Dagur: 30. janúar 2018
Tími: 09:00
Staður: TM, Ármúla
Lýsing
Ráðgjafar Capacent hafa í samvinnu við TM og Landvirkjun unnið að þróun verkefnis sem fengið hefur nafnið JAFNRÉTTISVÍSIR.
Um er að ræða stefnumótun og vitundarvakningu í jafnréttismálum sem ætlað er að meta stöðu jafnréttismála út frá ítarlegri greiningarvinnu, koma á breytingaverkefnum til að bæta stöðu jafnréttismála og innleiða þau.
Í stöðumatinu er horft til nokkura lykilþátta:
- Menningar, samskipta og vinnuumhverfi
Stefnu og skipulags - Skipurits
- Launa
- Fyrirmynda
Notaðir eru mælikvarðar eins og kynjahalli í launadreifingu og glerþakslíkan. Einnig er leitast við það að fá uppá yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja. Fyrirtæki og stofnanir sem taka þátt í verkefninu hljóta viðurkenningu þar sem formlega er vottað að fyrirtækið sé aðili að Jafnréttisvísi Capacent og öðlast þá rétt til þess að nota merkið í kynningarefni.
Með beitingu Jafnréttisvísins er tekið á öllum helstu þáttum er snerta stöðu kynjanna, eru fyrirstaða þess að kynin njóti jafnréttis og að konur fái framgang innan fyrirtækja til jafns á við karla.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar n.k. hjá TM í Síðumúla 24, Reykjavík og hefst kl. 9:00. Boðið verður upp á léttar veitingar á undan fundinum. Auk ráðgjafa Capacent segja Erna Agnarsdóttir frá TM og Selma Svavardóttir frá Landsvirkjun frá þeirra reynslu af verkefninu.
Vonumst til þess að sjá sem flesta.
Hér koma ummæli forstjóra beggja fyrirtækjanna um verkefnið:
”Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. “
“Samstarfið við Capacent hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.”
– Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
“Það sem mér hefur þótt standa upp úr er hvernig verkefnið hefur ýtt við fólki og vakið það til umhugsunar um hluti sem áður ríkti hálfgert meðvirknisástand gagnvart. Vinnustofur með starfsmönnum hristu virkilega upp í fólki og margt kom þar til umræðu sem maður hafði ekki sjálfur áttað sig á. Við erum ekki komin á neina endastöð en ég fullyrði að þessi vegferð hefur fengið marga til að hugsa sig betur um framkomu á vinnustaðnum og þá hefur þessi vinna þegar haft heilmikil áhrif á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins.”
– Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
Skráning á viðburð
Vinsamlegsat fyllið út í alla reiti