Skip to main content

Siðareglur

Siðareglur þessar eiga við allt félagsfólk í Mannauði, sem kallað er mannauðsfólk í þessum reglum.
Mannauðsfólk hefur skyldum að gegna við íslenskt atvinnulíf og fyrirtækið eða stofnunin sem það starfar hjá og starfsfólkið sem þar starfar.   Mannauðsfólk nýtir þekkingu sína í fyrirtækjum, starfólki þess og samfélaginu í heild til heilla. Mannauðsfólk starfar af fagmennsku, trúnaði og heilindum í starfi sínu.
Ábendingar um brot skulu berast stjórn Mannauðs skriflega. Brot á siðareglunum geta varðað brottvísun úr félaginu.
Siðareglur þessar eru settar og samþykktar af aðalfundi Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Siðareglurnar eru ekki tæmandi lýsing á góðum starfsháttum, heldur ber hver félagsmaður ábyrgð á því að starfa í anda gilda félagsins af fagmennsku, trúnaði og heilindum. Allir félagar bera ábyrgð á því að siðareglunum sé fylgt.

Samfélagið

 • Mannauðsfólk stuðlar að virðingu og trúverðugleika og stefnumarkandi mikilvægi mannauðsstjórnunar í fyrirtækjum og samfélaginu.
 • Mannauðsfólk upplýsir og fræðir samstarfsaðila, fyrirtæki og almenning um mannauðsstjórnun til að stuðla að faglegum ákvörðunum.
 • Mannauðsfólk hvetur til samfélagslegrar ábyrgðar.
 • Mannauðsfólk fer að lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

Fyrirtækið / Stofnunin

 • Mannauðsfólk eflir fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.
 • Mannauðsfólk vinnur að því að auka langtíma virði þeirra fyrirtækja sem það starfar hjá.
 • Mannauðsfólk hefur langtímahagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og virðir samhliða hagsmuni starfsfólks.
 • Mannauðsfólk vinnur á faglegan hátt þegar það tekur þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í fyrirtækjunum.
 • Mannauðsfólk beitir faglegri þekkingu sinni og persónulegri hæfni til að fyrirtæki nái markmiðum sínum.
 • Mannauðsfólk heldur trúnað um þær upplýsingar sem því er trúað fyrir og leynt skulu fara.

Starfsfólk

 • Mannauðsfólk vinnur að því að komið sé fram við starfsfólk af virðingu og sanngirni.
 • Mannauðsfólk virðir réttindi starfsfólks og hefur hagsmuni þess til hliðsjónar eins og hagsmuni fyrirtækisins þegar ákvarðanir eru teknar.
 • Mannauðsfólk stuðlar að eflingu á starfshæfni starfsfólks í fyrirtækinu og því sjálfu til góða.
 • Mannauðsfólk sýnir öllu starfsfólki virðingu, áhuga og umhyggju og stuðlar að vellíðan að vinnustað.
 • Mannauðsfólk heldur trúnað um það sem því er trúað fyrir og meðhöndlar viðkvæmar persónulegar upplýsingar sem það verður áskynja í starfi sem trúnaðarupplýsingar.
 • Mannauðsfólk hefur jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu, vinnur gegn fordómum og mismunun einstaklinga.
 • Mannauðsfólk leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og samskiptavenjur og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi.

Fagmennskan

 • Mannauðsfólk eflir fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.
 • Mannauðsfólk vinnur að því að auka langtíma virði þeirra fyrirtækja sem það starfar hjá.
 • Mannauðsfólk hefur langtímahagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og virðir samhliða hagsmuni starfsfólks.
 • Mannauðsfólk vinnur á faglegan hátt þegar það tekur þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í fyrirtækjunum.
 • Mannauðsfólk beitir faglegri þekkingu sinni og persónulegri hæfni til að fyrirtæki nái markmiðum sínum.
 • Mannauðsfólk heldur trúnað um þær upplýsingar sem því er trúað fyrir og leynt skulu fara.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

_s, _y, _shopify_fs, _shopify_s, _shopify_y, buy_now/page, buy_now/track

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

-
GPS, PREF, VISITOR_INFO1_LIVE, YSC

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

@@History/@@scroll|#

Other