Skip to main content

Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni hér á landi. Árið 2017 sóttu ráðstefnuna á fimmta hundrað manns.

Á Mannauðsdeginum í ár verður fjallað um þau ótal verkefni sem mannauðsstjórar og mannauðsfólk í íslenskum fyrirtækjunum og stofnunum fást við á hverjum degi. Það eru verkefni á borð við helgun starfsmanna, ráðning á rétta fólkinu í réttu stöðurnar, fyrirtækjamenning, straumlínustjórnun, stefnumál og svo margt fleira. Efni ráðstefnunnar höfðar til stjórnenda, mannauðsstjóra, mannauðssérfræðinga, ráðgjafa í mannauðsmálum og fræðimanna sem fást við stjórnun fyrirtækja og rannsóknir.

Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál

Dagskrá

08:30 - 09:00 Morgunverður

Ávarp formanns

Brynjar Már Brynjólfsson

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi hefur vaxið ört undanfarin tvö ár og eru félagsmenn þess nú um 240 talsins. Félagið réð sinn fyrsta framkvæmdastjóra fyrr á þessu ári og hefur starfsemi þess aldrei verið eins öflug og nú. Formaður félagsins fer yfir síðustu misseri og setur Mannauðsdaginn 2018.

Brynjar Már Brynjólfsson

Formaður Mannauðs

Brynjar Már Brynjólfsson, var kosinn formaður Mannauðs á aðalfundi félagsins í febrúar 2018 en þá hafði hann setið í stjórn félagsins í eitt ár.

Brynjar starfar í dag sem verkefnastjóri umbóta hjá Origo en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá því í árslok 2015, fyrst sem ráðgjafi á Viðskiptalausnasviði (áður Applicon) og síðar sem verkefnastjóri á mannauðssviði.

Brynjar starfaði sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Landsvirkjun frá 2013 - 2015 og sem sérfræðingur í fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011 - 2013. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi með námi frá 2001 - 2011. Á árunum 2008 - 2011 var hann lögfræðingur í Regluvörslu bankans og hafði m.a. umsjón með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands.

Brynjar lauk B.A. gráðu í Lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc. gráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009.

Brynjar hefur stýrt Mannauðsdeginum frá árinu 2013.

Fundarstjórar opna ráðstefnuna

Anna Steinsen og Jón Halldórsson

Anna og Jón eru mörgum kunnug. Þau reka og eiga fyrirtækið KVAN ásamt Vöndu Sigurðardóttir en KVAN hefur það markmið að styðja fólk til að ná að virkja það sem í þeim býr og veita þeim aðgengi að styrkleikum sínum. Anna og Jón munu stýra dagskrá Mannauðsdagsins 2018.

Anna Steinsen og Jón Halldórsson

Fundarstjórar

Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðarfræði markþjálfunar skoðað hvaða þætttir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstakling að ná settu marki.

Jón og Anna eru hjón og eiga saman fjögur börn og hund.

Stjórnendaþjálfun sem tæki við innleiðingu á stefnu
-að ná samtali við 1100 manns

Halla Jónsdóttir frá Landsbankanum

Góð og öflug þjálfun stjórnenda getur verið lykillinn að velgengni fyrirtækja og er slík þjálfun oftar en ekki verkefni mannauðsfólks. Landsbankinn fór af stað með öfluga stjórnendaþjálfun veturinn 2016 – 2107 þar sem markmiðið var að nýta hana til að innleiða stefnu bankans.  Þjálfuninni var síðan framhaldið síðasta vetur en hún var blanda af námskeiðum og einstaklingsmiðaðri markþjálfun. Stjórnendaþjálfunin náði til allra stjórnendahópa bankans og alls tóku um 80 stjórnendur þátt í henni. Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri bankans mun segja frá þessari vegferð sem unnin var með Öldu Sigurðardóttur, stjórnendamarkþjálfa hjá Vendum.

Halla Jónsdóttir

Fræðslustjóri Landsbankans

Halla Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsmál hjá Landsbankanum frá árinu 2006 og hefur verið fræðslustjóri bankans frá 2011.

Í Landsbankanum hefur verið unnið af krafti að því að byggja upp öflugt fræðslustarf með skýrri tengingu við stefnu bankans hverju sinni. Starfsmenn eru markvisst hvattir til að sýna frumkvæði í að sækja sér nauðsynlega þekkingu og miðla til samstarfsmanna. Ekki síst með því að bjóða fjölbreyttar og nútímalegar leiðir til að læra og miðla, hafa öfluga innri markaðssetningu og passa að viðhalda góðum tengslum við stjórnendur og annað starfsfólk. Bankinn var tilnefndur til menntaverðlauna atvinnulífsins árið 2014 sem menntafyrirtæki ársins og fræðslustarf bankans hefur verið vottað samkvæmt EQM staðli frá sama ári.

