Skip to main content

Eru lífeyrismál mannauðsmál?

By nóvember 16, 2023Viðburðir

Dagur: 27. nóvember 2023

Tími: 10:00-11:00

Fjarfundur á TEAMS

Fáðu innsýn í hvað skiptir máli fyrir mismunandi hópa og hvar sé hægt að fá aðstoð og upplýsingar fyrir starfsfólk.

Á fundinum verða kynntar áhugaverðar niðurstöður Gallup könnunar um hvenær og hvernig starfsfólk óskar þess að minnka við sig eða hætta að vinna. Að auki var spurt hvort þeim væri kunnugt um hvernig starfslokastefna væri á vinnustaðnum.

Þá verður kynnt fræðslutorg LV þar sem finna má fræðslumyndbönd ætluð mannauðsstjórum eða þeim sem sjá um ráðningar, bókhaldi eða launavinnslu vegna iðgjaldaskila og svo almennt efni fyrir allt starfsfólk.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.