Skip to main content

Gjaldgengi á vinnumarkaði eftir miðjan aldur!

By febrúar 14, 2022mars 1st, 2022Fréttir

Dagur: 15. mars 2022

Tími: 9:15

Fundur á TEAMS

Er erfiðara fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt að fá vinnu heldur en þá sem eru yngri? Getur verið að kennitalan hafi þau áhrif að umsækjendur komi almennt ekki til greina í auglýst störf?
Og getur verið að aukin menntun hafi enn meiri fælingarmátt?

Málstofunni stýra Ingunn Ólafsdóttir lögfræðngur og mannauðsráðgjafi og Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla.

Fréttablaðið birti grein eftir Ingunni Ólafsdóttur um hennar upplifun hvað þetta varðar eftir að hún missti vinnuna í október í fyrra.
Greinin vakti mikil viðbrögð og svo virðist sem margir sem eru í sömu sporum séu að upplifa það sama og hún.

Á málstofunni ætlar Ingunn að fara aðeins yfir greinina og hvatann að skrifunum og þau miklu viðbrögð sem hún fékk í kjölfarið og Harpa þekkir vel til margra sem hafa verið og eru í þessum sporum í dag og hafa sagt henni sögu sína.

Skráning á viðburð