Halla hefur komið að ýmsum mannauðsverkefnum tengdum þróun og fyrirtækjamenningu innan bankans. Hún hefur m.a. haft yfirumsjón með stjórnendaþjálfun og innleiðingu 4dx aðferðafræði árangursstjórnunar í bankanum.

Áður en Halla hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hún sem mannauðsráðgjafi hjá IMG/Capacent. Hún er með BA gráðu í sálfræði frá HÍ (1998), MSc gráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá háskólanum í Amsterdam (UVA) (2004) og MBA gráðu frá HR (2015).

Viðkvæmir, verndandi og virðisaukandi þættir stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar

Arney Einarsdóttir frá Háskóla Íslands

Arney Einarsdóttir lauk nýlega doktorsnámi í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Arney mun segja frá rannsókn sinni en markmið rannsóknarinnar var að kynna hugtakið og hugsmíðina Þroskastig stefnumiðaðrar mannauðs­stjórnunar og varpa ljósi á hvernig það hefur áhrif á sköpun virðisauka í upplifun, viðhorfum og hegðun starfsfólks. Athygli er sérstaklega beint að áhrifum stefnumiðaðrar mannauðs­stjórnunar á upplifun starfs­fólks, eða frá þroskastigi stefnumiðaðrar mannauðs­stjórn­un­ar til hegðunar starfsfólks.

Arney Einarsdóttir

Lektor við Háskóla Íslands

Arney Einarsdóttir lauk stúdentsprófi frá MH árið 1985, BS-prófi frá California State Polytechnic University, Pomona árið 1990, Ms-prófi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2004 og varði doktorsritgerð sína við sama háskóla í byrjun árs 2018.

Arney starfar sem lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, var lektor við Háskólann í Reykjavík frá 2006-2017 og hefur auk þess verið gestakennari við Árhúsarháskóla og Simon Frazer háskóla í Vancouver. Arney stýrir þátttöku Íslands í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi um 40 háskóla í CRANET samstarfsnetinu. Tilgangur þess er að standa fyrir reglubundnum rannsóknum á mannauðsstjórnun í öllum aðildarlöndunum til að auka þekkingu á þróun mannauðsstjórnunar í heiminum og gera samanburðarrannsóknir mögulegar. Arney er einnig virkur þátttakandi í tveimur öðrum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, annars vegar rannsókn á störfum stjórnenda, hjúkrunarfræðina og verkfræðinga í alls 47 þátttökulöndum (Work Design Across Cultures) og hins vegar í norrænu verkefni sem ber yfirskriftina "Future of Work" og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Arney hefur samhliða kennslu og rannsóknum, sem einn eigenda og ráðgjafa fyrirtækisins HRM-rannsóknir og ráðgjöf, einnig tekið að sér ráðgjöf og hagnýtar rannsóknir og greiningar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hér á landi.

10:25 - 10:55 Kaffi

Work when ever you want

Antony Sloan, frá Aston Legal Solution

How will the UK employment market be changing over the coming years to be a more flexible and agile workforce, whilst blending a better work life balance. With the development in technology and the changing global mindset of how work is to be undertaken. In this session Antony will talk about how a Law Firm in the UK is changing its Monday to Friday 9.00 to 5.00 culture, to “work when you want”.

Antony Sloan

Human Resources Director

Antony is a professional, Masters qualified Human Resources Director with almost 20 years’ experience in the Human Resources sector. His experience has been developed in the corporate arena whilst working for Microsoft, BMW, Hewlett Packard and Philips Electronics. Antony’s area of expertise ranges from employee relations and engagement, to cultural change management and organisational design.

Having already achieved measurable results into these areas with his current role at a UK Law Firm, Antony is developing their working style and practice to achieve a more fluid and agile way of working.

Why we don’t talk about emotions in the workplace (and what we can do about it)

Phil Willcox frá Emotion at Work 

Emotions are one of the things that make us most human.  They are also something that are rarely welcomed in the workplace, unless you are happy, happy is OK.  In this session Phil will explore three key things that get in the way of emotions being embraced in the workplace and the impact this can have on individual, team and organisational performance.  As well as stating the issue, Phil will give three easy to apply strategies to make emotions a credible part of your workplace.

Phil Willcox

Founder of Emotion at Work

Phil has made a promise; to make work better by placing emotion at the heart of work. He fuses academic achievements (MSc in Emotion, Deception and Credibility) with his real-life practitioner experience (nearly 20 years in the fields of learning and development and HR).

Phil regularly consults with businesses to either help them make their workplaces more enriching, by focussing on emotion and culture or, you can find him reducing harm and risk by helping companies get to the truth. He has carved out a niche as an expert in all things emotion and made himself a formidable source of actionable insight for those looking to create amazing workplaces. He is on twitter @philwillcox

What's new in Employee Engagement 2018?

