Skip to main content
Category

Viðburðir

Alþjóðlegi mannauðsdagurinn 2024 – Tengslamyndunarpartý

By Viðburðir

Dagur: 16. maí 2024

Tími: 17:00-19:00

Staður: Borgartúni 23, (3ja hæð) í húsnæði Akademias

Í tilefni Alþjóðlega mannauðsdagsins 2024 bjóðum við í TENGSLAMYNDUNARPARTÝ.
Við ætlum ljúka vetrinum, fagna sumrinu og setja „ljósið“ á mikilvægi fjölbreytileikans.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Málstofa um „Fjölbreytt Ísland“

By Viðburðir

Dagur: 16. maí 2024
Kl: 9:00-10.15

Rafrænn fundur á TEAMS

Málstofa um „Fjölbreytt Ísland“.
4 frummælendur segja frá sinni reynslu og upplifun á því að koma til Íslands og starfa þar.

Nöfn frummælenda tilkynnt þegar nær dregur.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Einföldun og sjálfvirknivæðing ferla með Microsoft Power Platform.

By Viðburðir

Dagur: 15. maí 2024

Tími: 9:15-10:15

Fjarfundur á TEAMS

Microsoft þekkjum við flest í formi Word, Excel og PowerPoint. Á síðustu árum hefur Microsoft bætt við og þróað öflugar tæknilausnir sem við flest höfum nú þegar aðgang að og erum ekki að nýta okkur til fulls!

Í fyrirlestrinum mun ég einblína á Microsoft Power Platform (MPP), hvað það er og hvernig mannauðsdeildir geta nýtt sér þessi tól við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Starfsmannasvið ISAL hefur undanfarið sett aukinn kraft í að sjálfvirknivæða ferla með þessum tólum og mun ég taka dæmi þaðan. Ég mun einnig fjalla um Microsoft List, hvað það er og hvenær sniðugt er að færa sig úr því að nota Excel yfir í að nota Microsoft List. Að lokum mun ég koma aðeins inn á notkun gervigreindar með MPP.

 

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Heimsókn Faghóps Mannauðs á Norðurlandi til Advania á Akureyri

By Viðburðir

Dagur: 18. apríl 2024

Tími: 15:00

Staður: Advania, Tryggvabraut 10, Akureyri

Viðburður á vegum Faghóps Mannauðs á Norðurlandi í samvinnu við Advania á Norðurlandi.
Advania á Norðurlandi býður öllu félagsfólki Mannauðs í heimsókn til sín á Tryggvabraut 10, Akureyri.

Á fundinum verður fjallað um það hvernig mannauðsfólk getur tæklað verkefnin með tækninni þannig að meiri tími skapist fyrir mannlega þáttinn.

Allir velkomnir og þið megið taka með ykkur gesti sem þið teljið að hefðu gagn og gaman af.

Skráning í heimsóknina til Advania

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Mannlega hliðin á sjálfbærni

By Viðburðir

Dagur: 7. maí 2024

Tími:  9:00-10:30.  Boðið í morgunkaffi kl. 8:45

Staður: Hjá Marel í Austurhrauni 9, Garðabæ (fundarherbergi BAKKI)

Hvað þýða nýju sjálfbærniviðmið ESB fyrir mannauðstjórnun íslenskra fyrirtækja?

Dagskrá:
Sjálfbærnimarkmið Marel á Íslandi (Hrefna Haraldsdóttir, Location Manager Marel Iceland og Hildur Arnars Ólafsdóttir, Mannauðsstjóri Marel á Íslandi)

Hvað þýða sjálfbærniviðmið ESB fyrir mannauðstjóra fyrirtækja (Ketill Berg Magnússon, Regional Director HR, North Europe og kennari í sjálfbærni við HR)

– Umræður

10.30 – Fundarlok

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Hvernig verður fræðslumenning til?

