Mannauðsdagurinn 2023 verður haldinn föstudaginn 6. október í Hörpu. Alls sóttu um 750 einstaklingar daginn í fyrra og hafa gestir aldrei verið fleiri. Í ár tökum við undir okkur alla Hörpu og verður viðburðurinn í Eldborg, Silfurbergi, Norðurljósum og á göngum Hörpu. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!