Skip to main content

Það þarf tvo í tangó! Þegar markaðsmál og mannauðsmál stíga saman dans, þá er ástríða í hverju spori.

By febrúar 15, 2021Viðburðir

Dagur: 10. mars 2021

Tími: 11:30-12:30

Fjarfundur á Teams

Margir hafa tekið eftir miklum drifkrafti hjá Póstinum sem hefur skilað sér í einstaklega góðri þjónustu til viðskiptavina ásamt vellíðan starfsmanna.

Sigríður Indriðadóttur, mannauðsstjóri og Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðdeildar brenna fyrir kraftinum sem verður til þegar markaðs- og mannauðsmál vinna saman, enda eiga mannaðs og markaðsmál ýmislegt sameiginlegt.  Þær kalla erindið sitt „Það þarf tvo í tangó!
Enda vita þeir sem þekkja eitthvað til „tangósins“ hvort heldur þess argentíska eða þess evrópska að dansinn verður aldrei fallegur nema dansparið sé í sama takti og ekki er verra að „ástríða“ dansaranna sjáist í hverju spori.

Í þessu erindi fara þær yfir hvernig Pósturinn nýtir sér það besta úr báðum heimum, til þess að vinna markvisst að samtali við innri og ytri viðskiptavini fyrirtæki, með ástríðu að leiðarljósi.

Skráning á viðburðinn

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.