Skip to main content

Mannauðsstjórnun hjá EFTA í Brussel. Hvað getum við lært af því?

By október 11, 2021október 12th, 2021Viðburðir

Dagur: 21. október 2021

Tími: 9:00-9:45.

Fjarfundur.

Lýsing

Mannauðsstjórnun hjá alþjóðastofnun hefur annars konar flækjustig en mannauðsstjórnun á Íslandi. Þó að grunnþættirnir séu margir hverjir þeir sömu, þá er umgjörðin um starfsemina allt önnur. Varpað verður ljósi á starfsumhverfið hjá EFTA í Brussel, Genf og Lúxemborg. Meðal þess sem komið verður inn á er ráðningarferli EFTA og breytingar sem hafa verið gerðar á því á síðustu árum. Einnig verður fjallað um önnur viðfangsefni starfsmanna mannauðshóps EFTA og helstu verkefnin framundan.

Inga Hanna Guðmundsdóttir, Head of Human Resources, Administration EFTA  mun segja okkur frá því hvernig þau vinna hjá EFTA í Brussel.

Skráning á viðburð

Vinsamlegast fyllið út í alla reiti