Skip to main content

UPPHITUN fyrir landsbyggðargesti og mannauðsfólk ríkisins og sveitarfélaga!

By október 4, 2023Viðburðir

Dagur: 5. október 2023

Tími: 16:00-18:00

Staður: Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð.

UPPHITUN fyrir landsbyggðargesti og mannauðsfólk ríkisins og sveitarfélaga!

Starfsþróunarsetur háskólamanna“ býður faghópum á mannauðssviði sveitarfélaga og ríkisins sem og öllu landsbyggðarfólki sem er að koma á Mannauðsdaginn til hanastéls og stuttrar kynningar á styrkmöguleikum til opinberra aðila.

Þetta er kjörið tækifæri til að átta sig á því hvernig hægt er að hljóta styrki vegna verkefna á sviði starfsþróunar svo sem námskeiða, ráðstefna, sérhæfðra fræðsluferða eða jafnvel ráðgjafar á sviði mannauðsmála.

Kynningin verður stutt en jafnframt verður boðið upp á spjall við ráðgjafa setursins.

Síðast en ekki síst verður kjörið tækifæri til að hitta kollega, spjalla og njóta góðra veitinga.

Hanastélið verður á Hilton Reykjavík Nordica 2. hæð, 5. okt. kl. 16:00 – 18:00.

 Við hvetjum ykkur til að mæta sem flest, sér í lagi þar sem mörg ykkar þurfa að koma til höfðuðborgarinnar á fimmtudaginn.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.