Skip to main content
All Posts By

a8

Sigrún Kjartansdóttir ráðin verkefnastjóri Flóru

By Fréttir

Sigrún Kjartansdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Flóru, Félagi mannauðsfólks á Íslandi frá 1. október n.k. Ráðið er í starfið til næstu 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Hlutverk verkefnastjóra er að annast allan daglegan rekstur félagsins ásamt því að vinna að framkvæmd nýrrar stefnu sem stjórn vann út frá niðurstöðum af vinnufundi félagsmanna sem haldinn var á Hilton Hóteli í maí sl.

Sigrún býr yfir áralangri reynslu af stjórnun og rekstri en hún hefur starfað sem stjórnandi hjá Íslandsbanka og Sjóvá, auk þess að búa yfir stjórnunarreynslu úr heilsu- og ferðageiranum. Sigrún hefur umfangsmikla reynslu af viðburðarstjórnun, verkefnastjórnun og stjórnun mannauðs í gegnum stjórnendahlutverk sem hún hefur sinnt. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og með meistarpróf í mannauðsstjórnun og stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Við bjóðum Sigrúnu velkomna í starfið og hlökkum til að starfa með henni að framgangi félagsins á næstu mánuðum.

Breytingar á stjórn Flóru

By Fréttir

Drífa Sigurðardóttir sem setið hefur í stjórn Flóru undanfarin ár hefur látið af stjórnarsetu í kjölfar þess að hún mun láta af störfum sem mannauðsstjóri Isavia á næstu vikum. Í stað Drífu kemur Ragna Margrét Norðdahl inn sem meðstjórnandi.

Stjórn Flóru vill þakka Drífu fyrir sitt framlag til félagsins undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Viðburðir framundan 2017

By Fréttir

Nýtt starfsár Flóru er hafið. Skemmtilegir og fræðandi tengslaviðburðir framundan. Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Hvenær Efni Staðsetning
12-13 janúar Norræn ráðstefna á vegum félaga um mannauðsstjórnun á norðurlöndum Osló
9. febrúar

 

Aðalfundur Flóru Bryggjan, brugghús
1.mars Könnun um framtíða starfa í samvinnu við félög um mannauðsstjórnun á norðurlöndum Send á félagsmenn
16. mars Persónuverndarlögin og áhrif á stjórnun mannauðsmála Síminn
Apríl Jafnlaunavottun: Sýn stjórnvalda og reynsla fyrirtækis. Vörður
Maí Stefnumótun Flóru

 

Nánar auglýst síðar
Júní Mannauðsstjórnun í tæknigeiranum: Samspil mannauðsstjórnunar og nýsköpunar Nánar auglýst síðar
September Heimsókn í nýjar höfuðstöðvar

 

Íslandsbanki
27. október Mannauðsdagurinn

 

Harpa
Nóvember Mannauðsstjórnun í alþjóðlegu umhverfi

 

Nánar auglýst síðar
Desember Tengslafundur + Jólafundur

 

Nánar auglýst síðar