Dagur: 27. mars 2025
Tími: 9:00-10:00
Fjarfundur á TEAMS
Þórsteinn Ágústsson framkvæmdastjóri Ziik á Íslandi mun kynna Norræna samskiptakerfið og samfélagsmiðlininn fyrir vinnustaði Ziik.
Þórsteinn mun fara í gegnum helstu sameiginlegu eiginleika Ziik og Workplace eins og smáskilaboð, hópa, fréttaveitu, geymslu fyrir verkferla og þekkingu og viðburði en einnig aðra viðbótar eiginleika. Eins og aðlögun að eigin vörumerki og útliti vinnustaðarins, lestrar staðfestingum, öflugum API til að tengjast öðrum kerfum ásamt mörgu fleira.
Einnig fer hann yfir hvernig er hægt að flytja gögn og notendur á milli kerfana.