Skip to main content

Dagur: 23. nóvember

Tími: 8:30 – 09:30

Staður: Capacent, Ármúla

Lýsing

Mannauðsráðgjafar Capacent hafa mikið velt fyrir sér stöðu mannauðsstjórnunar og framtíðarsýn nú á tímum mikillar gerjunar í atvinnulífinu. Sú gerjun endurspeglast vel í áherslum Mannauðsdagsins sem í fyrra var helgaður samspili mannauðs og stjórnunar. Í ár er okkur í fersku minni afar forvitnileg umfjöllun um framtíð starfa.

Óhætt er að segja að í bæði skiptin hafi hugvekjurnar verið frábærar. Góðar hugvekjur vekja oft spurningar og gjarnan fleiri en svörin sem þær gefa.

Eins og vænta má af ráðgjöfum þá eru þau hjá  Capacent alltaf að brjóta heilann um hvernig hægt er að byggja á nýrri þekkingu. Þau eru meðal annars að leita svara við spurningum um hvernig bæta megi samband mannauðs og stjórnunar og þannig búið okkur undir óræða framtíð starfa.

Capacent langar að bjóða félagsmönnum í morgunkaffi, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 8.30 – 9.30 í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 í Reykjavík.

Þar vilja þau deila með okkur afrakstri af greiningarvinnu og upplýsingaöflun sem þau hafa legið yfir það sem af er ári. Þau vilja segja okkur frá þeirra niðurstöðum og heilabrotum. Heimurinn er að breytast en „hvað svo?“

Skráning á viðburð

Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti