Skip to main content

Meðvirkni er raunverulegur vandi á vinnustöðum.

By október 13, 2021Viðburðir

Dagur: 22. október 2021

Tími: 9:00-9:45

Fjarfundur

Er meðvirkni á þínum vinnustað?

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega innan fyrirtækja án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi, ráðgjafi og þjálfari hjá SAGA Competence hefur sérhæft sig í því að þjálfa starfsfólk og stjórnendur í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og í fyrirlestrinum ætlar hún að deila með okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hún kíkir á það hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, menninguna og árangur fyrirtækisins, auk þess sem hún kynnir okkur fyrir ýmsum leiðum til að taka á meðvirkum aðstæðum á vinnustað.

Skráning á viðburð