Dagur: 10. febrúar 2023
Tími: 12:20-13:20
Staður: Húsakynni Akademiasar, Borgartúni 23, 3ja hæð, Reykjavík
Faghópur launa hjá Mannauði býður öllu félagsfólki sem starfar við launamál og launavinnslu og eða hafa áhuga á launamálum til tengslamyndarfundar. Á fundinum langar okkur að biðja gesti að vinna með okkur stutta þarfagreiningu á því hvernig félagið getur einna helst stutt við hópinn.
Boðið verður upp á léttar hádegisveitingar.
Við ætlum að kynnast hvort öðru aðeins betur þannig að það verði léttara að „hringja í vin“ ef með þarf að halda.
Skráning á viðburð
Dagur: 15. febrúar 2023
Tími: 16:30-18:30
Staður: FlyOver Iceland, Fiskislóð 43, 101 Reykjavík
Aðalfundur Mannauðs verður haldinn 15. febrúar n.k. í húsakynnum FlyOver Iceland, Fiskislóð 43, 101 Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 16:30 og stendur til 18:30.
FlyOver Iceland býður félagsfólki heim og eftir aðalfundinn verður boðið upp á léttar veitingar og FLUGFERÐ yfir Ísland. 🙂
Fundarstjóri: Hildur Elín Vignir.
Dagskrá:
-Skýrsla stjórnar – Ásdís Eir Símonardóttir, formaður
-Ársreikningur 2022, Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri
-Ákvörðun um árgjald
-Lagabreytingar
-Stjórnarkjör. Kosið verður um formann og stjórnarsæti
-Umræður um verkefni og áherslur næsta árs
-Önnur mál
Framboð til formanns Mannauðs:
Adriana K. Pétursdóttir, Rio Tinto
Framboð til stjórnar (í stafrófsröð):
Ása Karín Hólm, Stratagem
Daníel Gunnarsson, Alvotech
Gyða Kristjánsdóttir, Isavia
Helgi Héðinsson, Orkuveita Reykjavíkur
Hafdís Huld Björnsdóttir, RATA
Sif Hákonardóttir, CCP Games
Unnur Ýr Konráðsdóttir, Lucinity
Skráning á aðalfundinn fer fram á heimasíðu Mannauðs
https://mannaudsfolk.is/adalfundur-mannauds-2023-v…/
Fundinum verður einnig streymt og kosningin verður rafræn.
Skráning á aðalfundinn
Dagur: 7. mars 2023.
Tími: 9:00-12:00.
Staður: Hótel KEA á Akureyri.
Vinnustofa um helstu mannauðstrendin 2023
Vinnustofa þar sem unnið verður með helstu mannauðstrend ársins 2023, hvernig útfæra megi þau og innleiða á íslenskum vinnustöðum – til að búa þá undir helstu breytingar sem nú sjást á sjóndeildarhringnum.
Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi mun leiða vinnustofuna og vera með stutta samantekt um trendin.
Svo vinna þátttakendur saman í hópum, undir handleiðslu Herdísar, að hugmyndum fyrir útfærslu og innleiðingu trendanna.
Megináherslan verður á endurhugsun og endurhönnun alls þess sem skiptir vinnustaði og vinnuafl mestu máli þessa dagana – til hámarksárangurs allra aðila.
Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.
Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að búa vinnustaði undir vinnuumhverfi framtíðarinnar.
Skráning á vinnustofu
Dagur: 8. febrúar 2023.
Klukkan: 9:00-12:00.
Staður: Ármúli 11, Reykjavík. Hjá Dale Carnegie.
Klukkan: 9:00-12:00.
Staður: Ármúli 11, Reykjavík. Hjá Dale Carnegie.
Vinnustofa um helstu mannauðstrendin 2023.
Vinnustofa þar sem unnið verður með helstu mannauðstrend ársins 2023, hvernig útfæra megi þau og innleiða á íslenskum vinnustöðum – til að búa þá undir helstu breytingar sem nú sjást á sjóndeildarhringnum.
Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnendaráðgjafi mun leiða vinnustofuna og vera með stutta samantekt um trendin.
Svo vinna þátttakendur saman í hópum, undir handleiðslu Herdísar, að hugmyndum fyrir útfærslu og innleiðingu trendanna.
Megináherslan verður á endurhugsun og endurhönnun alls þess sem skiptir vinnustaði og vinnuafl mestu máli þessa dagana – til hámarksárangurs allra aðila.
Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.
Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að búa vinnustaði undir vinnuumhverfi framtíðarinnar.
Skráning á vinnustofuna
Dagur: 19. janúar 2023
Tími: 9:00-10:00
Fjarfundur á TEAMS
Liggy Webb, ráðgjafi og sérfræðingur á sviði „Modern Life Skills“. Hún er þekktur alþjóðlegur fyrirlesari og rithöfundur.
