Dagur: 7. maí 2025
Tími: 9:15-10:00
Fjarfundur á TEAMS
Hver ert þú sem stjórnandi – og hvernig upplifa aðrir þig?
Við höfum öll ´leader identity´ (óháð titli) – hvernig við hugsum, tökum ákvarðanir og höfum áhrif á aðra. En oft er munur á því hvernig við sjáum okkur sjálf og hvernig aðrir upplifa okkur. Þessi gjá getur hindrað árangur í leiðtogahlutverkinu og haft keðjuverkandi áhrif á teymi og fyrirtæki í heild.
Í þessu erindi mun Guðrún Lind fjalla um:
- Hvernig þú skerpir skilning á eigin ´leader identity´ og þróar áfram markvisst.
- Mikilvægi þess að fá innsýn í hvernig aðrir upplifa þig.
- Hvernig þú nýtir þessa þekkingu til að efla leiðtogafærni, seiglu og áhrif í forystu.
Þetta er einstakt tækifæri til að staldra við og skerpa sýn þína á það hver konar leiðtogi þú ert – og hver þú vilt verða.
Fyrirlesari er Guðrún Lind Halldórsdóttir, stjórnenda- og teymisþjálfi sem hefur unnið með hundruðum stjórnenda um allan heim. Hún rekur eigið fyrirtæki, Thrive REimagined, með aðsetur í Sviss, sem sérhæfir sig í að veita sérsniðnar lausnir fyrir stjórnendur sem vilja efla leiðtogafærni og byggja upp öflug teymi með markvissum hætti. Hún starfaði lengi sem stjórnandi á mannauðssviði í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og hefur víðtæka reynslu af því að leiða stefnumótandi verkefni á sviði mannauðsmála, stjórnun og breytingastjórnun.