Skip to main content

Vinnustofa á Akureyri – Nýjustu TREND 2023.

By janúar 16, 2023febrúar 21st, 2023Viðburðir

Dagur:  7. mars 2023.

Tími: 9:00-12:00.

Staður: SÍMEY – Símenntunarmiðstöð Norðurlands á Akureyri.

Vinnustofa um helstu mannauðstrendin 2023

Vinnustofa þar sem unnið verður með helstu mannauðstrend ársins 2023, hvernig útfæra megi þau og innleiða á íslenskum vinnustöðum – til að búa þá undir helstu breytingar sem nú sjást á sjóndeildarhringnum.

Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi mun leiða vinnustofuna og vera með stutta samantekt um trendin.

Svo vinna þátttakendur saman í hópum, undir handleiðslu Herdísar, að hugmyndum fyrir útfærslu og innleiðingu trendanna.

Megináherslan verður á endurhugsun og endurhönnun alls þess sem skiptir vinnustaði og vinnuafl mestu máli þessa dagana – til hámarksárangurs allra aðila.

Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.

Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að búa vinnustaði undir vinnuumhverfi framtíðarinnar.

Skráning á vinnustofu