Resilience is an essential life skill to cultivate and your ability to be resilient to stress, setbacks, adversity and change depends so much on your inner resources and strength. Being a resilient person is more than just being able to recover and survive, it is also about learning to grow and thrive.
This webinar has been designed to give you a useful overview of personal resilience and help you to achieve the following:
- Be more resilient, agile and confident
- Cope better with challenges and change
- Think more positively and optimistically
- Cultivate a healthy work-home balance
- Take personal responsibility and action
Liggy Webb is an award winning and bestselling author, presenter and international consultant. She is also the founding director of The Learning Architect, an international consortium of behavioural skills specialists. She is recognised as a thought leader on human resilience and works with a wide range of businesses focusing on optimising potential through continual learning and behavioural agility.
Some of the organisations that Liggy has worked with includes the NHS, the BBC, Walt Disney, the International Telecommunication Union, the World Trade Organization, the United Nations and various public and private sector organisations, charities and universities.
Liggy believes that the diversity of her clients has provided her with a tremendous insightinto the many and varied challenges that people currently face in a rapidly changing and often volatile world.
She has written over thirty-five books (including her bite-sized book series) on a variety of life skills that help people to be happier, healthier, and more productive.
Liggy is passionate about distilling complexity and creating light, accessible and practical resources.
The guiding principles of her book on resilience through change has also been televised for a series with the BBC world service.
www.liggywebb.com
Skráning á viðburð
17. apríl 2018
Fjarfundur á TEAMS
9:00-10:00
Skráning á fyrirlestur Liggy Webb
Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti
Liggy Webb, ráðgjafi og sérfræðingur á sviði „Modern Life Skills“, þekktur alþjóðlegur fyrirlesari og verðlauna rithöfundur.
Liggy ætlar að fjalla um „Resilience – How to build inner strangth-.
Miðvikudagurinn: 11. janúar 2023.
Tími: 9:00-10:30.
Staðsetning fundar: Hjá Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar á 3. hæð. (salur Katla)
Tími: 9:00-10:30.
Staðsetning fundar: Hjá Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar á 3. hæð. (salur Katla)
Mannauðsmál hafa sjaldan verið í jafn miklum brennidepli og núna. Mannauðsfólk kom mörgum fyrirtækjum í gegnum heimsfaraldurinn og sýndi svo sannarlega hvað í þeim býr. Nú er heimurinn breyttur og margt að breytast varðandi framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuafls og vinnumarkaðar. Á þessum viðburði ætlar Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi að fara yfir spár nokkurra þekktra fræðimanna og ráðgjafafyrirtækja, um hvað þau telji að mest muni brenna á eða verða mikilvægast á árinu 2023 þegar kemur að mannauðsmálum.
Lesum saman í nýjustu trendin og ræðum hvernig við getum betur stutt okkar eigin vinnustaði til framtíðar og á sama tíma stutt við hlutverk félagsins okkar; Að efla fagmennsku í mannauðsstjórnun í þágu íslensks atvinnulífs.
Fyrirlesari er Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og stjórnendaþjálfi. Herdís hefur bæði menntun og mikla reynslu á sviði mannauðsstjórnunar. Hún sinnir einnig háskólakennslu á sviði stjórnunar og mannauðsmála og er stöðugt að fylgjast með því nýjasta í fræðunum.
Í dag starfar hún sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsmála auk þess sem hún tók nýlega þátt í því að stofna fyrirtækið Opus Futura, en það vinnur að þróun veflausnar sem mun aðstoða vinnustaði og einstaklinga við að finna hvort annað og para sig saman á alveg nýjan hátt.
Skráning á fundinn „Nýjustu TREND“
Dagur: 8. desember 2022
Staður: Veðurstofa Íslands
Mannauðstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir frá því hvernig þeim tókst að ná ótrúlega eftirtektarverðum árangri í Stofnun ársins 2021. (https://www.sameyki.is/kannanir/stofnun-arsins-2021/
Skráning á fræðslufund faghóps um mannauðsmál hjá ríkinu
Dagur: 20. nóvember
Tími: 9:30-10:30
Staður: World Class í Breiðholti. Gengið inn í gegnum sundlaugina.
Félagsfólki Mannauðs er boðið í InfraRed Yin Yoga teygjur og bandvefslosun í heitum sal í World Class í Breiðholti.
Sigrún Kjartansdóttir leiðir tímann.
Unnið er með djúpar teygjur, „gravity“ teygjur og bandvefslosun til að auka liðleika og hreyfigetu og auka vellíðan.
Þeir sem ekki eiga kort í World Class er boðið FRÍTT í tímann.
Takið með ykkur stórt handklæði og vatnsbrúsa og verið í léttum íþróttafötum.