Debra Corey

This session will inspire and give you the tools to bring out your inner ‘rebel’ when designing and delivering your HR and engagement programs.  Debra, a seasoned HR professional and co-author of the best-selling book ‘Build it: A Rebel Playbook for Employee Engagement’, will share an engagement model and stories from rebel companies from around the world to bring it to life.  At the end of the session, only one thing will be on your mind: How to kickstart your own ‘rebelution’ at your own company. And after this session, you’ll know how.

Debra Corey

Author, speaker, global rewards director

Debra Corey is a multi-award winning HR professional with more than 30 years’ experience leading teams at companies such as Gap, Honeywell, Quintiles, Merlin Entertainments and currently at Reward Gateway.

She’s an instructor with WorldatWork, teaching courses in the both the UK and across Europe, and she speaks at conferences and events around the world on a wide array of reward topics.

Debra is also a successful author, having written two books, “Effective HR Communication : A Framework for Communicating HR Programmes with Impact” and “Build it: A Rebel Playbook for Employee Engagement”.

12:20 - 13:10 Matur

Hver eru helstu verkefni mannauðsstjóra?

Í aðdraganda Mannauðsdagsins var framkvæmd könnun meðal félagsmanna um helstu verkefni mannauðsfólks. Fundarstjórarnir munu kynna helstu niðurstöður könnunarinnar.

Anna Steinsen og Jón Halldórsson

Fundarstjórar

Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðarfræði markþjálfunar skoðað hvaða þætttir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstakling að ná settu marki.

Jón og Anna eru hjón og eiga saman fjögur börn og hund.

The Impossible is just another opinion.

Skúli Mogensen og Jónína Guðmundsdóttir frá WOWair

Starfsemi flugfélagsins WOWair hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með fjölgun áfangastaða og auknum umsvifum íslenskrar ferðaþjónustu. Starfsmönnum hefur fjölgað hratt en þeir eru nú um 1500 talsins en til samanburðar þá voru þeir 200 haustið 2015. Stækkunin hefur eðlilega haft mikil áhrif á mannauðsmál fyrirtækisins en mannauðssvið Wow air sér m.a. um allar ráðningar, kjarasamningsgerð, einkennisklæðnað áhafna, húsnæðismál auk hefðbundinna mannauðsmála. Skúli Mogensen forstjóri WOW air og Jónína Guðmundsdóttir mannauðsstjóri ætla í erindi sínu að segja okkur frá þeirri vegferð sem fyrirtækið hefur verið á undanfarin ár og hvaða áskoranir þau hafa þurft að glíma við í mannauðsmálum í þeim mikla vexti sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum á stuttum tíma.

Skúli Mogensen og Jónína Guðmundsdóttir

Forstjóri og Mannauðsstjóri WOW air

Skúli Mogensen er stofnandi, forstjóri og eini eigandi WOW air. Fyrir stofnun flugfélagsins hafði hann unnið sem frumkvöðull og fjárfestir, aðallega í tækni- og fjarskiptageiranum í Norður-Ameríku og Evrópu.

Skúli var framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins OZ, samhliða því sem hann lærði heimspeki við Háskóla Íslands. Skúli stofnaði jafnframt, ásamt fleirum, Íslandssíma, sem síðar varð Vodafone Iceland og CAOZ, sem framleiddi fyrstu 3D teiknimynd Íslands í fullri lengd, Þór - hetjur Valhallar. Skúli er einnig stærsti fjárfestir og situr í stjórn Carbon Recycling International, sem hefur byggt eina fyrstu metanólverksmiðju heims, þar sem sorpi og úrgangi er breytt í græna orku. Árið 2010 leiddi Skúli hóp fjárfesta í að endurreisa MP banka/Kviku eftir bankahrunið. Önnur verkefni sem Skúli hefur komið að síðastliðin ár eru fjárfestingar og stjórnarseta í Securitas, Advania, Datamarket og Redline Communications.

Jónína Guðmundsóttir hefur verið starfandi mannauðsstjóri WOW air frá hausti 2015 og á hún sæti í framkvæmdastjórn fyrirtæksins. Áður en Jónína hóf störf hjá WOW air var hún forstöðumaður mannauðssviðs hjá Advania og þar áður ráðgjafi hjá Capacent ráðningum. Jónína var aðjúnkt við Háskólann á Akureyri þar sem hún kenndi mannauðsstjórnun um árabil. Síðustu ár hefur hún verið prófdómari lokaverkefna í meistaranámi mannauðsstjórnunar við Háskóla Íslands.

