Dagur: 29. október 2020
Tími: 9:30-10:30
Fjarfundur: Hlekkur sendur þegar nær dregur.
Kjarasamningar og hagstjórn (frá sjónarhóli kapitalísks svíns)
Opinber umræða um kjarasamninga hér á landi er gjarnan í djúpum skotgröfum. Orðræðan er gjarnan mjög tilfinningahlaðin og sterkum lýsingarorðum fleygt fram sem endurspegla lítt raunveruleikann á vinnumarkaði og á engan hátt hvernig kaupin gerast á eyrinni í samskiptum launafólks og fyrirtækja. Snúast kjarasamningar bara um græðgi vinnuveitenda eða óraunhæfar kröfur verkalýðsfélaga eða má mögulega finna einhvern skynsamari flöt á umræðunni?
Miklar sveiflur hafa einkennt íslenskan vinnumarkað alla tíð. Launahækkanir hafa verið umtalsvert meiri hér á landi en í nágrannalöndum okkar, verðbólga hærri og gengissveiflur meiri. Víxlhækkanir launa og verðlags voru viðvarandi efnahagslegt vandamál á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en með gerð Þjóðarsáttarinnar 1990 tókst að ná betri tökum á efnahagsástandinu. Ekki var þó ráðist í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á íslenskum vinnumarkaði í tengslum við Þjóðarsáttarsamninginn og hefur verðbólga áfram verið mun meiri hér á landi undanfarna þrjá áratugi borið saman við hin Norðurlöndin.
Kerfisbundnir veikleikar í íslenska vinnumarkaðslíkaninu hafa leitt af sér meiri launahækkanir en fást staðist hér til lengdar og fyrir vikið leitt af sér hærri verðbólgu og meiri gengisstöðugleika en ella. Nauðsynlegt er að ráðast í nauðsynlegar umbætur í íslenska vinnumarkaðslíkaninu til að tryggja hér efnahagslegan stöðugleika til lengri tíma.
Í fyrirlestrinum er reynt að varpa ljósi á kjarasamningaumhverfið og veikleika íslenska vinnumarkaðslíkansins frá sjónarhóli hagstjórnar. Tekinn er samanburður við önnur Norðurlönd og settar fram tillögur um mögulegar úrbætur.
Skráning á viðburð
Vinsamlegast fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.