Skip to main content

„Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar“. Vinnustofa um „nýjustu trendin“ 2022.

By mars 13, 2022mars 15th, 2022Viðburðir

Dagur: 30. mars 2022

Tími: 9:00-11:30

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (hjá Akademias)

Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar.

Til að halda áfram að vinna úr því sem helstu fræðimenn og gúrúrar á sviði mannauðsmála eru að segja þessa dagana og þess sem þeir eru að hvetja mannauðsfólk til að einbeita sér að núna ætlum við að koma saman á vinnustofu og skoða hvernig við getum útfært og innleitt þetta á okkar vinnustöðum.

Vinnustofan verður í tveimur hlutum:

  1. Hvernig gerum við vinnustaðinn ómótstæðilegan – til að laða að og halda í fólk, á sama tíma og valdahlutföll breytast og væntingar og kröfur fólks aukast. Stuðst verður við nýja nálgun frá Josh Bersin en hann hefur sett fram 20 atriði til að gera vinnustaði ómótstæðilega og auka helgun (e. engagement) starfsfólks – hvernig getum við útfært þessi atriði og innleitt á okkar vinnustöðum?
  2. Hvernig styðjum við betur við stjórnendur í sínum hlutverkum og hvernig fáum við þá betur með okkur í að vinna að því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan. Nokkur áberandi hefur verið upp á síðkastið í greinum erlendra fræðimanna skilaboð þeirra um að almennir stjórnendur verði að vinna betur með mannauðsdeildum í að laða að, halda í og efla hæft fólk.

Herdís Pála verður með stutt innlegg í upphafi hvors hluta vinnustofunnar, svo verður farið í hugmyndavinnu í hópum. Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.

Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að gera vinnustaði ómótstæðilega, auka helgun og efla leiðtoga.

Vinnustofan verður haldin 30. mars, kl. 9-11:30.

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (í húsnæði Akademias)

Skráning á viðburð