Ný heimasíða félagsins

By August 2, 2016Fréttir

Ný heimasíða Flóru hefur nú litið dagsins ljós. Síðan er unnin af vefstofunni Sendiráðið í samvinnu við stjórn Flóru.

Síðan leysir af hólmi eldri síðu sem var orðin barn síns tíma. Á nýju síðunni gefst félagsmönnum kostur á að fylgjast með starfsemi félagsins betur en áður. Þar verða einnig viðburðir á vegum félagsins auglýstir og skráning á þá mun að öllu leyti fara fram í gegnum vefinn hér eftir.