Fleiri geta nú sótt um aðild að félaginu

By September 12, 2016Fréttir

Á aðalfundi Flóru Félagi Mannauðsstjóra á Íslandi í febrúar sl. var samþykkt lagabreyting um stækkun félagsins og að opna það fyrir fleiri aðilum en mannauðsstjórum eingöngu. Nú geta allir þeir sem starfa sem sérfræðingar á sviðið mannauðsmála eða sjá um stjórnun mannauðsmála í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun orðið félagsmenn.

Með fjölgun félagsmanna verður félagið enn sterkara en áður og fleiri sjónarmið innan mannauðsstjórnunar fá vonandi að heyrast. Áfram verður aðild samt einskorðuð við þá sem starfa að mannauðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum og því geta ráðgjafar sem selja fyrirtækjum mannauðsþjónustu eða nemar ekki orðið félagsmenn.