsdóttir

Director of HR Operations / Global Crisis Management Team Leader during COVID-19

Valdís hefur starfað í mannauðsteymi Marel síðan 2012 og gegnt þar margvíslegum hlutverkum bæði í innanlandsteyminu og hjá móðurfélaginu. Í núverandi starfi sem Director of HR Operations stýrir hún alþjóðlegu mannauðsteymi sem ber ábyrgð á greiningum og upplýsingagjöf um starfsfólk, starfskjaramálum, stjórnun ferðamála, öryggsmálum ásamt því að leiða mælingu og uppbyggingu á helgun í Marel. Í lok janúar 2020 var alþjóðlegt viðbragðsteymi Marel virkjað til að bregðast við COVID-19 og hefur Valdís veitt því teymi forystu. Áður en Valdís gekk til liðs við Marel starfaði hún hjá bílaumboðinu HEKLU sem starfsmannastjóri frá árinu 2000 og síðar starfsmanna- og gæðastjóri frá 2007.
Valdís er með Cand.Oecon. gráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

15:00-15:30 Kaffihlé

Responding to the crisis and changing world of work - challenges and opportunities for the HR profession

Peter Cheese – CEO of CIPD

The global pandemic has forced rapid adaptations in our societies and organisations. But there was much in the world of work that we needed to respond to, the impacts of technology, demographic and societal changes, and in creating more adaptive organisations and cultures which put people and their wellbeing at the heart of the agenda. The crisis provides a stimulus and opportunity to accelerate change, and our profession should be at the centre of shaping a future of work that is good for all.

Peter Cheese, Chief Executive, CIPD, the professional body for HR and people development.

Chief Executive

Peter Cheese: Chief Executive
Peter is the CIPD’s chief executive. He writes and speaks widely on the development of HR, the future of work, and the key issues of leadership, culture and organisation, people and skills.

Peter is a Fellow of the CIPD, a Fellow of AHRI (the Australian HR Institute) and the Academy of Social Sciences. He’s also a Companion of the Institute of Leadership and Management, the Chartered Management Institute, and the British Academy of Management. He is a visiting Professor at the University of Lancaster and sits on the Advisory Board for the University of Bath Management School. He holds honorary doctorates from Bath University, Kingston University and Birmingham City University.

Prior to joining the CIPD in July 2012, he was Chairman of the Institute of Leadership and Management and a member of the Council of City&Guilds. Up until 2009 he had a long career at Accenture holding various leadership positions and culminating in a seven year spell as Global Managing Director, leading the firm’s human capital and organisation consulting practice.

Samantekt og ráðstefnuslit

Fundarstjóri dregur saman dagskrá dagsins og slítur Mannauðsdeginum 2020

Name

16:30-19:00 PARTÝ, léttar veitingar og tengslamyndun í Eyri