Breytingar á stjórn Flóru

By May 21, 2017Fréttir

Drífa Sigurðardóttir sem setið hefur í stjórn Flóru undanfarin ár hefur látið af stjórnarsetu í kjölfar þess að hún mun láta af störfum sem mannauðsstjóri Isavia á næstu vikum. Í stað Drífu kemur Ragna Margrét Norðdahl inn sem meðstjórnandi.

Stjórn Flóru vill þakka Drífu fyrir sitt framlag til félagsins undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.