Skip to main content
All Posts By

sigrun

Meðvirkni er raunverulegur vandi á vinnustöðum.

By Viðburðir

Dagur: 22. október 2021

Tími: 9:00-9:45

Fjarfundur

Er meðvirkni á þínum vinnustað?

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega innan fyrirtækja án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi, ráðgjafi og þjálfari hjá SAGA Competence hefur sérhæft sig í því að þjálfa starfsfólk og stjórnendur í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og í fyrirlestrinum ætlar hún að deila með okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hún kíkir á það hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, menninguna og árangur fyrirtækisins, auk þess sem hún kynnir okkur fyrir ýmsum leiðum til að taka á meðvirkum aðstæðum á vinnustað.

Skráning á viðburð

Mannauðsmál í fjölmenningarsamfélagi.

By Viðburðir

Dagur: 16. nóvember 2021

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur

Hvað ber að hafa í huga í fjölþjóðlegu starfsumhvefi?
Monika Waleszczynska ráðgjafi og sérfræðingur í því að starfa  með fyrirtækjum hvað fjölþjóðlegt starfsumhverfi varðar leiðir fundinn en með henni á fundinum Telma Sveinsdóttir sem hefur mikla reynslu af því að taka á móti erlendu starfsfólki og starfa á stórum vinnustað með fjölbreyttum alþjóðlegum starfsmannahópi.

Skráning á viðburð

Jólabingó Mannauðs fyrir alla fjölskylduna

By Viðburðir

Dagur: 1. desember 2021

Tími: 19:30

Rafrænt bingó í gegnum Teams

Jólabingó fjölskyldunnar.
Öll fjölskyldan spilar með.  Hver og einn fær sitt eigið bingóspjald.  GAMAN, GAMAN, GAMAN.

Skráning á viðburð

Jólafundur og jólagleði Mannauðs

By Viðburðir

Dagur:  2. desember 2021

Tími: 17:00-19:00

Staður: Verður tilkynnt síðar

Jólagleði Mannauðs.
Fundur og léttar veitingar og tengslamyndun.

Skráning á viðburð

Stafrænt mark og hvernig er það að þróast í heiminum í dag?

By Viðburðir

Dagur: 19. nóvember 2021

Tími: 9:00

Rafrænn fundur á Teams.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Hvað er stafrænt mark og hvernig er það að þróast í heiminum í dag?

Fjallað verður um áhrif stafrænna umbreytinga á útgáfu viðurkenningaskjala hjá IÐUNNI fræðslusetri.

Varpað verður ljósi á hvað stafræn viðurkenning er og hver er ávinningur þess að umbreyta útgáfu viðurkenningaskjala við lok námskeiða úr pappír/pdf í stafrænar viðurkenningar.

Helen W. Gray þróunarstjóri IÐUNNA og S. Fjalar Jónsson, markaðs- og vefstjóri IÐUNNAR verða með fyrirlesturinn.

Skráning á fund um „stafrænt mark“

Áttin

By Viðburðir

Dagur: 4. nóvember 2021

Tími: 9:15

Fjarfundur

Vissir þú að fyrirtækið þitt getur sótt um styrki námskeiðshalds eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja?

Skráning á viðburð

Þróun stjórnunar og hæfniþættir til framtíðar!

By Viðburðir

Dagur: 11. nóvember 2021 (ATH. tveir fundartímar)

Tími: 9:15 (orðið fullt)

Tími: 10:30 (Laust ennþá)

Staður: Hjá Vendum, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, 5. hæð.

Þróun stjórnunar og hæfniþættir til framtíðar!

Hvaða hæfniþættir koma til með að skipta mestu máli til framtíðar og hvernig eru stjórnunaráherslur að þróast? Eitt af því sem hægt er að treysta á er að það verða breytingar á vinnumarkaði til framtíðar. Það veltur á okkur hvort við ætlum að verða fórnarlömb breytinganna eða þátttakendur í að skapa vinnustaði og samfélag framtíðarinnar. Fyrsta skrefið í átt að framför er að huga að okkar eigin hugarfari ásamt því að bera ábyrgð á eigin starfsþróun sem tengist hæfniþáttum framtíðarinnar. En hvernig hefjum við þessa vegferð og tryggjum okkur árangur á sama tíma?

Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari Vendum og stofnandi Fræðslu mun fara yfir þá hæfniþætti sem oft eru kallaðir kjarnaþættir ásamt því að ræða áherslur í þróun stjórnunar í breyttu starfsumhverfi. Gefin verða hagnýt ráð til að efla eigin starfsþróun og hvernig best sé að byrja að undirbúa stjórnendur og starfsfólk til framtíðar.

Skráning á fund hjá Vendum kl. 10:30

Orðið fullt á fundinn kl. 9:15 hjá Vendum

Mannauðsstjórnun hjá EFTA í Brussel. Hvað getum við lært af því?

By Viðburðir

Dagur: 21. október 2021

Tími: 9:00-9:45.

Fjarfundur.

Lýsing

Mannauðsstjórnun hjá alþjóðastofnun hefur annars konar flækjustig en mannauðsstjórnun á Íslandi. Þó að grunnþættirnir séu margir hverjir þeir sömu, þá er umgjörðin um starfsemina allt önnur. Varpað verður ljósi á starfsumhverfið hjá EFTA í Brussel, Genf og Lúxemborg. Meðal þess sem komið verður inn á er ráðningarferli EFTA og breytingar sem hafa verið gerðar á því á síðustu árum. Einnig verður fjallað um önnur viðfangsefni starfsmanna mannauðshóps EFTA og helstu verkefnin framundan.

Inga Hanna Guðmundsdóttir, Head of Human Resources, Administration EFTA  mun segja okkur frá því hvernig þau vinna hjá EFTA í Brussel.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Co­vid árið 2020 gert upp: Veikinda­dögum fækkaði og jafn­launa­vottunin virkar

By Greinar
Víðir Ragnarsson.
Víðir Ragnarsson.VÍSIR/VILHELM

Starfsmannaveltan var 13% á því sögulega ári 2020 þegar Covid skall á. Veikindadögum fækkaði á milli ára og jafnlaunavottunin er að virka. Þá eru fyrirtæki að þreifa fyrir sér í sjálfvirknivæðingu og gervigreind, þó þannig að starfsfólki er ekki að fækka.

Þetta og fleira kemur fram í nýjum tölum og mælikvörðum könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera en tilgangur könnunarinnar var að safna með kerfisbundnum hætti upplýsingum um stöðu mannauðs á íslenskum vinnumarkaði í tölum.

„Við erum að fá svör frá ólíkum gerðum vinnustaða, þó flestir svarenda starfi hjá fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa 300 eða fleiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics en hann er einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannuauðsmælingar og tölfræði.

Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um helstu áherslur í mannauðsmálum og niðurstöður nýrrar könnunar á vinnumarkaði sem sýna meðal annars nýja samræmda mælikvarða.

Staðan í heimsfaraldri

Víðir segir mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að geta horft á samræmda mælikvarða til að bera sína stöðu saman við aðra.

„Sjálfum finnst mér svo ekki síður mikilvægt að hafa upplýsingar um þróun ýmissa lykilmælikvarða á vinnumarkaðinum, greina þróun og uppfræða samfélagið um hvað er að gerast á vinnustöðunum,“ segir Víðir um könnunina sem var unnið í góðu samstarfi við Gallup, þar sem Tómas Bjarnason leiddi verkefnið.

Þarna er mikið af mælikvörðum sem við höfum ekki séð lengi fyrir íslenskt samfélag til að mynda starfsmannavelta sem var 13% á árinu 2020.

Starfsmannaveltan er mjög tengd rekstraformi og var starfsmannavelta hærri hjá fyrirtækjum á almennum markaði eða 16,5% en 6% hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum,“

segir Víðir.

Þá segir Víði margt í könnunina gefa áhugaverða sýn á áhrif Covid.

„Veikindahlutfall starfsfólks sem hlutfall af vinnuskyldu var 3,5% á árinu 2020 og lækkaði úr 4,1% frá árinu 2019. Þetta rímar vel við umræðu sem við bæði höfum séð í fyrirtækjunum og í samfélaginu og eru líklegustu skýringarnar þær að umgagnspestir herjuðu á okkur í minni mæli en einnig kann að vera um vanskráningu veikinda þar sem stór hluti vinnuaflsins sat heima hjá sér og vann á árinu 2020 og því er ekki ólíklegt að það komi niður á skráningu veikinda,“ segir Víðir og bætir við: „Fólk „mætir“ frekar til vinnu slappt þegar vinnan er á heimilinu en þegar ferðast þarf á vinnustað.“

Í könnuninni var sérstaklega spurt um áætlað hlutfall veikinda sem væru vegna Covid og mældist það hlutfall 15%.

