Faghópur fræðslu

Fræðslunefnd Mannauðs er elsti faghópur félagsins en hópurinn var formlega stofnaður árið 2017. Hópurinn byggir á grunni hóps sem fræðslustjóra og sérfræðinga í fræðslumálum hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum stofnuðu árið 2012.

Fræðslunefndin gætir hagsmuna þessa hóps og stendur reglulega fyrir erindum eða málsstofum um málefni sem snúa að fræðslu í fyrirtækjum og stofnunum.

Stjórn

Hildur Jóna Bergþórsdóttir, formaður
Icelandair
Erna Sigurðardóttir
Orkuveita Reykjavíkur
Íris Sigtryggsdóttir
Advania
Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir
Ölgerðin
Sigurbjörg Magnúsdóttir
Domino's Pizza

Faghópur tölfræðigagna

Tölfræðinefnd félagsins er faghópur sem annast framkvæmd árlegrar tölfræðikönnunar sem félagið hefur framkvæmt frá árinu 2019. Nefndin heldur utan um framkvæmd könnunarinnar, gerð spurningalista og eftirfylgni með henni.

Faghópur um tölfræði er leiðandi í því að skapa virði fyrir félagsfólk með því að afla ýmissa tölfræðigagna um mannauðs- og launamál sem fyrirtæki og stofnanir geta notað í samanburði við sína eigin tölfræði.

Stjórn

Víðir Ragnarsson, formaður
PayAnalytics
Adriana K. Pétursdóttir
Rio Tinto
Brynjar Már Brynjólfsson
Isaiva
Herdís Pála Pálsdóttir
Páfugl

Faghópur launa

Faghópur launa var stofnaður árið 2021 og er markmiðið með honum að skapa virði fyrir þá félagsmenn sem stýra eða sinna launavinnslu og tengdum verkefnum. Hópurinn er myndaður svo það félagsfólk sem sinnir launavinnslu geti miðlað reynslu og þekkingu sín á milli.

Hópurinn stendur fyrir reglulegum viðburðum og erindum um málefni sem tengjast vinnslu launa og tengdum málum.

Stjórn

Kristrún Dröfn Jóhannesdóttir, formaður
Orkuveita Reykjavíkur

Faghópur háskólasamstarfs

Faghópur háskólasamstarfs var stofnaður árið 2021. Tilgangur hópsins er að efla tengsl félagsins við háskólasamfélagið á Íslandi en ein af stefnuáherslum félagsins er að leggja metnað í samstarf við fagstéttina hérlendis og erlendis, háskólasamfélagið sem og atvinnulífið.

Stjórn

Arney Einarsdóttir
Háskólinn á Bifröst
Ester Gústavsdóttir
Háskólinn í Reykjavík
Guðmunda Smáradóttir
Landbúnaðarháskólinn
Sóley Björt Guðmundsdóttir
Listaháskóli Íslands
Ragnhildur Ísaksdóttir
Háskóli Íslands
Vaka Óttarsdóttir
Háskólinn á Akureyri

Siðanefnd

Siðanefnd er ætlað að halda utan um siðareglur félagsins og fjalla um þau mál sem upp koma og varða reglurnar.

Stjórn

Teiur H. Syen, formaður
Hekla