Skip to main content

Hvernig verður fræðslumenning til?

By apríl 7, 2024Viðburðir

Dagur: 2. maí 2024

Tími: 9:15-10:00

Rafrænn fundur á TEAMS

Flest fyrirtæki vita af mikilvægi fræðslu og endurmenntunar starfsfólks. En hvernig er hægt að gera fræðslu að hluta af daglegri starfsemi fyrirtækja? Hvaða áskoranir glíma fyrirtæki við þegar kemur að því að móta fræðslumenningu?
Aðalheiður Hreinsdóttir hefur um árabil unnið náið með mannauðs- og fræðslustjórum í að tækla þær áskoranir og leita lausna. Hún hefur stýrt reglulegum samtalsfundum þar sem að mannauðsstjórar ræða mikilvægi þess að virkja starfsfólk og ekki síst stjórnendur þegar kemur að fræðslu. Heiða fer yfir helstu punkta frá samtalsfundum um fræðslu og greinir frá því hvernig tímaskortur, skortur á skýrum fræðsluáætlunum og skilningsleysi á mikilvægi símenntunar standa í vegi fyrir framgangi og hvernig þessar hindranir geta dregið úr möguleikum fyrirtækja til að vaxa og dafna. Ljóst er mikilvægi þess að allir stjórnendur, allt frá æðstu yfirstjórn til millistjórnenda, séu ekki aðeins meðvitaðir um ávinning fræðslu heldur séu þeir einnig fyrirmyndir í fræðsluþátttöku. Heiða leggur áherslu á mikilvægi skilvirkra samskipta til að kynna gildi fræðslunnar og hvernig hægt sé að nýta skapandi leiðir til að hvetja og viðurkenna fræðsluþátttöku. Með því að leggja fram þessa nálgun, hvetur Heiða til aðgerða til að byggja upp menningu sem ekki aðeins styður við fræðslu og þróun, heldur nýtir þessa þætti til að efla fyrirtæki og starfsfólk til framtíðar vaxtar og velgengni.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.