Skip to main content

6. september 2018

Orkuveita Reykjavíkur,
Bæjarhálsi 1,
110 Reykjavík.

8:30 – 10:00

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.

Stjórnendur og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur bjóða félagsmönnum til sín í heimsókn og ætla að miðla af reynslu sinni af vinnu þeirra með  jafnréttismálin.  Einnig ætla þau að segja okkur frá því hvernig vinna með gögn studdi vegferðina, hvað gekk vel, hvað þau ráku sig á og hvað mátti betur fara.

Dagskráin:

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR samstæðunnar.
– Stóra myndin – Af hverju er mikilvægt að láta sig jafnréttismál varða?
– Mikilvægi æðstu stjórnenda í hugarfarsbreytingu fyrirtækis.

Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsráðgjafi.
– Hvað höfum við gert varðandi jafnréttismál?
– Hvernig styður menning við þá vegferð?
– Hlutverk stjórnenda og mikilvægi þess að ná þeim með.

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind.
– Hvernig styðja gögn og greiningar við þessa vegferð, af hverju er mikilvægt að hafa gögn?
– Hvað höfum við lært í okkar vegferð? Hvaða mistök gerðum við sem aðrir þurfa ekki að gera?
– Hvað þarf að gera/vera til staðar til að hægt sé að greina gögn eftir kyni
– Hverju þarf að huga varðandi slíkar greiningar, hagnýtir punktar fyrir fyrirtæki.
-Hvernig er hægt að nota gögn til að fela kynbundinn launamun – eða hvað þarf að forðast?

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, eigandi Pay Analytics.

-Segir frá jafnlaunatólinu og hvað er nýtt við það, hvað er hægt að gera með tólinu sem fyrri aðferðir gátu ekki.
–          Hvernig nýtist tólið til að útrýma kynbundnum launamun?