Dagur: 28. febrúar 2025
Tími: 9:15-10:15 – Rafrænt á TEAMS
Kynning á Workvivo samskiptakerfinu/samfélagsmiðlinum fyrir vinnustaði, arftaki Workplace?
Crayon á Íslandi og fulltrúar Workvivo kynna lausnina þá möguleika sem hún býður upp á.
Eins og fram hefur komið hefur Meta ákveðið að leggja Workplace á hilluna. Þau tíðindi komu mörgum á óvart enda verið sú lausn sem hefur einna best leyst þörf fyrirtækja hérlendis fyrir lifandi innri samfélagsmiðil sem nær til allra starfsmanna. Hvort sem um framlínufólk eða starfsfólk með fasta vinnustöð er að ræða. Það liggur fyrir að nú þarf að skoða hvaða lausn henti best til að leysa Workplace af hólmi.
Eins og fram kom í tilkynningu Meta á þá varð Workvivo fyrir valinu sem þeirra eini samstarfsaðili við útleiðingu Workplace. Workvivo er sú lausn sem er hvað mest sambærileg, fer jafnvel fram úr eiginleikum, viðmóti, tengimöguleikum Workplace og ekki síður þegar kemur að því að viðhalda fyrirtækjamenningu og jákvæðri upplifun notenda. Nú þegar er virkni til staðar í báðum kerfum sem gerir flutning ganga á milli lausnanna snuðrulausan, hvort sem flytja á öll gögn eða hluta þeirra.
Crayon á Íslandi er eini samstarfsaðili Workvivo hérlendis og hefur nú þegar verið mörgum fyrirtækjum og stofnunum innanhandar sem hafa valið lausnina til að taka við af Workplace.
Á fundinum munu Ólafur Borgþórsson frá Crayon, Anna Heffernan og Evelyn O‘Flynn frá Workvivo kynna lausnina.
Kynningin fer fram á ensku.