Skip to main content

Þróun stjórnunar og hæfniþættir til framtíðar!

By október 11, 2021október 27th, 2021Viðburðir

Dagur: 11. nóvember 2021 (ATH. tveir fundartímar)

Tími: 9:15 (orðið fullt)

Tími: 10:30 (Laust ennþá)

Staður: Hjá Vendum, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, 5. hæð.

Þróun stjórnunar og hæfniþættir til framtíðar!

Hvaða hæfniþættir koma til með að skipta mestu máli til framtíðar og hvernig eru stjórnunaráherslur að þróast? Eitt af því sem hægt er að treysta á er að það verða breytingar á vinnumarkaði til framtíðar. Það veltur á okkur hvort við ætlum að verða fórnarlömb breytinganna eða þátttakendur í að skapa vinnustaði og samfélag framtíðarinnar. Fyrsta skrefið í átt að framför er að huga að okkar eigin hugarfari ásamt því að bera ábyrgð á eigin starfsþróun sem tengist hæfniþáttum framtíðarinnar. En hvernig hefjum við þessa vegferð og tryggjum okkur árangur á sama tíma?

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari Vendum og stofnandi Fræðslu mun fara yfir þá hæfniþætti sem oft eru kallaðir kjarnaþættir ásamt því að ræða áherslur í þróun stjórnunar í breyttu starfsumhverfi. Gefin verða hagnýt ráð til að efla eigin starfsþróun og hvernig best sé að byrja að undirbúa stjórnendur og starfsfólk til framtíðar.

Skráning á fund hjá Vendum kl. 10:30

Orðið fullt á fundinn kl. 9:15 hjá Vendum