Dagur: 22.10.2019
Tími: 08:30-11:00
Hvernig á að hanna og miðla rafrænu fræðsluefni?
Ertu búinn að fjárfesta í námsumsjónarkerfi, eða á leiðinni að gera það? Ertu ekki alveg viss hvað þú eigir að setja inn í kerfið? Langar þig að vita meira um hönnun námskeiða? Ef svörin við þessum spurningum eru já, þá áttu erindi á fræðslufundinn.
Dagskráin er þrískipt og hefst með fyrirlestri þar sem farið verður yfir meginþætti við gerð rafræns fræðsluefnis. Fjallað verður um hvernig við veljum efni og hæfniviðmið. Hvernig við fáum fólkið með okkur og hvaða áhrif hvatning hefur á árangur. Farið verður yfir leiðir er varða framsetningu og síðast en ekki síst aðferðir við hönnun á innihaldi.
Fyrirlesara eru þær Árný Elíasdóttir og Birna Kristrún Halldórsdóttir frá Attentus.
Að fyrirlestrinum loknum verða hópverkefni þar sem að þátttakendur vinna saman drög að hönnunarplani fyrir rafrænt efni. Að lokum mun fræðsluteymi Isavia opna bakpokann sinn og miðla af reynslu sinni við gerð rafrænna námskeiða. Markmiðið er að þátttakendur fari heim með þekkingu og verkfæri sem veita þeim meira öryggi til að byrja að hanna rafræn námskeið.
Skráning á viðburð
Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti
Error: Contact form not found.