Skip to main content
All Posts By

sigrun

Mannlega hliðin á sjálfbærni

By Viðburðir

Dagur: 7. maí 2024

Tími:  9:00-10:30.  Boðið í morgunkaffi kl. 8:45

Staður: Hjá Marel í Austurhrauni 9, Garðabæ (fundarherbergi BAKKI)

Hvað þýða nýju sjálfbærniviðmið ESB fyrir mannauðstjórnun íslenskra fyrirtækja?

Dagskrá:
Sjálfbærnimarkmið Marel á Íslandi (Hrefna Haraldsdóttir, Location Manager Marel Iceland og Hildur Arnars Ólafsdóttir, Mannauðsstjóri Marel á Íslandi)

Hvað þýða sjálfbærniviðmið ESB fyrir mannauðstjóra fyrirtækja (Ketill Berg Magnússon, Regional Director HR, North Europe og kennari í sjálfbærni við HR)

– Umræður

10.30 – Fundarlok

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Hvernig verður fræðslumenning til?

By Viðburðir

Dagur: 2. maí 2024

Tími: 9:15-10:00

Rafrænn fundur á TEAMS

Flest fyrirtæki vita af mikilvægi fræðslu og endurmenntunar starfsfólks. En hvernig er hægt að gera fræðslu að hluta af daglegri starfsemi fyrirtækja? Hvaða áskoranir glíma fyrirtæki við þegar kemur að því að móta fræðslumenningu?
Aðalheiður Hreinsdóttir hefur um árabil unnið náið með mannauðs- og fræðslustjórum í að tækla þær áskoranir og leita lausna. Hún hefur stýrt reglulegum samtalsfundum þar sem að mannauðsstjórar ræða mikilvægi þess að virkja starfsfólk og ekki síst stjórnendur þegar kemur að fræðslu. Heiða fer yfir helstu punkta frá samtalsfundum um fræðslu og greinir frá því hvernig tímaskortur, skortur á skýrum fræðsluáætlunum og skilningsleysi á mikilvægi símenntunar standa í vegi fyrir framgangi og hvernig þessar hindranir geta dregið úr möguleikum fyrirtækja til að vaxa og dafna. Ljóst er mikilvægi þess að allir stjórnendur, allt frá æðstu yfirstjórn til millistjórnenda, séu ekki aðeins meðvitaðir um ávinning fræðslu heldur séu þeir einnig fyrirmyndir í fræðsluþátttöku. Heiða leggur áherslu á mikilvægi skilvirkra samskipta til að kynna gildi fræðslunnar og hvernig hægt sé að nýta skapandi leiðir til að hvetja og viðurkenna fræðsluþátttöku. Með því að leggja fram þessa nálgun, hvetur Heiða til aðgerða til að byggja upp menningu sem ekki aðeins styður við fræðslu og þróun, heldur nýtir þessa þætti til að efla fyrirtæki og starfsfólk til framtíðar vaxtar og velgengni.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Áhrif gervigreindar á mannauðsmál á Íslandi

By Viðburðir

Dagur: 23. apríl 2024

Rafrænn fundur á TEAMS

Fyrirlesturinn er kynning á MSc verkefni Elínar Guðrúnar Þorleifsdóttur í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Kynningin fjallar um áhrif og möguleika gervigreindar í mannauðlausnum á Íslandi.
Hún byggir á MSc rannsókn hennar, sem fjallar um viðhorf og traust mannauðsstjóra til gervigreindar og hagnýtingu hennar.

 

Skráning á rafrænan fund

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Vorfagnaður FAGFÉLAGANNA (Mannauðs, SKY, FVH, Ímarks og Stjórnvísis)

By Viðburðir

Dagur: 30. apríl 2024

Tími: 14:00-16:00 og tengslamyndunarkokteill frá 16:00-18:00

Staður: Hilton Reykjavík Nordica

Vorráðstefna fagfélaganna, Mannauðs, SKY, FVH, Ímarks og Stjórnvísis.

Skráning á fer fram á vef SKY.  www.sky.is

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Að ná djúpstæðum árangri í breytingum!

By Viðburðir

Dagur: 29. febrúar 2024

Tími: 14:30-16:00

Staður: Háskólinn á Akureyri og líka í streymi

Er nóg að vera frábær í breytingum til að ná árangri?  Eða þarf að fara á dýptina til þess að gera breytingar á vinnustaðnum auðveldari?

Fyrirlesturinn er fyrir stjórnendur, leiðtoga, umbótasinna, mannauðsfólk og aðra sem vilja ná árangri í breytingum.  Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins.

Ágúst hefur 20 ára reynslu af breytingum en hann starfar sem stjórnunarráðgjafi í breytingum hjá Viti ráðgjöf.  Auk þess kennir Ágúst við Opna háskólann.

