Dagur: 24. janúar 2024
Tími: 13:00-15:00
Staður: Hjá Tryggingastofnun, Hlíðarsmára 11, Kópavogi
Mannauður, félag mannauðsfólks hjá ríkinu, í samstarfi við faghópa um ráðningar og mannauðsmál hjá ríkinu, stendur fyrir málþingi föstudaginn 24. janúar nk. Þema málþingsins er tækifæri og áskoranir í ráðningum innan ríkisgeirans. Á dagskrá verða fjölbreytt og fræðandi erindi sem varpa ljósi á ráðningarferlið frá mismunandi sjónarhornum, þar á meðal samanburð á ríki- og einkageira, hlutverk stoðþjónustu opinbera geirans og reynslu ráðningaskrifstofa. Markmið málþingsins er að skoða framkvæmd ráðninga hjá ríkinu, með áherslu á þau tækifæri og áskoranir sem fylgja ferlinu. Fjallað verður um lagaramma opinbera geirans og hvernig hann mótar ráðningarferlið. Að auki verða ræddar spurningar eins og: Stuðlar núverandi umhverfi að því að hæfustu einstaklingarnir séu ráðnir, eða setur það hindranir og þá hverjar? Hvað er vel gert í ráðningarferli hjá ríkinu? Hvaða tækifæri eru til staðar til að bæta ráðningarumhverfi ríkisins? Málþingið er kjörinn vettvangur fyrir fagfólk í mannauðsmálum til að skiptast á hugmyndum, læra af reynslu annarra og stuðla að umbótum í ráðningum hjá opinbera geiranum.
Fundarstjóri Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri sviðs fólks, upplýsinga og þróunar hjá Vinnueftirlitinu.