Skip to main content
Category

Viðburðir

Geta opinberir aðilar verið leiðandi í sjálfvirkni og tækni?

By Viðburðir

Dagur: 8. maí 2025

Tími: 9:00-10:30

Staður:  Tilkynntur síðar

Geta opinberir aðilar verið leiðandi í sjálfvirkni og tækni?

50skills og Mannauður bjóða til morgunverðarfund  þar sem fulltrúar frá Hafrannsóknastofnun, Lögreglustjórinn á Vesturlandi, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Isavia munu segja frá því hvernig þau hafa sjálfvirknivætt sína ferla með Journeys frá 50skills.

Á fundinum verður sýnt hvernig þau hafa sjálfvirknivætt meðal annars:

  • Ráðningarbeiðnir
  • Inngönguferli nýs starfsfólks
  • Sumarráðningar
  • Starfslokaferli
  • Heilsustyrki
  • Samgöngustyrki
  • Endurgreiðslur á útlögðum kostnaði
  • Breytingar á starfshlutfalli
  • Þrekpróf

Þetta er viðburður sem veitir þér innblástur að því hvernig þú getur sjálfvirknivætt þína ferla. Hvort sem þú starfar hjá opinberum aðila eða einkafyrirtæki og hvort sem þú starfar í mannauðsmálum eða á öðrum sviðum.

Skráning á viðburð

Dagur: 12. apríl 2018

Tími: 8:30

Staður: Verkís, Ofanleiti 2

Lýsing

Starfsfólk á íslenska vinnumarkaðnum er að eldast og á næstu árum er stór kynslóð reynslumikilla einstaklinga að fara að hætta störfum sökum aldurs. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir áratuga starfsreynslu hjá sínum fyrirtækjum og hafa öðlast sérþekkingu á starfsemi þess. Til að missa ekki þessa mikilvæga þekkingu frá sér þurfa fyrirtækin að bregðast við að þróa aðferðir til að yfirfæra þekkinguna með árangursríkum hætti.

Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Verkís ætlar að bjóða okkur í heimsókn til sín og segja frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í nokkrum orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Eftir fundinn stendur okkur til boða að skoða húsnæðið og vinnuaðstöðuna.
Vinnuumhverfið var endurhannað fyrir nokkrum árum þegar Verkís flutti í það nýtt.  Rétta vinnuumhverfið er mjög mikilvægt varðandi yfirfærslu þekkingar.

Fundurinn verður hjá Verkís, Ofanleiti 2 og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.

Skráning á viðburð

Frá markþjálfun til mannauðs – Hagnýt ráð fyrir mannauðsfólk.

By Viðburðir

Dagur: 9. maí 2025

Tími: 9:00-10:30

Staður: Tilkynnt þegar nær dregur

Hvernig höfum við áhrif á og breytum hegðun starfsfólks á styrkjandi og uppbyggjandi máta þannig að fólk fer ekki í vörn heldur langar til að breyta hegðun sinni?
Fyrirlesari: Alda Sigurðardóttir, markþjálfi og mannauðsstjóri hjá Innnes.

Skráning á viðburð

Ubuntu! Dr. Bob Nelson

By Viðburðir

Dagur: 12. maí 2025

Tími: 14:00-15:30

Staður: Ármúli 11, 3. hæð (Hjá Dale Carnegie)

Dr. Bob Nelson will shares his expertise and energy to show managers and organizations how to obtain new levels of focus, excitement and results in any work environment through the principles of Ubuntu.

Learn the power of diversity and inclusion in today’s workplace! Ubuntu is a practical philosophy of unity, collaboration and connection used by Nelson Mandela to unify a deeply divided South Africa after the fall of apartheid in 1989 and practiced by notable business leaders such as Sir Richard Branson. It’s a strategy summed up by the words: „I am because we are“ that can be used with any group or organization to better build a common focus and a stronger sense of teamwork, unity, and collaboration to achieve goals.

Topics covered include:

  • The Core Principles & Philosophy of Ubuntu
  • Creating a Shared Vision and Sense of Purpose
  • Inspiring Others to Greatness at Work
  • Creating Greater Rapport from Shared Experiences at Work
  • Creative Ways to Recognize Team Effort and Results

 

Attendees of this presentation will learn:

1) The concept, philosophy, benefits and practice of Ubuntu to build stronger teams;
2) Examples and cases studies of Ubuntu in application in different environments; and
3) Specific strategies for bringing elements of Ubuntu back to their groups & organizations.

 

 

 

Skráning á félagsfund

Vörumerki án landamæra

By Viðburðir

Dagur: 29. apríl 2025

Tími: 9:00-10:00 (húsið opnar kl. 8:30)

Staður: Arion banki

Vörumerki býr í huga fólks hvort sem það er starfsfólk, viðskiptavinir eða aðrir hagaðilar. Fyrirtækjum hættir til að vinna í sílóum þar sem mannauðsstjóri og markaðsstjóri hafa lítil samskipti um vörumerkið og því alls óvíst hvort þeir upplifi það á sama hátt. Þarna eru oft múrar á milli sem vaktaðir eru af landamæravörðum innan fyrirtækisins. Það er  mikilvægt fyrir þessa verði að þekkja vel bæði ímynd og sjálfsmynd vörumerkisins. Einungis þannig tryggja þeir nægar upplýsingar til að vinna störf sín sem best með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi.

