Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni hér á landi. Árið 2018 sóttu ráðstefnuna á fimmta hundrað manns.
Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um samspil stjórnenda og mannauðsfólks í daglegum rekstri fyrirtækja. Stjórnendur bera hitann og þungan af daglegri starfsmannastjórnun á vinnustöðum án þess þó að vera sérfræðingar í mannauðsmálum. Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um það mikilvæga samstarf sem mannauðsstjórar og þeir sem sinna stjórnun innan fyrirtækja og stofnana, sem felur í sér mannaforráð, þarf að innihalda.
Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál.