Skip to main content

Mannauðsdagurinn 2015 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu föstudaignn 9. októbóber.  Á deginum var fjallað um breytingastjórnun út frá ýmsum hliðum.

Á ráðstefnunni var sérstaklega fjallað um þær áskoranir sem stjórnendur og mannauðsstjórar standa frammi fyrir þegar kemur að framkvæmd stefnu, breytingastjórnun og að byggja upp fyrirtækjamenningu sem stuðlar að betri árangri fyrirtækja.

Þátttakan á deginum var mjög góð, en um 350 manns sóttu ráðstefnuna sem var metfjöldi fram til þessa.

Magnús Geir Þórðarson

Útvarpsstjóri

Magnús stundaði nám í leikstjórn við The Bristol Old Vic Theatre School , er MA í leikhúsfræðum við Unviersity of Wales og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Hann gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar á árunum 2004–2008 og var leikhússtjóri Borgarleikhússins frá 2008–2014, allt þar til hann tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins.

Samhliða störfum sínum sem leikhússtjóri leikstýrði Magnús fjölda leiksýninga, söngleikja
og óperuuppsetning hérlendis og erlendis. Magnús hefur reynslu af árangursríkra breytingarferla þeirra fyrirtækja sem hann hefur stýrt

Tækifærin í breytingum, og því að segja já.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Sigríður er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún er lögfræðingur að mennt og lauk laganámi frá Háskóla Íslands 1993, framhaldsnámi frá Kaupmannahöfn 1996 og meistaranámi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi 2002. Hún lauk diplómanámi í stjórnun við Lögregluskóla ríkisins og Endurmenntun HÍ árið 2004 og TOPSPOC námi
við Evrópska lögregluskólann CEPOL.

Árið 2011 lauk hún svo diplómanámi á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við HÍ.

Sigríður Björk var lögfræðingur hjá ríkisskattstjóra 1993–1995, skattstjóri vestfjarðaumdæmis 1996– 2001, sýslumaður á Ísafirði 2002–2006, aðstoðarríkislögreglustjóri 2007–2008, lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009 og lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 1. september 2014

Embætti á tímamótum

Sharlyn Lauby

Forstjóri ITM Group

Sharlyn er forstjóri ITM Group ráðgjafafyrirtækis sem sérhæfir sig í þjálfunar- og fræðslulausnum sem miða að því að auka helgun og hæfni starfsfólks.

Sharlyn hefur einnig haldið úti blogginu hrbartender.com þar sem hún fjallar um
mannauðstengd málefni.

Fail to Plan or Plan to Fail

Ægir Már Þórisson

Forstjóri Advania

Ægir tók nýlega við starfi forstjóra Advania en starfaði áður sem framkvæmdastjóri Mannauðs og markaðsmála. Hann hóf störf hjá Advania árið 2011, en var áður framkvæmdastjóri, mannauðsstjóri og ráðgjafi hjá Capacent.

Ægir er með Cand. Psych og B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Upplýsingatækni breytir „öllu“

Auður Arna Arnardóttir

Lektor við Háskólann í Reykjavík

Auður er klínískur sálfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur
doktorsgráðu í ráðgjafasálfræði frá VCU, og hefur frá 2001 sinnt kennslu og rannsóknum er snúa að valferli stjórna og áhrif breyttrar samsetningar stjórna á fyrirtæki, streitustjórnun og jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu hlutverka, leiðtogaog siðfræði kennsla, frammistöðustjórnun, og breytingastjórnun fyrirtækja.

Hefur aukin aðkoma kvenna að stjórnum og stjórnunarstöðum áhrif á fyrirtækjamenningu?

Teddy Frank

Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Philips

Teddy er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Philips (VP of Global Lead for Culture and Change Management). Teddy leiddi ásamt forstjóra Philips breytingar á menningu þessa 120 ára fyrirtækis.

Hún hefur á undanförnum árum haldið fyrirlestra og erindi um breytingastjórnun um allan heim.

Lessons Learned from the Philips 4 Year Journey on Cultural Transformation

Auður Þórhallsdóttir og Vilmar Pétursson

Fundarstjórar