Skip to main content

Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni hér á landi. Árið 2018 sóttu ráðstefnuna á fimmta hundrað manns.

Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um samspil stjórnenda og mannauðsfólks í daglegum rekstri fyrirtækja. Stjórnendur bera hitann og þungan af daglegri starfsmannastjórnun á vinnustöðum án þess þó að vera sérfræðingar í mannauðsmálum. Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um það mikilvæga samstarf sem mannauðsstjórar og þeir sem sinna stjórnun innan fyrirtækja og stofnana, sem felur í sér mannaforráð, þarf að innihalda.

Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál.

DAGSKRÁ

08:30 - 09:00 Morgunverður

Ávarp formanns félagsins.

Brynjar Már Brynjólfsson, formaður Mannauðs.

Formaður félagsins fer stuttlega yfir starfsemi félagsins, hvað sé framundan og hvað hefur áunnist á síðustu misserum ásamt því að setja ráðstefnuna.

Brynjar Már Brynjólfsson

Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi

Brynjar Már Brynjólfsson, var kosinn formaður Mannauðs á aðalfundi félagsins í febrúar 2018 en þá hafði hann setið í stjórn félagsins í eitt ár.

Brynjar starfar í dag sem mannauðsráðgjafi hjá Origo en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því í árslok 2015, fyrst sem ráðgjafi á Viðskiptalausnasviði (áður Applicon), sem verkefnastjóri umbóta og nú sem mannauðsráðgjafi.

Brynjar starfaði sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsvirkjun frá 2013 - 2015 og sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011 - 2013. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi frá 2001 - 2011. Á árunum 2008 - 2011 var hann lögfræðingur í Regluvörslu bankans og hafði m.a. umsjón með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands.

Brynjar lauk B.A. gráðu í Lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc. gráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009. Hann stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík.

Brynjar hefur verkefnastýrt Mannauðsdeginum frá árinu 2013.

Fundarstjóri opnar ráðstefnuna.

Ásdís Eir Símonardóttir, varaformaður Mannauðs.

Ásdís Eir er varaformaður Mannauðs og starfar sem mannauðssérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún mun stýra Mannauðsdeginum 2019.

Ásdís Eir Símonardóttir

Fundarstjóri

Ásdís Eir Símonardóttir er varaformaður Mannauðs félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún starfar sem sérfræðingur á mannauðssviði Orkuveitu Reykjavíkur.

Hvernig er stjórnandi nútímans?

Alda Sigurðardóttir, stofnandi  Vendum ehf – Stjórnendaþjálfunar.

Fyrirtæki um allan heim standa á tímamótum um þessar mundir í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar og sjálfvirknivæðingar sem er að breyta landslaginu í skipulagi starfa. Á sama tíma er gerð aukin krafa um hæfni stjórnenda til að leiða þessar breytingar og er hlutverk þeirra því að breytast. Mörg fyrirtæki hér á landi hafa á undanförnum árum lagt mikið upp úr þjálfun stjórnenda til þess að gera þá betur í stakk búna til að takast á við framtíðina. Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfi og stofnandi Vendum hefur mikla reynslu af því að vinna með fyrirtækjum í þessu ferli og mun í erindi sínu fjalla um hvernig daglegt hlutverk stjórnenda er að breytast og hvernig best er fyrir mannauðsdeildir að takast á við þær breytingar í samvinnu við stjórnendur.

Alda Sigurðardóttir

Stjórnendaþjálfi

Alda er stofnandi og eigandi Vendum. Hún starfar sem ACC stjórnendaþjálfi og hefur mikla reynslu af einstaklings- og hópþjálfun, fundarstjórnun, námskeiðum og fyrirlestrahaldi. Alda hefur þjálfað hundruði stjórnenda síðastliðin 8 ár og er með viðskiptavini í 10 löndum.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og starfaði m.a. sem aðstoðarmaður rektors (e. executive assistant) Háskólans í Reykjavík með Dr. Svöfu Grönfeldt og svo síðar Dr. Ara Kristni Jónssyni. Þar áður starfaði hún sem kynningar- og samskiptastjóri skólans undir forystu Dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Hún starfaði einnig sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við Opna háskólann í HR.

Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum sl. 15 ár. Hún sat í stjórn Heilsugæslu Reykjavíkur (nú Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins), var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórnarformaður Menntar, sat í stjórnun ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi og margt og fleira.

Alda er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, er stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University árið 2010. Alda hefur alþjóðlega ACC vottun frá ICF (e. International Coach Federation) sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa.

Að búa til stofnun úr tveimur!

Valgerður Rún Benediktsdóttir, mannauðsstjóri Menntamálastofununar.

