Skip to main content

Mannauðsdagurinn 2017 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu föstudaignn 27. októbóber.  Á deginum var fjallað um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á öllum tegundum starfa á komandi árum.

Þá var einnig fjallað um áhugaverða hluti sem íslensk- og erlend fyrirtæki eru að gera í stjórnun mannauðs.

Metþátttaka var á deginum en á fimmta hundrað mannauðsstjóra, sérfræðinga í mannauðsmálum og stjórnenda úr íslensku atvinnulífi sóttu Mannauðsdaginn 2017.

Ólafur Andri Ragnarsson

Aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík

Ólafur Andri Ragnarsson er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum.

Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að stofna leikjafyrirtækið Raw Fury AB í Stokkhólmi. Í dag starfar Ólafur Andri sem sjálfstæður ráðgjafi.

Áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf

Filip Gilbert

Deloitte Danmörk

Filip starfar hjá Deloitte í Danmörku þar sem hann fer m.a. fyrir mannauðsteymi Deloitte í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Hans ástríða liggur í því að auka skilvirkni mannauðsferla með breytingastjórnun og snjöllum lausnum í mannauðsmálum. Þá gegnir Filip lykilhlutverki í rannsóknum um Framtíð starfa hjá Deloitte á heimsvísi.

Filip hefur stafað við mannauðsmál undanfarin 26 ár í fjölmörgum atvinnugreinum. Hann hefur m.a. stafað í framleiðslu-, flutninga-, orku-, lyfja, og fjármálafyrirtækjum. Filip hefur komið að mannaðsmálum út um allan heim og hefur m.a. búið og starfað í Asíu, Mið-Austurlöndum, Evrópu og Ameríku.

Rewriting the rules for the digital age

Guðný Björg Hauksdóttir

Mannauðsstjóri Alcoa Fjarðaál

Guðný Björg Hauksdóttir hefur starfað hjá Alcoa Fjarðaáli frá því í janúar 2005. Hún byrjaði í mannauðsteyminu við ráðningar, varð framkvæmdastjóri heilsu- og öryggismála árið 2009 en hefur frá árinu 2011 verið framkæmdastjóri mannauðsmála.

Áður en Guðný gekk til liðs við Fjarðaál, var hún stafsmaður á verkfræðistofunni Hönnun síðar Mannviti. Guðný sat í bæjarstjórn Fjarðabyggðar á árunum 2002-2006.

Guðný er stjórnmálafræðingur að mennt með diplomu í mannauðsstjórnun.

Allir eru sérfræðingar hjá Fjarðaáli

Rakel Óttarsdóttir

Framkvæmdastjóri hjá Arion Banka

Rakel útskrifaðist með MBA-gráðu frá Duke University í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2002 og sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1997.

Rakel hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Arion Banka frá árinu 2011. Fyrst sem framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs frá 2011-2015 en árið 2016 tók hún við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs.

Áður starfaði Rakel sem forstöðumaður verkefnastofu á þróunar- og markaðssviði Arion banka, frá 2010 til 2011. Á árunum 2005 til 2010 gegndi hún starfi viðskiptastjóra á upplýsingatæknisviði Kaupþings banka. Áður starfaði hún sem rekstrar- og þróunarstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software

Stafrænn banki framtíðarinnar

Bergur Ebbi Benediktsson

Rithöfundur

Bergur Ebbi er rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður, með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista, viðskipta og blaðamennsku. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi og breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi.

Bergur Ebbi er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistarapróf í framtíðarfræðum frá Háskólanum í Toronto.

Störf og sjálfsmynd

Orri Hauksson

Forstjóri Símans

Orri Hauksson hefur starfað sem forstjóri Símans frá árinu 2013. Áður gengdi hann starfi framkvæmdastjóra samtaka iðnaðarins.

Á árunum 2007 – 2010 sinnti Orri fjárfestingum og sat í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd Novator, aðalega á sviði fjarskipta og hreinna orkugjafa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Orri var framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans frá 2003 – 2007 og aðstoðarmaður forsætisráðherra á árunum 1997 – 2000.

Orri er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með MBA frá Harvard Business School

Hvernig verður vinnustaður framtíðarinnar

Johanna Pystynen

Mannauðsstjóri Vincit

Johanna Pystynen tók við starfi mannauðsstjóra hjá Finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Vincit árið 2012. Hlutverk hennar var fyrst og fremst að skapa og innleiða mannauðsstjórnunar módel sem mætir þörfum nútíma þekkingarfyrirtækis á sem bestan máta.

Vincit hefur gegnið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár og er í dag alhliða upplýsingatækni fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita alltaf 100% þjónustu.Hjá fyrirtækinu starfa um 300 starfsmenn og hefur það hlotið fjöldan allan af viðurkenningum og verðlaunum fyrir stefnu sína í mannauðsmálum. Fyrirtækið hefur þrisvar sinnum unnið til verðlauna sem besti vinnustaðurinn í Finnlandi (2014 – 2016) og á síðasta ári var Vincit útnefnt besti vinnustaðurinn í Evrópu.

Árið 2015 komst Johanna á lista yfir Workforce Game Changers fyrir störf sín hjá Vincint en hún hefur gengt lykilhlutverki í uppbyggingu og innleiðingu á fyrirtækjamenningu Vincet þar sem lögð er rík áhersla á sjálfstæði starfsmanna og virka þátttöku þeirra í ákvarðanatöku. Johanna vinnur nú að því að gera Vincet að betri vinnustað en nokkru sinni fyrr.

Breaking the myths of leadership

Michael F. Steger

Háskólinn í Colorado

Michael F. Steger er doktor í sálfræði og stofnandi og framkvæmdastjóri Center for meaning and purpose í Háskólanum í Colorado. Hann lauk doktorsgráðu í ráðgjafa- og persónuleika sálfræði frá Háskólanum í Minnsota árið 2005.

Hann hefur gefið út yfir 100 fræðigreinar og kafla í fræðiritum ásamt því að hafa gefið út þrjár bækur, m.a. „The Wiley Blackwell Handbook of the Psychology of Positivity and Strengths-Based Approaches at Work and Purpose and Meaning in the Workplace“.
Michael hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra, námskeið og vinnustofur víðsvegar um heiminn um málefni tengt sínu fagi.

I’m not futurist. but….

Ketill Berg Magnússon

Framkvæmdastjóri Festu

Ketill er framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnendamarkþjálfi, kennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík og sinnir stjórnendaráðgjöf.

Hann hefur langa reynslu sem mannauðsstjóri og sem stjórnendaráðgjafi. Ketill hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum, s.s. stjórnarsetu í félagasamtökum, fagfélögum, og fyrirtækjum og er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Ketill er MBA frá ESADE í Barcelona 2008, MA í heimspeki með sérhæfingu í viðskiptasiðfræði frá University of Saskatchewan í Kanada 1997, BA frá Háskóla Íslands 1993, ACC vottaður markþjálfi frá Coach U / HR 2014.

Ketill var fyrsti formaður Flóru á árunum 2011-2012 og leiddi breytingar á gamla Starfsmannastjóraklúbbnum yfir í fagfélag um mannauðsstjórnun á Íslandi.

Fundarstjóri