Skip to main content

Áherslur í mannauðsmálum 2024

By desember 1, 2023Viðburðir

Dagur: 24. janúar 2024

Tími: 13:00-14:30

Staður:  Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð, Reykjavík

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á þessari vinnustofu munu fjórir ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi koma með innlegg um þessa þætti og í framhaldi af kynningu hvers þáttar verða umræður þar sem við tengjum þættina íslenskum vinnumarkaði.

Vinnustofan verður haldin 24. janúar 2024 í húsnæði Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð frá kl. 13.00 til 14.30. Vinnustofan er staðbundin.

Skráning á vinnustofuna

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.