Á fundinn mæta forsvarsmenn Bestu íslensku vörumerkja vinnustaða árið 2024 en þetta eru fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri í að láta vörumerkið flæða á milli landamæra og tengja þannig jafnt við hug viðskiptavina og starfsfólks.

Fyrirlesarar:

Arion banki: Benedikt Gíslason, bankastjóri.

Advania: Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla.

Elko: Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri.

Nova: Margrét B. Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri.

Orkan: Auður Daníelsdóttir, forstjóri.

Skráning á viðburð

Ziik samskiptakerfið

By Viðburðir

Dagur: 27. mars 2025

Tími: 9:00-10:00

Fjarfundur á TEAMS

Þórsteinn Ágústsson framkvæmdastjóri Ziik á Íslandi mun kynna Norræna samskiptakerfið og samfélagsmiðlininn fyrir vinnustaði Ziik.

Þórsteinn mun fara í gegnum helstu sameiginlegu eiginleika Ziik og Workplace eins og smáskilaboð, hópa, fréttaveitu, geymslu fyrir verkferla og þekkingu og viðburði en einnig aðra viðbótar eiginleika. Eins og  aðlögun að eigin vörumerki og útliti vinnustaðarins, lestrar staðfestingum, öflugum API til að tengjast öðrum kerfum ásamt mörgu fleira.

Einnig fer hann yfir hvernig er hægt að flytja gögn og notendur á milli kerfana.

Skráning á fjarfund

Kynning á Viva Engage.

By Viðburðir

Dagur: 19. mars 2025

Tími: 9:00-09:45

Rafrænn fundur

Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskiptastjóri Advania, munu kynna ferli Advania við að finna arftaka fyrir Workplace. Þær munu ræða hvernig þau báru saman ólíkar vörur, hvaða viðmið og kröfur þau höfðu í huga, og af hverju Viva Engage varð fyrir valinu.  Einnig verður farið í gegnum innleiðingarferlið, áskoranir sem þau stóðu frammi fyrir og hvernig þau leystu þær.

Skráning á viðburð

Stefnur vinnustaða við starfsfólk sem eru þolendur heimilisofbeldis

By Viðburðir

Dagur: 5. maí 2025

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS (Fundarhlekkur sendur þegar nær dregur)

Á fundinum mun Adriana K. Pétursdóttir formaður Mannauðs og framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Rio Tinto ásamt sérfræðingi og ráðgjafa frá Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur obeldis og veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis ræða þessi mál.
Einnig verður fjallað um stefnur fyrirtækja í þessum málum og mikilvægi þess að til séu stefnur sem hægt er að fara eftir.

Skráning á viðburð

Hvernig hlustum við á teymi?

By Viðburðir

Dagur: 8. apríl 2025

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMs

Hvernig hlustum við á teymi?

Örn Haraldsson, teymisþjálfari og markþjálfi (ACTC,PCC) fjallar um teymi, hvernig við hlustum á teymi , algengar áskoranir og teymisþjálfun.

Við förum yfir hvað felst í að hlusta á teymi og glímum við spurningar eins og:

– Hvernig getur misgóð hlustun litið út?

– Hvaða sjónarhorn þurfum við hafa?

– Í gegnum hvaða linsur horfum við?

– Hvernig beitum við okkur til að heyra og skynja teymið í heild sinni?

– Hversu meðvituð þurfum við að vera um okkur sjálf, okkar ástand, hugsanir og hlutdrægni.

Skráning á fjarfund

Páskabingó fjölskyldunnar

By Viðburðir

Dagur: 2. apríl 2025

Tími: 17:30-18:30

RAFRÆNT BINGÓ Á TEAMS

Rafrænt PÁSKABINGÓ allrar fjölskyldunnar.
Allir mega spila með.
Glæsileg stór páskaegg í aðalvinninga og minni páskaegg í aukavinninga.
Öll börn sem spila með fá lítið páskaegg.

Skráning á viðburð

Hver ert þú sem stjórnandi – og hvernig upplifa aðrir þig?

By Viðburðir

Dagur: 7. maí 2025

Tími: 9:15-10:00

Fjarfundur á TEAMS

Hver ert þú sem stjórnandi – og hvernig upplifa aðrir þig?

Við höfum öll ´leader identity´ (óháð titli) – hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir og höfum áhrif á aðra. En oft er munur á því hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig aðrir upplifa okkur. Þessi gjá getur hindrað árangur í leiðtogahlutverkinu og haft keðjuverkandi áhrif á teymi og fyrirtæki í heild.

Í þessu erindi mun Guðrún Lind fjalla um:

  • Hvernig þú skerpir skilning á eigin ´leader identity´ og þróar áfram markvisst.
  • Mikilvægi þess að fá innsýn í hvernig aðrir upplifa þig.
  • Hvernig þú nýtir þessa þekkingu til að efla leiðtogafærni, seiglu og áhrif í forystu.

Þetta er einstakt tækifæri til að staldra við og skerpa sýn þína á það hver konar leiðtogi þú ert – og hver þú vilt verða.

Fyrirlesari er Guðrún Lind Halldórsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfi sem hefur unnið með hundruðum stjórnenda um allan heim. Hún rekur eigið fyrirtæki, Thrive REimagined, með aðsetur í Sviss, sem sérhæfir sig í að veita sérsniðnar lausnir fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni og byggja upp öflug teymi með markvissum hætti. Hún starfaði lengi sem stjórnandi á mannauðssviði í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og hefur víðtæka reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni á sviði mannauðsmála, stjórnun og breytingastjórnun.

Skráning á viðburð