Jónína lauk M.Sc gráðu í mannauðsstjórnun í ferðaþjónustu frá Strathclyde Háskóla í Skotlandi árið 2003 og B.Sc gráðu í viðskiptafræði af ferðaþjónustusviði frá Háskólanum á Akureyri árið 2002.

The Myths of Modern Management

Christian Ørsted

For the past 100 years we have developed management principles that have increased our efficiency and lead to enormous growth. But these principles have been shown to have a scary lopsidedness.

Today we can lead and engage employees so much so that they put aside morality and their own health to reach goals and deadlines – and while ever more people die of stress each year our creativity, innovation, and human balance plummet.

The question is no longer if we will fall over the edge. The question is when it happens and what we can do to avoid it. We still have to be efficient and create results. But we also have to change focus from short-term solutions to sustainable management that ensures long-term productivity.

Christian Ørsted

Management Consultant

M.Sc. (Economics and business administration), Copenhagen Business School.

Management Consultant, Speaker and Seminar Leader. Author of bestselling management books – most recently Lethal Leadership (DK: Livsfarlig ledelse).

Christian has advised and taught a wide range of Danish and international companies in management and communications since 1996 and is known nationally as a management expert in national TV and newspapers (e.g. DR2 Deadline, Aftenshowet and Børsen).

Over the past four years, more than 1,000 leaders from IBM, Novo Nordisk, Nordea and SAS conducted leadership training with Christian and his company Orsted People Development (DK: Ørsted Udvikling & Ledelse).

Christian’s work is to inspire and engage leaders, giving perspectives, skills, and the tools to succeed.

Christian has worked with a number of the world’s strongest brands with increasing marketing effectiveness. Furthermore, he has assisted Scandinavian companies with starting new business units, or creating new companies from strategy development, business planning, raising capital, hiring employees and training management and sales people in leadership development and skills training.

14:45 - 15:05 Kaffi

The Unforgettable Host

Már Másson frá Bláa Lóninu

Starfsemi Bláa Lónins hefur aukist jafnt þétt þau 25 ár sem fyrirtækið hefur verið í rekstri og á síðstu árum hefur starfsemin vaxið gríðarlega og starfsmannafjöldinn aukist í takt við það en nýlega opnaði fyrirtækið fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Í kjölfar ítarlegrar stefnumótunarvinnu árið 2016 tóku stjórnendur ákvörðun um að leggja aukna áherslu á mannauð fyrirtækisins og í kjölfarið var stofnað nýtt svið sem fékk nafnið People and Culture en hlutverk sviðsins var að sinna mannauðsmálum ásamt því að styrkja þá öflugu fyrirtækjamenningu sem Bláa Lónið stendur fyrir sem miðar að því að heimsóknir gesta í lónið sé ógleymanleg. Már Másson, sem leiðir sviðið, mun segja frá starfsemi sviðsins og þeim áskorunum sem hafa verið uppi í mannauðsmálum Bláa Lónsins undanfarin þrjú ár.

Már Másson

Director of People & Brand

Már Másson leiðir svið sem ber nafnið People & Brand hjá Bláa Lóninu þar sem helstu verkefni eru á sviði mannauðsmála, markaðsmála og innleiðingu stefnu og breytingastjórnunar.

Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra þar sem hann kom meðal annars að stefnumótun og breytingarstjórnun innan bankans. Hann var einnig forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum sem vann að innleiðingu stafrænna lausna á borð við Íslandsbanka Appið, Kass greiðslulausnina og almennrar rafrænnar þjónustu á vefnum.

Már er með MSc. gráðu í stjórnun og samskiptamálum frá USI í Lugano í Sviss og B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn.

Þarf alltaf að vera grín?

Ari Eldjárn

Ari Eldjárn er öllum íslendingum vel kunnugur en hann hefur slegið í gegn með uppistand sitt bæði hér heima og erlendis. Við endum Mannauðsdaginn á að fá Ara til að gera grín af okkur og öðrum eins og honum einum er lagið.

Ari Eldjárn

Uppistandari

Ari Eldjárn er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur í fjórgang tekið þátt í að skrifa Áramótaskaup Sjónvarpsins.

Þá fékk sýning hans “Pardon My Icelandic” frábæra dóma á Fringe hátíðinni í Edinborg og var sýnd þar fyrir fullu húsi og síðan tekin upp af Soho Theatre í London.

Samantekt

Fundarstjórar draga saman dagskrá dagsins og slíta Mannauðsdeginum 2018.

Anna Steinsen og Jón Halldórsson

Fundarstjórar

Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.

Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og er vottaður ACC markþjálfi. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra með mismunandi efnistökum. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðarfræði markþjálfunar skoðað hvaða þætttir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstakling að ná settu marki.

Jón og Anna eru hjón og eiga saman fjögur börn og hund.

16:10 - 17:30 Hanastél og ráðstefnulok