Skráning á viðburð

Nýjustu áherslur í mannauðsmálum 2024 – rafrænn fundur

By Viðburðir

Dagur: 13. febrúar 2024

Tími: 9:00-10:30

Rafrænn fundur

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á fundinum munu ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi fjalla um þessa þætti.

Fundurinn verður rafrænn.

Skráning á rafræna fundinn

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Setjum geðheilbrigði á dagskrá.

By Viðburðir

Dagur: 21. febrúar 2024

Tími: 16:00-17:30

Staður: Tryggingastofnun – TR, Hlíðarsmára 11, Kópavogi

Tryggingastofnun og Mental ráðgjöf bjóða félagsfólki í heimsókn.

Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf fjallar um geðheilbrigði á vinnustöðum og mikilvægi þess að opna á hreinskipta umræðu og taka nauðsynleg skref í átt að bættu geðheilbrigði starfsfólks.
Hólmfríður Finnsdóttir, mannauðsstjóri TR og Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR fjalla um árangursríkt samstarf TR og Mental og innleiðingu á viðbragðsáætlun TR sem ætlað er að skapa umgjörð og tryggja áhrifaríkar leiðir til að styðja við geðheilsu starfsfólks.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

VINNUSTAÐAMENNING – fræðsluferð

By Viðburðir

Dagur: 21.-24. maí 2024

Staður: Hotel de Sterrenberg, Otterlo, Holland

INNGILDANDI VINNUSTAÐAMENNING

Fræðsluferð fyrir mannauðsfólk 21.-24. maí 2024 í Otterlo, Hollandi

Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um leiðir til að stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjörnu verðmætamati á vinnustaðnum. Farið verður yfir helstu ástæður og afleiðingar útilokandi vinnustaðarmenningar og fjallað um leiðir sem hægt er að fara til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu starfsfólks gagnvart málaflokki jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar.

Námskeiðið verður haldið á fallegu hóteli við þjóðgarð í Hollandi. Í dagskránni verður svigrúm til að njóta nágrennisins gangandi og hjólandi og styrkja tengsl mannauðsfólks frá ólíkum vinnustöðum.

Verð m.v. einstaklingsherbergi, €1700,-
Verð m.v. tveggja manna herbergi, €1500,-

Innifalið í verði er námskeið, gisting, ferðir til og frá lestarstöð og máltíðir tilgreindar í dagskrá. Athugið að bókun og skipulag flugferða er á ábyrgð þátttakenda sjálfra.

DAGSKRÁ

Þriðjudagur 21. maí 2024

14.30     Innritun á Hotel de Sterrenberg

16.00     Kynning á dagskrá og samhristingur

18.00     Kvöldverður á Cépes

Miðvikudagur 22. maí 2024

08.30     Morgunverður

10.00     Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir

12.30     Hádegisverður

13.30     Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum – Sóley Tómasdóttir

16.00     Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið

19.00     Kvöldverður á Cépes

Fimmtudagur 23. maí 2024

08.00     Morgunverður

10.00     Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Sóley Tómasdóttir

11.00     Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat – Helga Björg O. Ragnarsdóttir

12.30     Hádegisverður

13.30     Hvað ætlum við að gera við það sem við höfum lært?

16.00     Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið

Föstudagur 24. maí 2024

8.00       Morgunmatur
10.00     Heimferð

Skráning í ferðina

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Vinnustofa II – Áherslur í mannauðsmálum 2024

By Viðburðir

Dagur: 25. janúar 2024

Tími: 9:00-10:30

Staður: Hjá Dale Carnegie, Ármúla 11, Reykjavík

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á þessari vinnustofu munu fjórir ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi koma með innlegg um þessa þætti og í framhaldi af kynningu hvers þáttar verða umræður þar sem við tengjum þættina íslenskum vinnumarkaði.

Þessi seinni vinnustofa verður haldin 25. janúar 2024 í húsnæði Dale Carnegie við Ármúla 11, 3. hæð frá kl. 9:00-10:30.  Vinnustofan er staðbundin.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Nýjustu „trend“ í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum

By Viðburðir

Dagur: 21. febrúar 2024

Tími: 16:00-17:30

Staður: Tryggingastofnun TR, Hlíðarsmála 11, Kópavogi

Hver eru „nýjustu trendin“ í geðheilbrigðismálum á vinnustöðum?
Tryggingastofnun býður félagsfólki Mannauðs í heimsókn til sín í Hlíðarsmára 11, Kópavogi.
Þar fjalla Helena Jónsdóttir hjá Mental ráðgjöf og Hólmfríður mannauðsstjóri TR og Huld forstjóri TR um þessi mál og segja frá árangursríku samstarfi sínu.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.