Skip to main content
Category

Viðburðir

Sýningarpassar starfsmanna á sýningarbásum

By Viðburðir

Dagur: 4. október 2024

Tími: 8:00-17:00

Staður: Harpa, ráðstefnuhús

Skrá þarf alla starfsmenn sem verða á sýningarbásunum.
Við útbúum sérstaka PASSA fyrir þá með nafninu þeirra og fyrirtæki.
Hverjum heilum bás fylgja 2 sýningarpassar með nafni starfsmanns.
Eftir að gestir ráðstefnunnar hafa borðað milli kl. 12:00 – 13:15 þá stendur þeim starfsmönnum sem eru með PASSA til boða að fara niður og borða.
Ef þið viljið hafa fleiri en 2 starfsmenn á básnum ykkar, þá kostar hver passi 10.000 kr.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast skráðu inn nafn fyrirtækis eins og það á að birtast á nafnspjaldi starfsmanna á sýningarbásnum.
Vinsamlegast skráðu inn kennitölu fyrirtækis
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn netfang tengiliðs.
Vinsamlegast skráðu inn farsíma tengiliðs.

Náðu Árangri

By Viðburðir

Dagur: 22. október 2024

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMS

Í fyrirlestrinum Náðu Árangri mun Ásdís Hjálmsdóttir Annerud Íslandsmethafi í spjótkasti tala um aðferðirnar sem hún nýtti sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorsnám á sama tíma. Fókusinn er á hvernig við getum fundið út hvaða útkomu við viljum fá, sett okkur markviss markmið til þess að komast þangað og þróað með okkur vinnings hugarfarið til þess að geta tekist á við pressu og mótlæti. Á þennan hátt getum við náð árangri á hvaða sviði sem er.

Dr. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þrefaldur Ólympíufari og starfar sem fyrirlesari.

Skráning á viðburð

Spjall um arftaka Workplace

By Viðburðir

Dagur: 11. september 2024

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMS

Opinn fundur og vangaveltur um nýtt samskiptakerfi í staðinn fyrir Workplace.
Umræðustjóri er Teitur H. Syen.

Skráning á viðburð

Endurgreiðsla vegna fræðslu fyrirtækja, hvað stendur fyrirtækjum til boða?

By Viðburðir

Dagur: 12. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Fyrirtæki á almennum markaði geta með einföldum hætti sótt um styrki vegna fræðslukostnaðar. Farið verður yfir hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn og hvernig fyrirkomulag sjóða sem standa að Áttinni virkar.

Skráning á fjarfund

Uppskrift að glimrandi geðheilsu!

By Viðburðir

Dagur: 15. október 2024

Tími: 8:00-9:00
SKY LAGOON: 9:00-10:00

Staður: SKY LAGOON í Kópavogi

Ragga Nagli – Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur fjallar um geðheilsu á sinn skemmtilega og einstaka hátt.

Skráning á viðburð

Notkun gervigreindar í mannauðsferlum – praktísk dæmi.

By Viðburðir

Dagur: 24. september 2024

Tími: 9:15-10:00

Fjarfundur TEAMS

Í þessu erindi verður farið yfir hvernig stjórnendur geta kortlagt ferla sem tengjast fólki. Sýnt verður hvernig hægt er að keyra ferlana með og án notkun gervigreindar og ávinningin sem af því hlýst.
Um er að ræða praktísk dæmi sem varða alla framsýna stjórnendur.
Fyrirlesari er Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills.

Skráning á viðburð

Hvaða áhrif hefur sjálfsmynd á forystuhæfni?

By Viðburðir

Dagur: 31. október 2024

Tími: 9:15-10:15

Rafrænn fundur á TEAMS

Hvaða áhrif hefur sjálfsmynd á forystuhæfni?

Guðrún Lind mun fjalla um hvaða hlutverk ´leadership identity´ spilar fyrir stjórnendur og fyrirtæki til að þrífast og ná árangri í síbreytilegum heimi.

Skráning á rafrænan fund

KPMG Law – fjarvinnu erlendis, skattalegar skyldur og réttindi.

By Viðburðir

Dagur: 5. september 2024

Tími: 9:00-10:30

Staður: Hjá KPMG í Borgartúni 27, Reykjavík

  • Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að fólk kjósi að sinna vinnu sinni annars staðar en á skrifstofu vinnuveitanda síns. Heimavinna eða fjarvinna er kostur sem sífellt fleiri atvinnurekendur kjósa að bjóða sínu starfsfólki upp á, í nafni aukins sveigjanleika í starfi. Þessa þróun má að hluta til rekja til aukinnar stafrænnar væðingar í samfélaginu sem hinn títtnefndi kórónuveirufaraldur virðist hafa flýtt fyrir.
  • Þessa dagana er ekki óalgengt að einstaklingar nýti sér þau tækifæri sem felast í fjarvinnunni og haldi áfram að sinna daglegum störfum meðan það ferðast eða jafnvel þegar fólk sest að erlendis, hvort sem það er tímabundið eða varanlega.
  • Um leið og fjarvinnan teygir sig yfir landssteinana er að ýmsu að huga, bæði fyrir starfsfólk og fyrir vinnuveitandann.
  • Álitamál sem skapast eru margskonar, svo sem skattalegar skyldur aðilanna, hvaða réttindi og skyldur gilda um viðkomandi starfsmenn í nýju ríki, atvinnu og dvalarleyfi.

Skráning á fund

Dagur: 12. apríl 2018

Tími: 8:30

Staður: Verkís, Ofanleiti 2

Lýsing

Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Skráning á viðburð

Dagur: 12. apríl 2018

Tími: 8:30

Staður: Verkís, Ofanleiti 2

Lýsing

Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Skráning á viðburð

Alfreð býður í Happy Hour á SKY Bar

By Viðburðir

Dagur: 3. október 2024

Tími: 17:00-19:00

Staður: SKY BAR – Center Hótel Arnarhvoll (á móti Hörpu)

Alfreð býður félagsmönnum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og öllum sem hafa áhuga á, í HAPPY HOUR á SKY BAR á Center Hótel Arnarhvoli (á móti Hörpu).
Þeir sem búa úti á landi hafa þurft að koma degi til Reykjavíkur til að ná að komast á Mannauðsdaginn og þessi hópur hefur reynt að hittast á fimmtudeginum, átt skemmtilega stund saman og eflt tengslin sín á milli.

Skráning á HAPPY HOUR

Nýlegur dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðalögum á vegum vinnuveitanda.

By Viðburðir

Dagur: 3. september 2024

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMS

Nýlegur dómur Hæstaréttar um vinnutíma í ferðalögum á vegum vinnuveitanda.

Síðastliðið vor kvað Hæstaréttur upp dóm í máli nr. 52/2023 þar sem viðurkennt var að þær stundir sem starfsmaður ríkisstofnunar varði til ferðalaga á vegum vinnuveitanda teldust vinnutími. Dómur þessi hefur fordæmisgildi fyrir allan vinnumarkaðinn. Jón Sigurðsson hrl. mun í erindi sínu rekja dómsniðurstöðuna og hvaða þýðingu hún hefur á vinnumarkaði.

Skráning á rafrænan fund

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.