Skip to main content
All Posts By

sigrun

Páskabingó fjölskyldunnar 2023

By Viðburðir

Dagur: Miðvikudagur 29. mars 2023

Fjarbingó í gegnum TEAMS kl. 17:30-18:30.

Allir í fjölskyldunni geta spilað með og hver og einn fær 2 spjöld til að spila með.  Hér er hlekkur þar sem þú getur náð í spjaldið. https://mfbc.us/v/n98erj8

Í vinninga eru PÁSKAEGG og PÁSKAEGG og PÁSKAEGG.
Ef fleiri en 1 fær Bingó á sama tíma er dregið.
Þeir sem ekki fá aðalvinninginn sem er stórt páskaegg, fá minna páskaegg í aukavinning.

Nánari leiðbeiningar verðar sendar þegar nær dregur.

Skráning á viðburð

Nýtt og gjörbreytt ráðningarumhverfi eftir COVID! Morgunverðarfundur.

By Viðburðir

Dagur: 12. maí 2022

Tími: 9:15-10:30

Fundarstaður: LS Retail, Hagasmára 3, Kópavogur

Vaka Ágústsdóttir ráðningar- og þjálfunarstjóri hjá LS Retail segir frá því hvernig Covid breytti ráðningum á einni nóttu.  LS Retail starfar í alþjóðlegu umhverfi og þessar áskoranir eru eins út um allan heim.
Hún fer í gengum það hvað hefur breyst og hvaða nýju áskoranir og áherslur  eru framundan.

Skráning á morgunverðarfund hjá LS Retail

Kynning á niðurstöðum Nordic HR Survey 2022

By Viðburðir

Dagur: 27. apríl 2022

Tími: 9:15-10:45

Fjarfundur á TEAMS

Bjørnar Løwe Skas  frá Ernst & Young, kynnir niðurstöður Nordic HR Survey 2022.  Könnunin er gerð meðal mannauðsfólks á öllum Norðurlöndunum.

Skráning á viðburð

„Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar“. Vinnustofa um „nýjustu trendin“ 2022.

By Viðburðir

Dagur: 30. mars 2022

Tími: 9:00-11:30

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (hjá Akademias)

Ómótstæðilegir vinnustaðir og öflugir leiðtogar.

Til að halda áfram að vinna úr því sem helstu fræðimenn og gúrúrar á sviði mannauðsmála eru að segja þessa dagana og þess sem þeir eru að hvetja mannauðsfólk til að einbeita sér að núna ætlum við að koma saman á vinnustofu og skoða hvernig við getum útfært og innleitt þetta á okkar vinnustöðum.

Vinnustofan verður í tveimur hlutum:

  1. Hvernig gerum við vinnustaðinn ómótstæðilegan – til að laða að og halda í fólk, á sama tíma og valdahlutföll breytast og væntingar og kröfur fólks aukast. Stuðst verður við nýja nálgun frá Josh Bersin en hann hefur sett fram 20 atriði til að gera vinnustaði ómótstæðilega og auka helgun (e. engagement) starfsfólks – hvernig getum við útfært þessi atriði og innleitt á okkar vinnustöðum?
  2. Hvernig styðjum við betur við stjórnendur í sínum hlutverkum og hvernig fáum við þá betur með okkur í að vinna að því að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan. Nokkur áberandi hefur verið upp á síðkastið í greinum erlendra fræðimanna skilaboð þeirra um að almennir stjórnendur verði að vinna betur með mannauðsdeildum í að laða að, halda í og efla hæft fólk.

Herdís Pála verður með stutt innlegg í upphafi hvors hluta vinnustofunnar, svo verður farið í hugmyndavinnu í hópum. Í lokin mun Herdís Pála leiða umræður meðal þátttakenda.

Eftir vinnustofuna fá þátttakendur senda samantekt úr hugmyndavinnu allra hópanna, gagnabanka fullan af góðum hugmyndum sem settar eru fram miðað við íslenskan veruleika – hugmyndum til að gera vinnustaði ómótstæðilega, auka helgun og efla leiðtoga.

Vinnustofan verður haldin 30. mars, kl. 9-11:30.

Fundarstaður: Borgartún 23, 3. hæð (í húsnæði Akademias)

Skráning á viðburð

Atvinnutækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu

By Fréttir

Dagur: 2. nóvember 2022

Tími: 9:15-10:15

Morgunverðarfundur haldinn hjá Samkaupum (fundarsalurinn „Betri stofan“ í Firðinum í Hafnarfirði)

Málstofa um „Atvinnutækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu“.
Framsögu sjá þær um, Gunnur Líf Gunnarsdóttir frá Samkaupum og Sara Dögg frá Þroskahjálp.

Skráning á viðburð

Kúnstin að fara í gegnum breytingar!

By Viðburðir

Dagur: 6. apríl 2022

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Fjallað verður um breytingarferli og hvernig breytingarferli geta haft mismunandi áhrif á líðan einstaklinga og hópa. Farið verður yfir gagnleg viðhorf í breytingum. Sem og hvað fólk getur gert til að takast á við krefjandi breytingar á vinnustað.

Fyrirlesari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.

Skráning á viðburð

Gjaldgengi á vinnumarkaði eftir miðjan aldur!

By Fréttir

Dagur: 15. mars 2022

Tími: 9:15

Fundur á TEAMS

Er erfiðara fyrir fólk sem komið er yfir fimmtugt að fá vinnu heldur en þá sem eru yngri? Getur verið að kennitalan hafi þau áhrif að umsækjendur komi almennt ekki til greina í auglýst störf?
Og getur verið að aukin menntun hafi enn meiri fælingarmátt?

Málstofunni stýra Ingunn Ólafsdóttir lögfræðngur og mannauðsráðgjafi og Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla.

Fréttablaðið birti grein eftir Ingunni Ólafsdóttur um hennar upplifun hvað þetta varðar eftir að hún missti vinnuna í október í fyrra.
Greinin vakti mikil viðbrögð og svo virðist sem margir sem eru í sömu sporum séu að upplifa það sama og hún.

Á málstofunni ætlar Ingunn að fara aðeins yfir greinina og hvatann að skrifunum og þau miklu viðbrögð sem hún fékk í kjölfarið og Harpa þekkir vel til margra sem hafa verið og eru í þessum sporum í dag og hafa sagt henni sögu sína.

Skráning á viðburð

VORPARTÝ Mannauðs á Alþjóðlega Mannauðsdaginn

By Viðburðir

Föstudagur: 20. maí 2022

Klukkan 17:30-19:30

Í húsakynnum Akademias í Borgartúni 23, 3. hæð í Reykjavík

Skráning í VORPARTÝ Mannauðs 2022

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

Dagur:  2. mars 2022

Tími: 9:15-10:30

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var útbúin sérstök kynning fyrir íslenskt mannauðsfólk sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttur og Jóns Jósafats hjá Dale Carnegie á Íslandi.

Skráning á fundinn

Stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu.

By Viðburðir

2. mars 2022

Fjarfundur.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

9:15-10:30

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Nýlega gerði Dale Carnegie skýrslu um stefnumótandi aðgerðir til að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og í framhaldinu var gerð kynning fyrir mannauðsfólk á Íslandi sem inniheldur íslenska tölfræði.

Í kynningunni er fjallað um fjórar hagnýtar leiðir til að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna.

Jón Jósafat og Unnur Magnúsdóttir hjá Dale Carnegie á Íslandi sjá um kynninguna.