Skip to main content

Hver er uppskriftin af árangursríkum teymum?

By júní 8, 2023Viðburðir

Dagur: 8. september 2023

Tími: 12:30-13:30

Staður: Borgartún 23, 3ja hæð (húsnæði Akademias)

Á tímum þar sem umhverfi fyrirtækja einkennist af óvissu, hraða og sífelldum breytingum þurfum í mun ríkari mæli teymi (en ekki einstaklinga) til að leysa flóknar áskoranir og verkefni.
En hver er uppskriftin af árangursríkum teymum? Rannsóknir sýna okkur að svo kallað sálrænt öryggi gegnir þar lykilhlutverki. Í þessum fyrirlestri förum við yfir hvað sálrænt öryggi er og hvernig það birtist í teymum. Einnig skoðum við praktíkina – hvað við getum gert til að byggja upp og viðhalda sálrænu öryggi innan teymanna okkar.

Kristrún Anna er sjálfstætt starfandi teymis- & markþjálfi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við og leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi dagsins í dag. Kristrún starfaði áður sem verkefnastjóri þar sem áhuginn á þessum mennska hluta verkefna kviknaði.

Skráning á hádegisfundinn

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.