Skip to main content

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi var stofnað formlega árið 2011 en upphaf félagsins má þó rekja til félagsskapar starfsmannasatjóra stærri fyrirtækja á Íslandi sem hafði verið starfræktur frá tíunda áratug síðustu aldar.

Fram til ársins 2015 var félagið eingöngu opið íslenskum mannauðsstjórum en á aðalfundi félagsins árið 2015 var lögum félagsins breytt á þann veg að allir þeir sem stafa við mannauðsmál í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum geta sótt um aðild að félaginu. Árið 2019 var félagið einnig opnað fyrir þeim sem sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu.

Á stofnfundi félagsins árið 2011 var nafnið Flóra, félag mannauðsstjóra á Íslandi valið en á aðalfundi þess í febrúar árið 2018 var nafninu breytt í Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi.

Hlutverk

Hlutverk Mannauðs er að efla fagmennsku, vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórnunar í þágu atvinnulífsins.

Félagsmenn

Aðild að Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi geta þeir fengið sem starfa við mannauðsmál hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi og þeir sem sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu.

Framkvæmdastjóri

 

Sigrún Kjartansdóttir

Sími: 618 1900

Netfang: sigrun@mannaudsfolk.is