Skip to main content

Launajafnrétti og launagagnsæi.

By mars 3, 2025Viðburðir

Dagur: 17. mars 2025

Tími: 10:00-11:30

Staður: Borgartún 23, 3. hæð (Í húsnæði Akademias) og í streymi

Ný Evróputilskipun um launagagnsæi – Áhrifin á Ísland!
Í maí 2023 var Evróputilskipun um launagagnsæi samþykkt í Evrópuþinginu en hún mun taka gildi í júní 2026 í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Innan sambandsins er undirbúningur í fullum gangi en enn er óljóst með hvaða hætti hún mun koma til áhrifa á Íslandi en hún er sem stendur í skoðun hjá EFTA ríkjunum. Á þessum fundi er ætlunin að kynna Evróputilskipunina fyrir mannauðsfólki og hvaða breytingar hún er að boða í tengslum við laun og launamyndun á vinnustöðum til framtíðar. Dr. Margrét Bjarnadóttir sem kom að vinnu við undirbúning tilskipunarinnar mun segja okkur frá aðdraganda hennar og hvaða breytingar hún felur í sér. Harpa Lilja Júníusdóttir mun segja okkur frá meistaraverkefni sínu sem fjallar um launagagnsæi og hver möguleg áhrif hennar gæru orðið hérlendis. Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra á Jafnlaunastofu mun segja okkur betur frá virðismati starfa og tilraunaverkefni sem hefur verið unnið á vegum Forsætisráðuneytisins.

Að loknum erindum mun panell með fagfólki sitja undir svörum en hann skipa Bjarki Þór Iversen, mannauðsstjóri ÍSTAK, Drífa Sigurðardóttir, Ráðgjafi hjá Attentus, Martha Lilja Olsen, Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu og Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir.

Fyrirlesarar:

Dr. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og dósent við Viðskiptaháskólann University of Maryland.
Margrét fékk nýlega fálkaorðuna fyrir framlag sitt til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
Margrét mun segja frá
Evróputilskipun um launagagnsæi.

Harpa Lilja Júníusdóttir, mannauðsstjóri hjá Set.
„Gagnsæi er grunnur að betra trausti“ – Er launagagnsæi handan við hornið? Harpa kynnir niðurstöðu rannsóknar meistaraverkefnisins síns.

Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnlaunastofu.
Helga mun segja frá tilraunaverkefni um virðismat starfa.

Fundarstjóri:
Víðir Ragnarsson, forstöðumaður viðskiptaþjónustu PayAnalytics

Skráning á viðburð