Skip to main content
All Posts By

sigrun

Samskipti stéttarfélaga og fyrirtækja

By Viðburðir

Dagur: 29. október

Tími: 9:00-10:30

Staður: Ármúli 11, hjá Dale Carnegie

Krefjandi starfsmannamál er bæði erfið fyrir fyrirtæki og alla hluteigandi aðila.

Því er mikilvægt að þau mál séu leyst með góðri samvinnu meðal annars með stéttarfélögum þegar það á við. Þar sem hagsmunagæsla stéttarfélaga er ekki endilega í samræmi við kröfur sem settar eru á vinnuveitenda, flækjast málin.

Því er spurning hvað er best að gera?

Tekið verður dæmi frá félagsmanni um erfitt og flókið mál sem snéri að samskiptum við stéttarfélag í krefjandi áreitnismáli.

Skráning á viðburð

Eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?

By Viðburðir

Dagur: 7. nóvember 2024

Staður: Hjá Kara Connect í Skipholti 25, Reykjavík

Tími: 14:00-16:00 og léttir drykkir á eftir

Eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?

Kara Connect bíður í vinnustofu þar sem reifaðar verða nokkrar spurningar sem liggja á mannauðsstjórum og farið yfir strauma og stefnur varðandi velferðarmál starfsmanna almennt.
Á vinnustofuna komast eingöngu 12 gestir, trúnaðar hafður í fyrirrúmi og rædd brýn mál sem liggja á stjórnendum þessa dagana.
Þorbjörg Helga leiðir umræðuna ásamt gestafyrirlesurum.

DAGSKRÁ:
14.00: Reynslan: Velferðartorg Bláa lónsins – Mannauðsstjóri Bláa lónsins miðlar reynslu

14.40: Hver er þróunin í geðheilbrigðismálum? Hversu langt á fyrirtækið að ganga?

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir:

  • Hvernig eru fyrirtæki hluti af velferðarkerfinu?
  • Hvers vegna er þessi aukning á vanlíðan og einmanaleika?
  • Er unga kynslóðin sem er að koma inn öðruvísi hvað varðar heilsu?
  • Hvernig er „hybrid“ vinna að hafa áhrif á afköstu og teymisvinnu?

15.50: Hvernig byggjum við velferðartorg

– Kynning á hvernig velferðartorgin virka

16.10: Ljúfir áfengir og óáfengir drykkir

Skráning á viðburð

HAPPY HOUR – OPUS FUTURA

By Viðburðir

Miðvikudagur 6. október 2024

Klukkan: 19:00-20:00

Staður: Novotel hótelið í Manchester.

OPUS – FUTURA býður í HAPPY HOUR á Novotel hótelinu milli kl. 19:00 – 20:00.

Skráning á viðburð

HAPPY HOUR – ALFREÐ

By Viðburðir

Dagur: 5. október 2024

Tími: 19:00 – 20:00 á barnum á IBIS hótelinu

Alfreð.is býður í HAPPY HOUR kl. 19:00 – 20:00 á IBIS hótelinu í Manchester.

Skráning á viðburð

DINNER í Manchester

By Viðburðir

Dagur: 7. október 2024

Tími: 19:00 Kokteill í boði Vinnvinn
Tími: 20:00 Dinner í boði Mannauðs

Staður: Habbibi, Manchester, UK

Í tengslum við ferð Mannauðs á CIDP ráðstefnuna í Manchester, býður Vinnvinn í kokteil milli kl. 19:00-20:00 og Mannauður í DINNER frá kl. 20:00 á Habbibi veitingastaðnum í Manchester.

Skráning á viðburð

Fullkomin streita – fullkomnunarárátta, streita og kulnum.

By Viðburðir

Dagur:  17. október 2024

Tími: 15:00-16:30

Staður: Kvika banki í Katrínartúni

Fyrirlestur um fullkomnunaráráttu, streitu og kulnun og samspil þessara þátta. Kristín Þóra flytur brot úr verki sínu „Á rauðu ljósi“ sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúskjallaranum.

Helga Lára Haarde, ráðgjafi og sálfræðingur

Hildur Vilhelmsdóttir, ráðgjafi

Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona.

Skráning á viðburð

Sýningarpassar starfsmanna á sýningarbásum

By Viðburðir

Dagur: 4. október 2024

Tími: 8:00-17:00

Staður: Harpa, ráðstefnuhús

Skrá þarf alla starfsmenn sem verða á sýningarbásunum.
Við útbúum sérstaka PASSA fyrir þá með nafninu þeirra og fyrirtæki.
Hverjum heilum bás fylgja 2 sýningarpassar með nafni starfsmanns.
Eftir að gestir ráðstefnunnar hafa borðað milli kl. 12:00 – 13:15 þá stendur þeim starfsmönnum sem eru með PASSA til boða að fara niður og borða.
Ef þið viljið hafa fleiri en 2 starfsmenn á básnum ykkar, þá kostar hver passi 10.000 kr.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast skráðu inn nafn fyrirtækis eins og það á að birtast á nafnspjaldi starfsmanna á sýningarbásnum.
Vinsamlegast skráðu inn kennitölu fyrirtækis
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn fullt nafn eins og það á að birtast á nafnspjaldi viðkomandi.
Vinsamlegast skráðu inn netfang tengiliðs.
Vinsamlegast skráðu inn farsíma tengiliðs.

Náðu Árangri

By Viðburðir

Dagur: 22. október 2024

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMS

Í fyrirlestrinum Náðu Árangri mun Ásdís Hjálmsdóttir Annerud Íslandsmethafi í spjótkasti tala um aðferðirnar sem hún nýtti sér til að komast á þrenna Ólympíuleika og klára doktorsnám á sama tíma. Fókusinn er á hvernig við getum fundið út hvaða útkomu við viljum fá, sett okkur markviss markmið til þess að komast þangað og þróað með okkur vinnings hugarfarið til þess að geta tekist á við pressu og mótlæti. Á þennan hátt getum við náð árangri á hvaða sviði sem er.

Dr. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þrefaldur Ólympíufari og starfar sem fyrirlesari.

Skráning á viðburð

Spjall um arftaka Workplace

By Viðburðir

Dagur: 11. september 2024

Tími: 9:15

Fjarfundur á TEAMS

Opinn fundur og vangaveltur um nýtt samskiptakerfi í staðinn fyrir Workplace.
Umræðustjóri er Teitur H. Syen.

Skráning á viðburð

Endurgreiðsla vegna fræðslu fyrirtækja, hvað stendur fyrirtækjum til boða?

By Viðburðir

Dagur: 12. september 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Fyrirtæki á almennum markaði geta með einföldum hætti sótt um styrki vegna fræðslukostnaðar. Farið verður yfir hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn og hvernig fyrirkomulag sjóða sem standa að Áttinni virkar.

Skráning á fjarfund