Skip to main content

14. nóvember 2018.

Fundurinn byrjar kl. 9:00.  Boðið verður upp á létt morgunkaffi frá kl. 8:30.

Staður: Iðan – fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Lýsing

Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum eru um þessar mundir annað hvort að íhuga eða jafnvel langt komin með innleiðingu á fjarnámsumhverfi. Fræðsluhópur Mannauðs og Iðan, fræðslusetur boða til fundar þar sem fjallað verður um þetta.

Það sem öllu minna hefur verið rætt um er gæði þess efnis sem nýtt er í þessum kerfum. Staðreyndin er nefnilega sú að það er tiltölulega einfalt að setja upp og innleiða fjarnámskerfi en það er öllu flóknara að vinna efni þangað inn sem er allt í senn, vandað, gagnlegt og nýtir möguleika fjarkennslunnar. Það er ekki nóg að taka gamla efnið og flytja yfir á hinn nýja vettvang. Það þarf oftar en ekki að endurvinna efnið eða jafnvel búa til nýtt efni alveg frá grunni. Hvor leiðin sem er valin, kallar á undirbúning, aðstöðu, tækjabúnað og fjölbreytta þekkingu. Það má leiða að því getur að stærsta hindrunin í vegi vel heppnaðar innleiðingar og notkunar á fjarnámi verði sjaldnast fjarnámskerfið sjálft heldur kennslan og kannski fyrst og fremst námsefnið, sem í mörgum tilfellum er nánast sami hluturinn í fjarnámi.

Fræðsluhópur Mannauðs í samvinnu við Iðuna, fræðslusetur býður til fundar þar sem fjallað verður um námsefnisgerð með áherslu á myndskeið og fjarnámsumhverfi. Bent verður á fjölbreyttar leiðir til að setja saman og vinna námsefni með það í huga að efla sjálfstæði þeirra sem koma að slíkri vinnu. Einnig verður fjallað um margvíslegar lausnir og tækjabúnað, allt frá snjallsímum og spjaldtölvum upp í stúdíóvinnu.

Að lokum verður bent á fjölbreyttar leiðir til að sækja og nýta efni sem þegar er til og hentugan hugbúnað, bæði ódýran og dýrkeyptari. Eitthvað fyrir alla. Það er nefnilega hægt að gera ótrúlega vandaða og skemmtilega hluti með einföldum hætti.

Fyrirlesarar eru Sigurður Fjalar Jónsson og Fjóla Hauksdóttir frá Iðunni fræðslusetri.
Eftir kynninguna verður opin umræða þar sem m.a. Gerður Pétursdóttir frá Isavia og Íris Sigtryggsdóttir frá Advania deila reynslu sinni.
Einnig sýna Sigurður Fjalar og Fjóla „VERKFÆRAKISTUNA“ sem inniheldur ýmis tæki og tól sem hægt er að nota við námsefnisgerðina.

Fundurinn verður haldinn hjá Iðunni, fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík og hefst kl. 9:00. Léttur morgunverður frá kl. 8:30.  Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 11:00.

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti

Error: Contact form not found.