Skip to main content

Stóra fræðsluránið

By september 5, 2022Viðburðir

Dagur: 14. október 2022

Kl. 12:15-13:00

Í fundarsal Akademias í Borgartúni 23, 3. hæð, Reykjavík

Stóra fræðsluránið – Hvernig virkjum við sköpunargleðina?

Rannsóknir hafa bent á að fyrirtæki eyða miklum fjármunum í fræðslu sem skilar ekki langtíma árangri.
Birna mun fjalla um þetta og hvernig við getum notað sköpunargleðina til þess að leysa þetta kostnaðarsama vandamál.

Um Birnu Dröfn Birna Dröfn Birgisdóttir er meðstofnandi Bulby sem þróar sköpunargleði-hugbúnað til að markvisst efla sköpunargleðina. Birna hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði. Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Skráning á viðburð