Haustið 2015 varð Menntamálastofnun til, með sameiningu Námsgagnastofnunar og Námsmatsstofnunar. Á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur stofnunin tekist á við margvíslegar áskoranir, ekki síst í mannauðsmálum þar sem vinnustaðamenning, vinnulag, hefðir og venjur voru afar ólíkar hjá forverunum tveimur. Það birtist m.a. í lítilli starfsánægju og í árlegri könnun umStofnun ársins kom Menntamálastofnun illa út. Í fyrirlestrinum mun Valgerður Rún Benediktsdóttir, mannauðsstjóri Menntamálastofnunar, fjalla um áskoranirnar, tilraunir stjórnenda við að sameina fólk úr ólíkum áttum og þeim árangri sem hefur náðst.

Valgerður Rún Benediktsdóttir

Mannauðsstjóri Menntamálastofnunar.

Valgerður Rún Benediktsdóttir er lögfræðingur og mannauðsstjóri Menntamálastofnunar. Áður starfaði Valgerður Rún í átta ár í Stjórnarráði Íslands, þar af síðari fjögur sem skrifstofustjóri skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá hefur Valgerður Rún setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins auk fjölda nefnda og ráða á vegum Stjórnarráðs Íslands.

Reinventing Business Partnering - unleashing HRs hidden heroes.

Perry Tims, Founder and Chief Energy Officer of PTHR í Bretlandi.

Since 1997, HR has built on a model of 3 elements; boosting efficiency, specialisms and relationships. Yet something hasn’t quite materialised: the full scale of influence and impact of HR Business Partners. How can HR Business Partners provide that enabled, strengthened support for leaders and managers looking to create the circumstances for people to do their best work and feel recognised and supported in doing so?

In a focused and evidence-based keynote, Perry Timms will talk through his work and research in transforming HR – and particularly the role of HR Business Partners – to enhance the part HR can play in designing successful organisations with a supported and enabled workforce of fulfilled people.

Perry Timms

Founder and Chief Energy Officer of PTHR

Perry Timms is founder and Chief Energy Officer of PTHR - a growing consultancy in progressive HR/OD and the next stage of business evolution.
Perry is a proud Chartered member of the CIPD and in the top 5 of HR Magazine’s HR Most Influential Thinkers 2018.

Perry’s 2017 book Transformational HR was an Amazon.com Top 30 HR seller shortly after its release, and his second book The Energised Workplace is published in April 2020.

Perry is Adjunct Professor at Hult International Business School; a visiting fellow at Sheffield Hallam University, a Fellow of the RSA and a WorldBlu Freedom at Work Consultant + Coach.

He is also a global and 2x TEDx speaker and award-winning writer on the future of work, HR & learning.

11:00 - 11:20 Kaffihlé

Útvarp Landspítali, býður góðan dag!
Fréttastofa Landspítala: Hver er sinnar gæfu smiður (DYI).

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri Samskiptadeildar hjá Landspítalnum.

Stærsti vinnustaður landsins auglýsir hvorki mannauð sinn né verkefni með hefðbundnum hætti.  Landspítali eyðir sömuleiðis litlu púðri í að reyna að sannfæra fjölmiðla í fréttaleit um að fjalla um spítalann og viðfangsefnin þar. Í staðinn hefur Landspítali endurskipulagt samskiptadeild sína sem litla fréttastofu. Deildin framleiðir nú um 600 fréttir árlega og þar af eru um 300 myndskeið. Hver frétt fær um 20-40 þúsund áhorf, en vinsælasta efnið fer yfir 100 þúsund snertingar. Sögurnar fjalla um mannauð spítalans og starfsemina í heild. Þær eru birtar á öllum helstu rafrænu miðlum. Í takti
við þetta eru öll störf á þessum 6.000 manna vinnustað kynnt með rafrænum hætti á samfélagsmiðlum. Innleiðing samskiptamiðilsins Workplace spilar enn fremur stórt hlutverk.
Meðal nýjunga í þessari umfangsmiklu upplýsingamiðlun upp á síðkastið eru vikulegt hlaðvarp og stuttar teiknimyndir. Með þessum hætti hefur Landspítali tekið afgerandi stjórn á umfjöllun um spítalann og styrkt ásýnd sína gagnvart jafnt almenningi sem hagsmunaaðilum. Einnig gegnir þessi kraftmikla upplýsingamiðlun lykilhlutverki í fræðslu, starfsemi og stefnumótun meðal starfsfólks.
Markverður árangur hefur náðst í þessum efnum á síðustu misserum eins og fram hefur komið í vinnustaðamælingum, viðhorfskönnunum og athygli alþjóðlegra ráðgjafarfyrirtækja.

Stefán Hrafn Hagalín

Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala.

Stefán Hrafn hefur starfað sem deildarstjóri samskiptasviðs Landspítalans frá árinu 2016. Hann starfaði áður sem deildarstjóri markaðsmála og mannauðs hjá Odda og sem verkefnastjóri hjá Auðkenni.

