Dagur: 19. mars 2025
Tími: 9:00-09:45
Rafrænn fundur
Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, samskiptastjóri Advania, munu kynna ferli Advania við að finna arftaka fyrir Workplace. Þær munu ræða hvernig þau báru saman ólíkar vörur, hvaða viðmið og kröfur þau höfðu í huga, og af hverju Viva Engage varð fyrir valinu. Einnig verður farið í gegnum innleiðingarferlið, áskoranir sem þau stóðu frammi fyrir og hvernig þau leystu þær.