Dagur: 14. maí 2025
Tími: 9:00-10:00
Staður: Háskóla Íslands – Háskólatorg, stofa 104.
Gervigreind í sjálfvirkum ferlum
Mannauður og 50skills bjóða á morgunfund þann 14. maí þar sem farið verður yfir hvernig gervigreind getur einfaldað og eflt sjálfvirka ferla.
Við förum yfir hagnýt og raunveruleg dæmi um hvernig gervigreind getur stutt við ákvarðanatöku, úrvinnslu gagna og sjálfvirka afgreiðslu mála.
Á fundinum verður sýnt hvernig hægt er að nota gervigreind til að:
- Afgreiða erindi sjálfvirkt, bæði frá starfsfólki og utanaðkomandi aðilum
- Yfirfara umsóknir, allt frá styrkumsóknum og starfsumsóknum til tjónatilkynninga
- Tryggja að réttum upplýsingum sé skilað
- Styðja við stjórnendur, með tillögum að úrlausnum
- Meðhöndla öryggisfrávik og leggja til úrbótatillögur
- Athuga hvort ferðabeiðnir samræmist stefnu vinnuveitanda
- Senda persónuleg og skemmtileg skilaboð
Þátttakendur fá aðgang að sniðmátunum fyrir ferlana og geta byrjað að innleiða gervigreind í sínum ferlum strax.
Að kynningu lokinni verður haldin opin vinnustofa þar sem þátttakendur geta unnið í sínum eigin ferlum og fengið aðstoð frá sérfræðingum 50skills. Vinnustofan hefst upp úr kl. 10:00 og allir velkomnir.
Við hvetjum þátttakendur til að ræða ferlana sín á milli á vinnustofunni, og jafnvel deila sínum eigin ferlum.