Þá starfaði hann að markaðsmálum og almannatengslum í upplýsingatækni um fimmtán ára skeið, nánar tiltekið hjá Advania, Skýrr, Opnum kerfum og Teymi, Oracle á Íslandi.

Stefán Hrafn starfaði þar áður við fjölmiðla í liðlega áratug, meðal annars sem ritstjóri Helgarpóstsins og Tölvuheims, fréttastjóri Alþýðublaðsins og þáttastjórnandi hjá Bylgjunni og Stöð 2.

Við erum öll í sama liði!

Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá  Icelandair.

Síðasta ár hjá Icelandair hefur verið róstursamt og óhætt að segja að engin logmolla hafi einkennt starfsemi félagsins. Miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað, alþjóðleg samkeppni hefur sjaldan verið sterkari og kyrrsetning Boeing Max flugvéla hefur haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins.  Samhliða þessu hefur félagið sett fram nýja stefnu sem felur m.a. í sér ríka áherslu á að byggja upp enn sterkari fyrirtækjamenningu, einfalda ferli, hagræða í rekstri og að verða leiðandi í þjónustu og samfélagsábyrgð. Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair mun í erindi sínu segja okkur frá helstu áskornum sem hún og hennar teymi í samstarfi við stjórnendur hafa staðið frammi fyrir undanfarin misseri og hvernig félagið setur mannauðsmálin í forgang.

Elísabet Helgadóttir

Framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair.

Elísabet hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá Icelandair í janúar 2018 en áður starfaði hún í rúm 10 ár hjá Íslandsbanka sem starfsþróunarstjóri. Á árunum 2000-2007 starfaði hún hjá Capacent Gallup við rannsóknir og ráðgjöf.
Elísabet lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA gráðu í Mannauðsstjórnun frá EADA Business School í Barcelona árið 2007.

12:20 - 13:00 Matur

Future role of HR and Leadership.

Pia-Maria Thorén, Inspiration Director and Agile People Coach.

The role of HR and Managers is changing into a more guiding and coaching role for the people in the organization to be able to perform and be happy. At the same time, the world is getting more complex and there are few competitive advantages still remaining for companies who wants to survive and flourish. One such competitive advantage is to learn faster than competition, so that you can be innovative and creative and invent and produce products and services that customers want and need. But it requires a totally different Leadership that let people make mistakes and learn from them. It also requires different principles for HR, who needs to abandon policy making and process mapping for supporting speed, adaptability and customer focus. It takes cross-functional business teams on all levels to create the learning organization that become a prerequisite for success, when everybody needs to take shared ownership for the company vision. The old structures with top-down hierarchies, annual budgets linked to fixed performance targets and rewards will not support the speed and motivation that needs to permeate future workplaces. In this scenario, the future career path for Leaders and HR will be the one of the Agile People Coach – a role that aims to create the right conditions for individuals, teams and the whole organization to grow and develop and change, as needed to survive. This talk will describe how Leaders and HR need to change to become Agile People Coaches.

 

Pia-María Thorén

Inspiration Director and Agile people Coach.

Pia-Maria is the author of Agile People - A Radical Approach for HR and Managers (That Leads to Motivated Employees), and the founder of Agile People. She specialize in helping companies move towards a culture of increased agility through Agile HR, Agile leadership and Motivation. She has worked as a consultant with many of Sweden's largest companies, helping them to implement HR processes and solutions, always spiced with an agile mindset. She is a People management consultant and devoted change agent with an enterprise perspective. Her main focus is to contribute to creating organizations where people perform better and feel engaged. Agile leadership and agile frameworks are the best ways to create successful change, in her opinion. Pia-Maria is the founder of Agile People, which is a network and a conference with the purpose of spreading the agile mindset in organizations. Her main drive is to see the movement from one state to another in a company, contributing by making that change successful both from a financial and human perspective. Her vision is to create customer value and have fun at the same time!

Tökum þetta á fílingnum.... eða eigum við kannski að skoða hvað gögnin segja okkur?

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs hjá Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður Orku náttúrunnar.

OR samstæðan nýtir gögn og greiningar á upplýsingum tengdum starfsfólki með markvissum hætti.  Mannauðsgögn eru hagnýtt við ákvarðanatöku tengdri lykilverkefnum og framkvæmd stefnu fyrirtækisins.  Greiningar á gögnum um vinnutíma, veikindafjarveru, hæfni og þekkingu starfsfólks og umbun fyrir störf hafa gegnt lykilhlutverki í stórum verkefnum. OR samstæðan hefur náð fram vinnutímastyttingu iðnaðarfólks, útrýmt kynbundnum launamun og undirbýr nú greiningar á lykilþekkingu og hæfni sem er nauðsynleg fyrirtækinu til frambúðar.  Markviss gagnagreining með lykilspurningum tengdum þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér er leiðandi stef við ákvarðanatöku hjá fyrirtækinu.