Þá koma fram upplýsingar um efnahagslegar afleiðingar af Covid.

Tveir af hverjum þremur beittu hagræðingaraðgerðum á árinu 2020, þar af var algengast að lækka starfshlutfall hjá öllu eða hluta starfsfólks, skerðingar á ferðakostnaði, og þar á eftir komu uppsagnir og launafrysting.

Um helmingur taldi áframhaldandi hagræðingar aðgerðir líklegar á þessu ári.“

Vinnuvikustytting og jafnlaunavottun

Niðurstöður könnunarinnar sýna að vinnustaðir eru að fara mjög ólíkar leiðir til að ná fram markmiðum um styttingu vinnuvikunnar.

Þrjú form styttingu vinnutímastyttingar voru álíka algeng í svörunum, en þessi þrjú form eru:

  • Að safna saman styttingu og taka hana út einu sinni í viku
  • Að safna saman styttingu yfir lengra tímabil, til dæmis mánuð
  • Að auka sveigjanleikann í starfinu

„Í opinberum störfum var mun algengara að fólk ynni styttri vinnudag dag hvern en uppsöfnun styttingar var í frekari mæli beitt á almenna markaðnum,“ segir Víðir og bætir við: „Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem í sögulegu samhengi eru kjarasamningar ólíkir á milli opinbera og almenna markaðarins.“

Launamunur kynjanna fer minnkandi og mælist nú 1,2%, að teknu tilliti til þátta sem hafa áhrif á laun, til að mynda eðli starfs.

Að sögn Víðis er þetta sterk vísbending um að lagasetningin um jafnlaunavottunina sé að skila árangri.

Við erum í fyrsta skipti að fá samræmda mælingar á stöðu kynbundins launamunar sem er mjög áhugavert í ljósi þess að nú hafa stór og millistór fyrirtæki og stofnanir gengið í gegnum nokkur ár af jafnlaunagreiningum í tengslum við jafnlaunavottun.“

Víðir segir flest fyrirtækin á frekar þröngu bili. Þannig hafi kynbundinn launamunur verið að mælast 0,5% konum í hag og upp í 1,9% körlum í hag.

„Framtíðin er björt fyrir jafnréttið þar sem stór hluti fyrirtækjanna telur að það sé miklar líkur á því að óútskýrðum kynbundnum launamun verði eytt á næstu þremur árum.“

Fjórða iðnbyltingin: Starfsfólki ekki að fækka

Víðir segir mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að fá samræmda mælikvarða til þess að geta betur metið sína stöðu í samanburði við aðra.VÍSIR/VILHELM

Sjálfum fannst Víði sérstaklega áhugavert að sjá í niðurstöðum hvernig vinnustaðir eru að huga að verkefnum tengdum sjálfvirknivæðingu eða gervigreind.

„Slík verkefni voru í gangi hjá rúmlega helmingi þátttakenda og enn fleiri eða 70% áætla að koma á eða halda áfram með slík verkefni. Slík verkefni eru algengari á almenna markaðinum og stærri vinnustöðum,“ segir Víðir.

Þá segir hann fyrirtæki vera að finna leiðir til að þróa sig áfram og nýta tæknina betur.

„Það sem er líka áhugavert og ætti að vera áframhaldandi hvati er að í flestum tilvikum hefur starfsfólki ekki fækkað vegna þessara verkefna heldur er ekki um breytingar á fjölda starfsfólks vegna sjálfvirknivæðingar.“

Að sögn Víðis verður mjög spennandi að fylgjast með þessari þróun, bæði hvernig þjónusta mun þróast innan fyrirtækja en ekkert síður hver áhrifin verða á mannauðinn.

Að hlúa að sér og sínum! Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur.

By Viðburðir

Dagur: 17. september 2021

Tími: 9:15

Fjarfundur á Teams

Á tímum COVID hefur verið gríðarlega mikið álag á alla fjölskylduna á heimilinu meðal annars börnin okkar.
Í ljósi þess að þetta ástand gengur hægt til baka ætlar Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur á Litlu Kvípameðferðarstöðinni að fjalla um þetta efni út frá „sálfræðihliðinni“, upplifun og líðan.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.