By Viðburðir

Dagur: 2. maí 2024

Tími: 9:15-10:00

Rafrænn fundur á TEAMS

Flest fyrirtæki vita af mikilvægi fræðslu og endurmenntunar starfsfólks. En hvernig er hægt að gera fræðslu að hluta af daglegri starfsemi fyrirtækja? Hvaða áskoranir glíma fyrirtæki við þegar kemur að því að móta fræðslumenningu?
Aðalheiður Hreinsdóttir hefur um árabil unnið náið með mannauðs- og fræðslustjórum í að tækla þær áskoranir og leita lausna. Hún hefur stýrt reglulegum samtalsfundum þar sem að mannauðsstjórar ræða mikilvægi þess að virkja starfsfólk og ekki síst stjórnendur þegar kemur að fræðslu. Heiða fer yfir helstu punkta frá samtalsfundum um fræðslu og greinir frá því hvernig tímaskortur, skortur á skýrum fræðsluáætlunum og skilningsleysi á mikilvægi símenntunar standa í vegi fyrir framgangi og hvernig þessar hindranir geta dregið úr möguleikum fyrirtækja til að vaxa og dafna. Ljóst er mikilvægi þess að allir stjórnendur, allt frá æðstu yfirstjórn til millistjórnenda, séu ekki aðeins meðvitaðir um ávinning fræðslu heldur séu þeir einnig fyrirmyndir í fræðsluþátttöku. Heiða leggur áherslu á mikilvægi skilvirkra samskipta til að kynna gildi fræðslunnar og hvernig hægt sé að nýta skapandi leiðir til að hvetja og viðurkenna fræðsluþátttöku. Með því að leggja fram þessa nálgun, hvetur Heiða til aðgerða til að byggja upp menningu sem ekki aðeins styður við fræðslu og þróun, heldur nýtir þessa þætti til að efla fyrirtæki og starfsfólk til framtíðar vaxtar og velgengni.

Skráning á viðburð

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Áhrif gervigreindar á mannauðsmál á Íslandi

By Viðburðir

Dagur: 23. apríl 2024

Rafrænn fundur á TEAMS

Fyrirlesturinn er kynning á MSc verkefni Elínar Guðrúnar Þorleifsdóttur í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Kynningin fjallar um áhrif og möguleika gervigreindar í mannauðlausnum á Íslandi.
Hún byggir á MSc rannsókn hennar, sem fjallar um viðhorf og traust mannauðsstjóra til gervigreindar og hagnýtingu hennar.

 

Skráning á rafrænan fund

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Vorfagnaður FAGFÉLAGANNA (Mannauðs, SKY, FVH, Ímarks og Stjórnvísis)

By Viðburðir

Dagur: 30. apríl 2024

Tími: 14:00-16:00 og tengslamyndunarkokteill frá 16:00-18:00

Staður: Hilton Reykjavík Nordica

Vorráðstefna fagfélaganna, Mannauðs, SKY, FVH, Ímarks og Stjórnvísis.

Skráning á fer fram á vef SKY.  www.sky.is

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.

Að ná djúpstæðum árangri í breytingum!

By Viðburðir

Dagur: 29. febrúar 2024

Tími: 14:30-16:00

Staður: Háskólinn á Akureyri og líka í streymi

Er nóg að vera frábær í breytingum til að ná árangri?  Eða þarf að fara á dýptina til þess að gera breytingar á vinnustaðnum auðveldari?

Fyrirlesturinn er fyrir stjórnendur, leiðtoga, umbótasinna, mannauðsfólk og aðra sem vilja ná árangri í breytingum.  Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins.

Ágúst hefur 20 ára reynslu af breytingum en hann starfar sem stjórnunarráðgjafi í breytingum hjá Viti ráðgjöf.  Auk þess kennir Ágúst við Opna háskólann.

Skráning á viðburð

Nýjustu áherslur í mannauðsmálum 2024 – rafrænn fundur

By Viðburðir

Dagur: 13. febrúar 2024

Tími: 9:00-10:30

Rafrænn fundur

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári.

Á fundinum munu ráðgjafar Dale Carnegie á Íslandi fjalla um þessa þætti.

Fundurinn verður rafrænn.

Skráning á rafræna fundinn

Ljósmyndir eru teknar á viðburðum félagsins og einnig mæta fjölmiðlar stundum á staðinn. Gestir geta því átt von á að teknar séu myndir af þeim og birtar í tengslum við viðburði Mannauðs.