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Mannauðs- og jafnréttismálum OR Samstæðunnar segir frá þessari vegferð og hvernig nýta má gögn til að þekkja stöðu fyrirtækja, greina mynstur og taka ákvarðanir um breytingar, nota gögn til að skapa nýjar sögur og veruleika um fyrirtækið.

Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs OR og stjórnarformaður Orku náttúrunnar, lýsir reynslu sinni sem stjórnanda af hagnýtingu mannauðsupplýsinga.

Víðir Ragnarsson

Víðir Ragnarsson, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Víðir Ragnarsson er sérfræðingur í virðisaukandi greiningum og starfar í Mannauðs- og jafnréttismálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hóf hjá OR árið 2011 og hefur frá þeim tíma haft umsjón með þróun mannauðs- og tölfræðigreininga OR samstæðunnar. Víðir lauk prófi í félagsfræði árið 1996 frá HÍ, MBA prófi frá CBS árið 2008 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2010 á sviði árangursmælinga innan fyrirtækja.

Víðir Ragnarsson og Hildigunnur H. Thorsteinsson

Framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður Orku náttúrunnar.

Hildigunnur Thorsteinsson er framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður Orku náttúrunnar. Hún hefur unnið að jarðhitamálum allt frá 2005 og árið 2009 hóf hún störf hjá Department of Energy í Washington, DC. Hildigunnur var teymisstjóri og hafði umsjón með tugum rannsóknarverkefna sem ýtt var úr vör með átaki Bandaríkjastjórnar á sviði grænnar orku. Hún gekk til liðs við OR árið 2013. Hildigunnur situr einnig í stjórnum Iceland School of Energy, Íslenska Orkuklasans og Geothermal Resources Council. Hún lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi frá MIT árið 2008 á sviði jarðvarma.

14:20 - 14:40 Kaffi

Með hjartað á réttum stað.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmastjóri Krónunnar.

Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á rekstri verslana og smávörumarkaðar með tilkomu sjálfvirknivæðingar og breytingu á eðli og inntaki starfa. Á Íslandi er ötul samkeppni um starfsfólk og því mikilvægt fyrir fyrirtæki í verslunarrekstri að viðhafa góða og faglega stjórnun til að ná í og halda góðu fólki.  Gréta María mun fjalla um þær áskoranir sem fyrirtæki í verslun standa frammi fyrir og hvert hlutverk verslunarstjóra er í daglegri mannauðsstjórnun.

Gréta María Grétarsdóttir

Framkvæmdastjóri Krónunnar.

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún er verkfræðingur frá HÍ og hefur einnig sinnt kennslu bæði sem stundakennari við HÍ og við MPM námið. Áður en Gréta María tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar þá var hún fjármálastjóri Festi hf. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands.

Leadership as a competitive differentiator, how to drive sustainable results with the attributes of: Authenticity, Growth, Performance and Collaboration.

Gerard Penning, Vice President Human Resources Downstream hjá Shell Energy.

Gerard will give a frank and clear review of the Leadership skills that truly make a difference in a world that is becoming more challenging and unpredictable every year and will also cover how the HR function can play its part.

Gerad Penning

Executive Vice President HR Downstream at Shell & Board Member SEforALL.

Gerard is a senior executive at Royal Dutch Shell, based in London. Over the course of a successful career he has gained a true breadth of business and professional experience. Assignments in Marketing, Sales and Commercial roles have been followed by a distinguished career in Human Resources, in which Gerard has built a strong track record in multiple areas of the business, including Global Recruitment, Information Technology, and the Corporate Functions. More recently, he has been on the executive teams of the two largest businesses in Royal Dutch Shell – Upstream and now Downstream. Gerard’s passion lies in working within global, highly complex businesses to navigate the full range of external trends and disruptors and transform them into business opportunities. For Gerard the global energy transition creates an exciting leadership challenge in which he is ‘front and centre’. Finding ways as a business to deploy a range of lower carbon products and quickly develop new, innovative solutions for customers, supported by different business models and ways of working is the sort of complex, business-critical challenge from which he gains personal and professional satisfaction and motivation.

Early 2018 Gerard has been elected to the Board of Sustainable Energy for All, a Vienna based global NGO allowing him to further extend and broaden his expertise in the provision of sustainable energy solutions.

Gerard holds a master’s degree in Law from Leiden University.

Samantekt

Fundarstjóri, Ásdís Eir Símonardóttir, dregur saman dagskrá dagsins og lokar deginum.

Ásdís Eir Símonardóttir

Fundarstjóri

Ásdís Eir Símonardóttir er varaformaður Mannauðs félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún starfar sem sérfræðingur á mannauðssviði Orkuveitu Reykjavíkur.

16:00 - 17:30 Hanastél og ráðstefnulok