Skip to main content
All Posts By

sigrun

Heilsueflandi vinnustaður og viðbragðsáætlun vinnustaða við skyndilegum missi.

By Viðburðir

Dagur:  24. nóvember 2022

Tími: 9:00-10:00

Staður:  Húsnæði Landlæknis í Katrínartúni 2, 6. hæð

Fjallað verður um Heilsueflandi vinnustaði, hugmyndafræðina þar að baki, gátlista og hvernig vinnustaðir geta nýtt sér verkfæri Heilsueflandi vinnustaða. Sérstaklega verður fjallað um viðbragðsáætlun fyrir vinnustaði vegna skyndilegs andláts samstarfsfélaga eða ástvinar samstarfsfélaga.

Inga Berg Gísladóttir hjá Landlæknisembættinu  og Þórgunnur Hjaltadóttir taka á móti hópnum.

Skráning á viðburð

InfraRed teygjur og bandvefslosun

By Viðburðir

Dagur:  20 nóvember 2022

Klukkan:  9:30-10:30

Staður:  World Class í Breiðholti

Félagsfólki í Mannauði er boðið í InfraRed teygjur og bandvefslosun í World Class í Breiðholti.
Sigrún Kjartandóttir leiðir tímann.
Takið með ykkur stórt handklæði og vatnsbrúsann og komið í léttum og þægilegum íþróttafötum.

Þessi heimsókn er liður í nýjung þar sem við Mannauðsfólk ætlum nokkru sinnum yfir árið að hittast undir öðrum kringum stæðum en á fundum eða viðburðum.  Tilgangurinn er að eiga góða stund saman og kynnast betur.

Skráning í teygjur og bandvefslosun hjá Sigrúnu

Velkomin til starfa – Ráðningar og móttaka nýliða

By Fréttir

Dagur:  26. október 2022

Tími: 9:15-10:15

Staður: Gróska í Vatnsmýrinni.  Fundum verður streymt og verður hlekkurinn settur á FB okkar þegar nær dregur.

Við vitum öll að ráðningar og nýliðun hjá fyrirtækjum getur oft verið flókið og tímafrekt ferli. Fyrirtæki gera það á mismunandi hátt.

Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunar ræðir um ráðningaferlinn þeirra, auglýsingar og hvernig gengur þeim að ráða í lausar stöður hjá þeim.

Adriana Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónstu ræðum um “onboarding” ferli þeirra, flækjustigið og hvernig þau halda utan um öll þau atriði sem fylgir því að fá nýtt starfsfólk.

Kristján Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50 skills ræðir um hvernig kerfið getur hjálpað fyrirtækjum til að laða að til sín flottu fólki og boðið þau velkomin á skilvirkan hátt.

Skráning á viðburð

Meistaramínútur – Kynning á niðurstöðum rannsóknar um líðan mannauðsfólks á Íslandi

By Fréttir

Dagur: 20. október 2022

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS.  Hlekkur sendur þegar nær dregur.

Edda Björg Sigmarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Eimskip  kynnir niðurstöður meistararannsóknar sinnar um „Líðan mannauðsfólks á Íslandi“.

Skráning á viðburð

Stóra fræðsluránið

By Viðburðir

Dagur: 14. október 2022

Kl. 12:15-13:00

Í fundarsal Akademias í Borgartúni 23, 3. hæð, Reykjavík

Stóra fræðsluránið – Hvernig virkjum við sköpunargleðina?

Rannsóknir hafa bent á að fyrirtæki eyða miklum fjármunum í fræðslu sem skilar ekki langtíma árangri.
Birna mun fjalla um þetta og hvernig við getum notað sköpunargleðina til þess að leysa þetta kostnaðarsama vandamál.

Um Birnu Dröfn Birna Dröfn Birgisdóttir er meðstofnandi Bulby sem þróar sköpunargleði-hugbúnað til að markvisst efla sköpunargleðina. Birna hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði. Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Skráning á viðburð

Þjónusta Vinnumálastofnunar við flóttamenn og einstaklinga utan EES.

By Viðburðir

Dagur:  12. september 2022

Fjarfundur á TEAMS

Farið verður yfir heildstæða þjónustu Vinnumálastofnunar við flóttamenn og einstaklinga utan EES. Helstu atriði við umsóknir og afgreiðslu atvinnuleyfa, þjónusta við atvinnuleit og þjónusta stofnunarinnar við atvinnurekendur þ.m.t. umsóknir um ráðningarstyrki.
Það eru Þóra Ágústsdóttir, Edda Bergsveinsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir frá Vinnumálastofnun sem stýra fundinum.

Skráning á viðburð

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði eftir Covid

By Viðburðir

Dagur: 29. september 2022

Tími: 9:00-10:00

Staður: Hjá Samtökum verslunar og þjónustu í Borgartúni 35, Reykjavík

Prósent í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, Samtök Verslunar og þjónustu (SVÞ) og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Kulnun Íslendinga
Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.

Rannsóknarmódelið sem notast var við til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinning fyrir lágum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement).

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður. Markmið fundar er að kynna hvernig staðan á vinnumarkaðinum er m.t.t. kulnunarstigs, hver staðan er fyrir og eftir Covid og þróunina á milli þessara tímabila.

Einnig verður kafað dýpra til að skoða hvort munur sé á milli hópa út frá starfi, fjölda tíma sem starfsfólk vinnur á viku, munur á opinbera geiranum og einkageiranum, kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

Dæmi um niðurstöður síðan 2021
Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

Skráning á fundinn fer fram á þessum hlekk: https://svth.is/vidburdir/kulnun-islendinga-a-vinnumarkadi-fyrir-og-eftir-covid/

Skráning á fundinn fer fram https://svth.is/vidburdir/kulnun-islendinga-a-vinnumarkadi-fyrir-og-eftir-covid/

Haust Kick Off Mannauðs

By Viðburðir

Dagur: Byrjun september 2022

Tími: 17:00-19:00

Staður:  Tilkynnt þegar nær dregur

Við hefjum vetrarstarfið með „smá hittingi“ félagsmanna eftir sumarfrí. Þannig eflum við tengslanetið enn frekar og bjóðum nýja félaga velkomna til okkar.

Skráning á viðburð

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Moodup

By Viðburðir

Dagur: 15. september 2022

Tími: 9:00-10:00

Staður: Grand Hótel Reykjavík

Athugið: Verð kr. 3.900

Starfsánægja á Íslandi og leiðir til að auka hana!

Björn Brynjúlfur framkvæmdastjóri Moodup kynnir niðurstöður nýrrar greiningar Moodup á yfir 400.000 svörum við púlsmælingum.

Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Líf & sál fjallar um árangursríkar leiðir um það hvernig við getum aukið starfsánægju.

Skráning á fundinn fer fram á þessum hlekk:
https://moodup.is/morgunfundur

Moodup býður félagsfólki heim og kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun og líðan starfsfólks á Íslandi.