Skip to main content

Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja

By janúar 21, 2022Viðburðir

Dagur: 16.02.2022

Tími: 9:15

Fjarfundur

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, fjallar um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.

Ný stefna hjá fyrirtækinu var sett í byrjun síðasta árs þar sem allt starfsfólk vinnur að fjórum meginmarkmiðum um vöxt, stafræna þróun, fjölbreytileika og sjálfbærni. Farið verður yfir vægi samskipta og menningu við innleiðingu stefnunnar og tekið sérstaklega fyrir hvernig straumlínustjórnun og rík umbótamenning hefur verið grunnurinn að því hversu vel hefur tekist.

Einnig verður farið yfir áskoranir og tækifæri við innleiðingu á sjálfbærni í menningu fyrirtækja en markmið Ölgerðarinnar er að sjálfbærni verði hluti af menningu fyrirtækisins og að upplýsingar um framgang sjálfbærni verði jafn aðgengilegar og fjárhagsupplýsingar félagsins. Það er trú fyrirtækisins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri þess og styrki fjárhagslega arðsemi til framtíðar. Ölgerðin stefnir að því styrkja samkeppnishæfni sína með því að draga úr efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum kostnaði.

Skráning á fundinn um „Sjálfbærni og umbætur sem hluti af menningu fyrirtækja“.